ok

Konsert

Ragnheiður Gröndal 30 ára í Norðurljósum í desember 2014

Ragnheiður Gröndal er í aðalhlutverki í Konsert vikunnar.

Hún hefur lengi verið ein ástsælasta söngkona, eða tónlistarkona okkar Íslendinga núna í meira en 20 ár. Þegar hún var þrítug fyrir áratug hélt hún upp á afmælið sitt með tónleikum í Norðurljósum í Hörpu og við ætlum að útvarpa þeim í Konsert í kvöld.

Hún gerði óformlega könnun á Facbook og spurði vina sína og aðdáendur hvað þeir vildu heyra og byggði prógrammið upp á því sem fólkið sagði og á efnisskránni voru bæði jóla-lög og heilsárs.

Með Ragnheiði á tónleikunum voru:

Guðmundur Pétursson - gítarar

Pálmi Gunnarsson - bassi

Kristinn Snær Agnarsson - trommusett

Claudio Spieler - slagverk

Rakel Pálsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ásta Björg Björgvinsdóttir - Raddir

Arnar Ingi Richardsson, Gísli Páll Karlsson og Jóhann Arnar Þorkelsson - Raddir

Haukur Gröndal - Klarínett og saxófónn

Óskar Guðjónsson, Ólafur Jónsson og Sigurður Flosason - Saxófónar

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

12. des. 2025
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,