Konsert

Skip Marley á Rototom 2024 og Hjálmar á Akranesi 2019

Í Konsert vikunnar heyrum við í Skip Marley á Rototom Sunsplash Reggae festival í Benicassim á Spáni í sumar, og svo Hjálmum í Bíóhöllinni á Akranesi í júní 2019.

Skip Marley er barnabarn Bob´s Marley, - sonur Cedellu Marley sem er dóttir Bob´s og Ritu Marley. Skip er gera það nokkuð gott, hann er t.d. með rúma milljón mánaðarlega hlustendur á Spotify og hefur tvisvar verið tilnefndur til Grammy verðlauna.

Mamma hans Skip er fædd 1967 og er næstelsta barn Ritu og Bob´s, hann er sjálfur fæddur 1996 og alinn upp á Miami. Hann var ekki gamall þegar hann fór fikta við spila á hljóðfæri eins og píanó, trommur, bassa og gítar, og svo semja lög. 19 ára gaf hann út sitt fyrsta lag (2015) og var í kjölfarið boðið koma með frændum sínum Damian og Stephen Marley í tónleikaferðinni "Catch a fire" sem farin var til minningar um Bob Marley. 2017 gerði hann útgáfusamning við Island records sem gaf út plötur afa hans á sínum tíma.

Sumarið 2019 fóru Hjálmar í tónleikaferð um ísland og komu til dæmis við á Akranesi, í Bíóhöllinni. Þeir kölluðu ferðina; Aftur á Bak í tilefni af því það kom út plata með lögum sem flest höfðu komið út eitt og eitt í einu á undanförnum árum. Þeir spiluðu á 15 stöðum, byrjuðu 31. Maí og 29. Júní komu þeir við á Akranesi. Við heyrum brot af þeim tónleikum í Konsert vikunnar.

Frumflutt

21. nóv. 2024

Aðgengilegt til

21. nóv. 2025
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,