ok

Konsert

Reykjavík Folk Festival 2013

Reykjavík Folk Festival snýr aftur dagana 1.- 3. maí 2025 í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá fyrstu hátíðinni. Hátíðin er sett upp að alþjóðlegri fyrirmynd þar sem spilagleðin er í forgrunni og órafmögnuð hljóðfæri eru í aðalhlutverki. Fyrsta hátíðin fór fram með þetta að leiðarljósi árið 2010. Forsvarsmaður, hugmyndasmiður, helsti hönnuður og fyrsti framkvæmdastjóri Reykjavik Folk Festival var Ólafur Þórðarson, ástsæll tónlistarmaður í Ríó Tríó og fleiri hljómsveitum auk þess að vera bakhjarl fjöldamargra tónlistarmanna.

Af því tilefni bjóðum við upp á tónleikaupptökur úr safni RÚV frá Reykjavík Folk Festival 2013 með Ólöfu Arnalds og Þjóðlagahljómsveit Reykjavíkur sem er svona samansett:

Helgi Pétursson - kontrabassi, söngur

Gunnar Þórðarson - gítar, söngur

Ágúst Atlason - söngur, gítar

Magnús R. Einarsson - mandólín, gítar, söngur

Björn Thoroddsen – gítar

Frumflutt

6. mars 2025

Aðgengilegt til

6. mars 2026
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,