Samfélagið

Baráttan við heimalestur, seinleg áfallahjálp fyrir Grindvíkinga, vísindaspjall

Um fimm sinnum í viku heyja fjölmargir foreldrar baráttu við börnin sín til lesa. Heimalestur er útbreidd hefð á Íslandi, þar sem börn eru látin lesa upphátt fyrir foreldra sína í fimmtán mínútur í senn, allt fimm sinnum í viku. Þetta er hluti af ábyrgð foreldra í lestrarkennslu barna, en hvernig hefur þetta fyrirkomulag reynst foreldrum og börnum? Hafa allir foreldrar í raun og veru korter til sinna lestrarþjálfun? Gæti fyrirkomulagið aukið ójöfnuð milli nemenda? Gæti það rænt börnum lestrargleði? Þetta eru spurningar sem Anna Söderström, doktorsnemi við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, svarar í nýrri fræðigrein. Við ræðum við Önnu um heimalestur, kosti hans og galla, og ýmislegt fleira.

Áfallahjálp hefur staðið Grindvíkingum sem misstu heimili sín vegna eldsumbrota árið 2023 til boða frá því í byrjun síðasta sumars og hafa hundruð þeirra nýtt sér þjónustuna. En var of seint brugðist við hlúa andlegri heilsu Grindvíkinga í hamförunum og gengu önnur verkefni fyrir sem snúa verðmætabjörgun? Við ætlum ræða við Jóhönnu Lilju Birgisdóttur, sálfræðing og framkvæmdastýru þjónustuteymis Grindvíkinga um áfallahjálpina sem er í boði, í hverju hún felst nákvæmlega og þyrfti e.t.v. bjóða umfangsmeiri sálfræðiþjónustu til koma til móts við þá sem misstu heimili sín á einni nóttu.

Svo fáum við Eddu Olgudóttur til okkar í Vísindaspjall, þar sem við ætlum fara yfir vísindaárið 2024.

Tónlist úr þættinum

Elvis Presley - Any day now.

Spacestation - Í draumalandinu.

Frumflutt

8. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,