16:05
Síðdegisútvarpið
Saga íbúa í Árskógum 7,tæknitækifæri í heilbrigðiskerfinu, og áskorun á Úlfarsfelli
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Við töluðum við Hildi Björns oddvita Sjálfstæðiflokksins í borginni í gær en þá var málefni grænu vöruskemmunnar við Álfabakka tekið fyrir á borgarstjórnarfundi. Íbúar Árskóga fjölmenntu á fundinn en auk þess er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir vegna framkvæmda við Álfabakka 2. Síðast þegar við tékkuðum höfðu 1700 manns skrifað undir. Kristján Hálfdánarson formaður Búsetufélagsins Árskógum 7 en hann er einn þeirra sem stendur að listanum.

Önnur sería af Missi er að fara í loftið hjá Sjónvarpi Símans. Missir eru þættir þar sem fjallað er um hvernig er að missa ástvini, sorgarúrvinnslu, hvernig fólk hefur unnið sig í gegnum áföll og eignast gott og hamingjusamt líf. Það er Republik sem framleiðir þættina og í dag koma Reynir Lyngdal leikstjóri og Ína Sigurðadóttir frá Sorgarmiðstöðinni til að segja okkur betur frá.

Kalli Örvars ætlar að gefa út eitt lag í mánuði út þetta ár, semsagt tólf lög í heildina. Við heyrðum í Kalla á eftir en hann á afmæli í dag svo við treystum á að hann sé einstaklega léttur á því í tilefni dagsins.

Einar Skúlason göngugarpur er alltaf að hvetja fólk til að fara út að ganga og nú í ársbyrjun ætlar Einar að ganga á Úlfarsfellið á morgun en með smá tvisti. Meira um það síðar.

Hvernig er hægt að nýta tæknina til að styrkja og bæta heilbrigðiskerfið á tímum mikilla áskorana? Og hvernig er hægt að leysa mönnunarvanda í velferðarþjónustu framtíðarinnar? Þetta eru meðal spurninga sem verður leitað svara við á ráðstefnunni Snjallar lausnir á mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu sem Icepharma velferð stendur fyrir á Grand Hótel, á morgun, fimmtudaginn 9. janúar.

Er Grænland til sölu ? Um þetta verður spurt á hádegisfundi alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands en eins og komið hefur fram í fréttum hefur verðandi forseti Bandaríkjanna verið opinn með ósk sína um að kaupa Grænland af Dönum. Pia Hansson sem er forstöðumaður alþjóðamálastofnunarinnar er hingað komin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,