Píanóskáldið Robert Schumann

Annar þáttur

Með Sinfónísku etýðunum (Études symphoniques), op. 13, fetaði Schumann í fótspor Chopins og sendi frá sér etýður sem voru ekki þurrar fingraleikniæfingar heldur leiftrandi ljóðrænar og tæknilega krefjandi svipmyndir þar sem ýmsir möguleikar hljómborðsins eru kannaðir til hlítar. Hann styrkti heildarmynd verksins með því byggja flestar etýðurnar á einu stefi og sýndi um leið fram á tilbrigðaformið gæti verið annað og meira en rammi utan um leiktækniskrautsýningar.

Lesari með umsjónarmanni er Jóhannes Ólafsson.

Frumflutt

29. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Píanóskáldið Robert Schumann

Píanóskáldið Robert Schumann

Robert Schumann (1810–1856) var eitt merkasta tónskáld nítjándu aldar. Hann er erkitýpa hins rómantíska snillings og sveiflaðist stöðugt á milli oflætis og deyfðar, ofsalegra afkasta og algjörs aðgerðaleysis. Draumur Schumanns um verða konsertpíanisti rættist ekki, en fyrsta áratug tónsmíðaferils síns helgaði hann píanóinu alla krafta sína og voru 23 fyrst útgefnu tónverk hans samin fyrir einleikspíanó. Þar á meðal eru mörg af merkustu og þekktustu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir hljóðfærið. Sex þeirra hljóma í þessari þáttaröð, öll samin á gríðarlega frjósömu fjögurra ára tímabili (1834–38) og þrungin persónulegum tilvísunum og táknum. Í þáttunum er ljósi varpað á þessi tengsl með brotum úr dagbókum og bréfum og sagt frá áhrifum ástarmála hins unga tónskálds á tilurð verkanna.

Umsjón: Halldór Hauksson.

Þættir

,