14:03
Straumar
Áhersla á spuna
Straumar

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson

Tónlistarkonan og þjóðfræðingurinn Auður Viðarsdóttir, sem notar listamannsnafnið Rauður, byrjaði að fikta með hljóðgervil í bílskúr í Vesturbænum og heillaðist af þeim heimi sem opnaðist fyrir henni. Hún varð síðan söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Nóru, en þar kom að hún vildi gera tónlist fyrir sjálfa sig og byrjaði sólóferil með breiðskífunni Semilunar. Á síðustu árum hefur hún gefið út ýmislega tónlist, oft með áherslu á spuna.

Lagalisti:

Treat Me - b side

Himinbrim - Svefnrof

Semilunar - Himinbjörg

Semilunar - We Will All Feel Better One Day And/Or Die

My World - Pt. 2

Prelude - Treat Me

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
,