16:05
Síðdegisútvarpið
Opnað í Bláfjöllum, álag á börnin í desember og rakarakvartettinn
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þessa dagana er mikið rætt um verðhækkanir á vöru og þjónustu sem taka eiga gildi um áramótin. En hvernig getum við spornað við því að heimilisbókhaldið fari á hliðina í kjölfarið? Til að mynda með að vera betri neytendur og gera verðsamanburði. Vefsíðan Aurbjörg hjálpar til við þetta með því að birta samanburð á verði á húsnæðislánum, tryggingum, rafmagni og fleira. Til að segja okkur hvernig við getum nýtt okkur síðuna kom til okkar Jón Jósep Snæbjörnsson sem sér um viðskiptatengls hjá Aurbjörgu.

Viðburðardagatalið hjá börnum og fjölskyldum þeirra í desember er ansi þétt bókað. Unnur Ösp leikkona tjáði sig um þessi mál á FB í gær og ekki stóð á viðbrögðum, margir voru sammála því að það væri allt of mikið að gera í des, jólaföndur, jólaböll, tónleikar, samverustundir og og og. Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir fyrrverandi skólastjóri og kennari til margra ára lét líka sína skoðun í ljós og hún segist sammála því að streita bara sé of mikil í desember en þar sé ekki skólanum um að kenna. Ólöf kom til okkar á eftir og ræddi þessi mál.

Fremsti rakarakvartett Íslands, kvartettinn Barbari söng fyrir hlustendur rásar 2 í dag en þeir halda tónleika í Háteigskirkju á föstudaginn.

Og í lok þáttar ætlum við að heyra í Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkurbæjar en hann er nýkominn af bæjarstjórnarfundi. Bærinn hefur kveikt ljósin á ný og einhver starfsemi er í gangi og líklega einhverjir sem ætla að dvelja í bænum yfir jól og áramót. Við heyrðum í Fannari

Sniglar í samvinnu við Endurvinnsluna hafa tekið höndum saman og safna dósum og gleri fyrir Vegagerðina! Og við spyrjum; Fyrir Vegagerðina? Jokka G Birnudóttir er í stjórn Sniglanna og hún sagði okkur betur frá.

Það berast gleðitíðindi úr Bláfjöllum því nú er stefnt að því að opna hluta svæðisins á morgun - Einar Bjarnason rekstarstjóri var á línunni hjá okkur

Er aðgengilegt til 17. desember 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,