Píanóskáldið Robert Schumann

Þriðji þáttur

Fyrri hluti ársins 1837 var erfiður tími í lífi Schumanns. „Myrkustu mánuðir ævi minnar,“ sagði hann sjálfur. 2. júlí þetta ár var hann viðstaddur tónleika ungs píanóleikara, Önnu Robenu Laidlaw, í Gewandhaus í Leipzig. Við það brast ritstíflan sem hrjáð hafði Schumann í marga mánuði og næstu daga flæddi tónlistin úr penna hans. hálfum mánuði liðnum var orðinn til bunki af stökum karakterstykkjum fyrir píanó sem Schumann nefndi einu nafni Fantasiestücke. Verkið kom út sem op. 12 í febrúar 1838 og varð strax vinsælt, ekki síst stormsveipurinn Aufschwung.

Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

5. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Píanóskáldið Robert Schumann

Píanóskáldið Robert Schumann

Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.

Umsjón: Halldór Hauksson.

Þættir

,