Konsert

Richard Hawley í Brussel

Í Konsert í kvöld förum við til Brussel í Belgíu -en samt til Sheffield.

sem ætlar spila fyrir okkur og syngja er frá Sheffield á Englandi og þegar hann spilar amk núna í þessum túr, er hann með stórt skilti á sviðinu sem á stendur: Welcome to Sheffield!

Hann heitir Richard Hawley og er fæddur í Sheffield árið 1967 og var á Brit-Pop tímanum (90’s) í hljómsveit sem hét The Longpigs og átti talsverðum vinsældum fagna víða um Evrópu en þó aðallega heima á Bretlandseyjum. Eftir Longpigs lagði upp laupana gekk Hawley til liðs við Jarvis Cocker vin sinn í hljómsveitinni Pulp og spilaði með þeim í nokkur ár.

Hann túraði með ýmsum öðrum líka sem gítarleikari (Nancy Sinatra, Lisa Marie Presley, All Saints ofl) og stjórnaði upptökum á plötum með mörgum.

En svo byrjaði hann gefa út sólóplötur og sló í gegn með sínum einstaka stíl og fallegu rödd. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Mercury verðlaunanna eftirsóttu í Bretlandi og einnig til Brit verðlaunanna.

Hann hefur komið fram sem gestur á plötum með t.d. Arctic Monkeys, Manic Street Preachers, Elbow, Duane Eddy, Nancy Sinatra, Shirley Bassey og Paul Weller.

Hann hefur gefið út 9 stórar plötur og hann söng lokalagið í fimmtu seríu á Peaky Blinders, lagið ballad of a thin man eftir Bob Dylan.

Hans fyrirmyndir eru menn eins og Duane Eddy, Roy Orbison og Scott Walker Richard Hawley er einskonar Crooner -með rafmagsngítar

Hann er frábær lagasmiður og aðdáendum hans fjölgar jafnt og þétt, svalur gaur og frábær músíkant sem blandar saman rómantískum ballöðum og svölu gamladags rokki.

Hann er búinn vera fylgja eftir nýjustu plötunni sinni sem heitir "In This City They Call You Love" og hefur farið víða.

Tónleikar kvöldsins fóru fram í Brussel í æðislegu húsi sem var byggt 1857 Ancienne Belgique og tekur um 2000 manns.

Ríkisútvarpið í Belgíu tók upp BEVRT fyrir útvarpsstöðvarnar í EBU.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

19. sept. 2025
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,