Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu verður haldið í Sádí-Arabíu eftir tíu ár. Um það var formlega tilkynnt í síðustu viku af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd víða um heim, meðal annars af fjölmörgum mannréttindasamtökum, sem segja beinlínis hættulegt að halda mótið þar. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, ræddi um mannréttindi í þessu vellauðuga ríki.
Og svo eru það þýsk málefni: Stjórn Olafs Scholz er formlega búin að vera eftir vantraust í þýska þinginu í gær. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá fjörlegum stjórnmálaumræðum og við spáðum í spilin fyrir kosningarnar í febrúar. Jólatré komu líka við sögu í Berlínarspjalli dagsins.
Stjórnmálamenn eru af ýmsu tagi, eins og fólk allt. Almennt er talið að Winston Churchill hafi verið framúrskarandi og í raun einstakur sökum stjórnvisku og ekki síður framsýni. Sjálfsagt hafa verið skrifaðar fleiri bækur um Churchill en nokkurn annan stjórnmálamann og nýverið kom út ein slík á íslensku þar sem farið er yfir eitt og annað sem hann sá fyrir að myndi gerast, stundum löngu fyrr. Þýðandinn, Magnús Þór Hafsteinsson, spjallaði um þennan merkilega eiginleika Churchills.
Tónlist:
Timo Väänänen - Verso.
Anna Gréta Sigurðardóttir - Carry me across the sky.
Nat King Cole - O Tannenbaum.
Noel Coward - Mad dogs and Englishmen.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þegar líður fer að jólum er ekki laust við að álagið verður meira og meira, jafn vel of mikið fyrir marga. Það á að njóta og njóta svo margs. Í rauninni hlöðum við afskaplega miklu, auk gríðarlegra væntinga, ofan á vinnuna, fjölskylduna og allt hitt í lífinu og svo geta peningaáhyggjur komið ofan á það allt saman. Hrund Þrándardóttir sálfræðingur var hjá okkur í dag og við minntum okkur á að fara ekki fram úr okkur í aðdraganda jólanna og að við náum raunverulega að njóta, frekar en kannski bara að þjóta.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni og vinkill dagsins var að þessu sinni lagður við líkindi milli okkar Íslendinga og frændþjóðarinnar Íra. Guðjón gerði tilraun til að varpa ljósi á þau og síðan, hann lagði svo leið sína á nokkrar írskar krár og velti því fyrir sér sem þar fer fram, auk þess sem tölulegar staðreyndir er varða stærsta brugghús borgarinn voru fram bornar.
Út er komin árlega Jólabók Blekfjelagsins, örsagnasafn meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands. Yfirskriftin þetta árið er Ómerkt. Sögurnar eru 28 og allar telja þær nákvæmlega 88 orð, auk titils. Blekfjelagið hefur gefið út jólabók samfellt í 13 ár. Sú fyrsta kom árið 2012 og þá töldu sögurnar stranglega 100 orð auk titils. Á hverju ári fækkar orðunum um eitt og fyrir vikið eru þau núna 88. Við heyrðum fyrri hluta örsagnanna í dag og svo verður seinni hlutinn á dagskrá í þættinum á fimmtudaginn. Höfundar sagnanna í þessum fyrri hluta voru: Elín Elísabet Einarsdóttir, Védís Eva Guðmundsdóttir, Sólveig Auðar, Áslaug, Karólína Rós Ólafsdóttir, Aron Martin Ásgerðarson, Hera Fjörd, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Erlingsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Katrín Mixa, Ingunn Eyþórsdóttir, Guðrún Friðriks og Kolfinna Nikulásdóttir.
Tónlistin í þættinum
Léttur yfir jólin / Ríó Tríó (írskt þjóðlag, texti Jónas Friðrik)
Þorláksmessukvöld / Ragnheiður Gísladóttir og Brunaliðið (Mel Tormé & Robert Wells, texti Þorsteinn Eggertsson)
Jingle bells / Frank Sinatra (James Lord Pierpont)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi heita tafarlausum hefndum vegna morðs á hershöfðingja í Moskvu í morgun. Leyniþjónusta Úkraínu réð hann af dögum í sérstakri aðgerð.
Ritun stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er hafin sem gefur sterka vísbendingu um að myndun ríkisstjórnar þessara flokka sé í burðarliðnum. Ekkert hefur verið gefið upp um skiptingu ráðuneyta nema að þeim verði fækkað.
Verð á sumri matvöru, til dæmis kaffi, hefur hækkað þrefalt meira en almennt verðlag. Formaður Neytendasamtakanna segir engu líkara en að farið sé að panta verðhækkanir fram í tímann - birgjar þurfi að sýna ábyrgð.
ASÍ hefur þungar áhyggjur af stöðu ætlaðra þolenda Quangs Lés. Brýnt sé að verðandi ráðherrar taki vinnumansal föstum tökum; málið hafi mikið fordæmisgildi.
Borgarstjóri segir að mögulegur fyrirtækjaleikskóli Alvotech myndi starfa eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar líkt og aðrir leikskólar. Þar yrðu líka önnur börn en börn starfsfólks og forgangsraðað eftir aldri barna.
Ekki var að sjá að loðnan væri langt komin í hrygningargöngu sinni austur með landinu, í vikulöngum rannsóknarleiðangri sem lauk í gær. Því er ekki talið aðkallandi að fara strax eftir áramót í frekari mælingar.
Neyðin er mikil í ár segir kona sem sinnt hefur mataraðstoð á Akureyri undanfarinn áratug.
Verðandi Bandaríkjaforseti sakar ríkisstjórn landsins um að leyna upplýsingum um torkennileg loftför sem sést hafa yfir New Jersey. Stjórnvöld hafna þessu.
Ísland á ágætis möguleika á að komast áfram á EM kvenna í fótbolta 2025 að mati sérfræðings.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Bandarísk þingnefnd skrifaði nýlega bréf til tveggja ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps þar sem hún lýsir áhyggjum af mögulegum njósnum Kína á Íslandi. Njósnirnar eiga mögulega að geta farið fram í gegnum norðurljósamiðstöð Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu.
Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar er nokkuð dularfull og virðast íslensk stjórnvöld vita lítið um hana. Eftirlit Íslands með rannsóknarmiðstöðinni er sömuleiðis ekkert.
Rætt er við Bjarna Má Magnússon, deildarforseta lögfræðideildar Háskólans á Bifröst, um rannsóknarmiðstöðina. Hann telur að bréfið og grein sem skrifuð var um rannsóknarmiðstöðina, þar sem Ísland er sagt vera Trójuhestur Kína á Íslandi, sýni að Donald Trump ætli sér að taka upp harðari stefnu gegn Kína.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í síðustu viku gáfu stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands út bók sem byggir á íslensku kosningarannsókninni, og beinir sjónum sínum einna helst að alþingiskosningunum 2021 og íslenskum kjósendum í áranna rás. Tveir af höfundum bókarinnar, Jón Gunnar Ólafsson og Hulda Þórisdóttir, ætla að setjast hjá okkur og ræða bókina, lýðræðið, og hvort Alþingiskosningarnar 2021 hafi verið sögulega leiðinlegar.
Allt útlit er fyrir að árið í ár verði það fyrsta þar sem meðalhiti á jörðinni fer yfir 1,5 gráðu markmiðið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags, kemur og ræðir það helsta sem er í loftslagsdeiglunni þessa dagana.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, fer yfir ýmis orð tengd jólunum.
Tónlist og stef í þættinum:
St. Vincent - Tiempos Violentos
Mars Volta - Aegis
Moses Hightower - Feikn
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan og þjóðfræðingurinn Auður Viðarsdóttir, sem notar listamannsnafnið Rauður, byrjaði að fikta með hljóðgervil í bílskúr í Vesturbænum og heillaðist af þeim heimi sem opnaðist fyrir henni. Hún varð síðan söngkona og hljómborðsleikari í hljómsveitinni Nóru, en þar kom að hún vildi gera tónlist fyrir sjálfa sig og byrjaði sólóferil með breiðskífunni Semilunar. Á síðustu árum hefur hún gefið út ýmislega tónlist, oft með áherslu á spuna.
Lagalisti:
Treat Me - b side
Himinbrim - Svefnrof
Semilunar - Himinbjörg
Semilunar - We Will All Feel Better One Day And/Or Die
My World - Pt. 2
Prelude - Treat Me
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti er lesið úr sjálfsævisögu Þórðar sem var einn helsti valdamaður á Íslandi laust fyrir miðja 19. öld. Merkilegast við feril Þórðar var að fram undir þrítugt var fátt sem benti til þess að hann ætti nokkurn veraldlegan frama í vændum, því þótt hann lyki nokkurri menntun hér heima komst hann ekki nærri strax út til Danmerkur til frekara náms. Um ástæður þess verður lesið í þættinum
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Ásdís Óladóttir samdi sitt fyrsta ljóð níu ára gömul en sýndi það ekki nokkurri manneskju. Hún tók upp þráðinn á ný átján ára gömul og byrjaði þá markvisst að skrifa. Ásdís var greind með geðklofa rúmlega tvítug og síðan þá hefur skáldskapurinn verið haldreipi hennar í lífinu. Hún hefur gefið út níu ljóðabækur og í þeirri nýjustu sem kallast Rifsberjadalurinn fjallar Ásdís í fyrsta sinn um þá lífsreynslu að veikjast, leitina að skýringum og leiðina til betra lífs. Ásdís verður gestur okkar í dag og segir okkur frá Rifsberjadalnum, en bókin var tilnefnd til Fjöruverðlauna á dögunum.
Þær Guðrún Brjánsdóttir, Herdís Ágústa Linnet og Kristín Ýr Jónsdóttir mynda saman Tríó Esju og leika á föstudagskvöldið franska tónlist frá upphafi tuttugustu aldar á tónleikum sem hafa yfirskriftina Speglar. Tónlistin sækir innblástur úr franskri ljóðlist og frumsamin ljóð Guðrúnar fléttast við tónlistina sem þær flytja. Meira um það í þætti dagsins.
Soffía Auður Birgisdóttir rýnir í Friðsemd eftir Brynju Hjálmsdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í byrjun desember í fyrra vörðum við heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri. Í Lestinni í dag endurflytjum við einn af okkar uppáhaldslestarþáttum.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Kerfið er ekki nógu gott þegar kemur að heimilisofbeldi og nýleg mál, sýna hve alvarlegar afleiðingarnar eru, segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra.
Sérfræðingur hjá ASÍ segir mikla verðhækkun á raforku bitna á heimilum og fyrirtækjum. Kílówattstund af raforku hefur mest hækkað um 37% frá fyrra ári.
Hægt er að breyta umdeildu vöruhúsi í Mjódd, segir hönnuður hússins. En að borgin þurfi að borga. Sviðsstjóri skipulagssviðs lofar samtali.
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innviðir í Sýrlandi ráði ekki við að fjöldi brottfluttra snúi strax heim á ný eftir að Assad var steypt af stóli.
Meginniðurstaða fundar tíu ríkja í Norður-Evrópu er áframhaldandi stuðningur við Úkraínu. Utanríkisráðherra Íslands segir bókstaflega barist fyrir hagsmunum okkar á vígvellnum þar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það er hægt að gera breytingar á græna vöruhúsinu sem byrgir íbúum fjölbýlishúss við Árskóga sjö í Reykjavík sýn. Þetta segir annar af hönnuðum hússins. En það er borgarinnar að greiða fyrir það. Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri skipulagssviðs Reykjavíkur segist engu geta lofað öðru en samtali.
Það hefur mikið verið rætt um taktískar kosningar í ár, fyrst í forsetakosningunum og svo í Alþingiskosningunum um daginn og nú er búið að rannsaka hvernig fólk kaus taktíkst í forsetakosningunum og hve margir. Rætt er við Viktor Orri Valgarðsson doktor í stjórnmálafræði.
Veðurstofa Íslands.
Útsending frá jólatónleikadegi evrópskra útvarpsstöðva.
Kór Danska útvarpsins flytur verk eftir Francis Grier, Pierre Villette, Francis Poulenc og Benjamin Britten;
Martina Batič stjórnar.
Kynnir: Una Margrét Jónsdóttir.
Hvergiland er útvarpsþáttaröð í fjórum hlutum um útópíur. Þáttastjórnendur, Tómas Ævar Ólafsson og Snorri Rafn Hallsson, heimsækja raunverulega og ímyndaða heima í leit að fullkominni veröld. Þeir rannsaka viðleitni mannsins til að skapa draumalönd sem aldrei urðu eða verða til og draga af þeim lærdóm sem varpar ljósi á stöðu okkar í dag.
Þurfa útópíur reglur, og gæti verið að konur ímyndi sér annars konar samfélög en karlar? Í öðrum þætti af Hvergilandi fara Tómas og Snorri aftur í tímann og yfir hafið og heimsækja raunverulega útópíu í Ameríku.
Viðmælandi: Nanna Hlín Halldórsdóttir.
Umsjónarmenn: Snorri Rafn Hallsson og Tómas Ævar Ólafsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í síðustu viku gáfu stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands út bók sem byggir á íslensku kosningarannsókninni, og beinir sjónum sínum einna helst að alþingiskosningunum 2021 og íslenskum kjósendum í áranna rás. Tveir af höfundum bókarinnar, Jón Gunnar Ólafsson og Hulda Þórisdóttir, ætla að setjast hjá okkur og ræða bókina, lýðræðið, og hvort Alþingiskosningarnar 2021 hafi verið sögulega leiðinlegar.
Allt útlit er fyrir að árið í ár verði það fyrsta þar sem meðalhiti á jörðinni fer yfir 1,5 gráðu markmiðið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags, kemur og ræðir það helsta sem er í loftslagsdeiglunni þessa dagana.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, fer yfir ýmis orð tengd jólunum.
Tónlist og stef í þættinum:
St. Vincent - Tiempos Violentos
Mars Volta - Aegis
Moses Hightower - Feikn
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Þegar líður fer að jólum er ekki laust við að álagið verður meira og meira, jafn vel of mikið fyrir marga. Það á að njóta og njóta svo margs. Í rauninni hlöðum við afskaplega miklu, auk gríðarlegra væntinga, ofan á vinnuna, fjölskylduna og allt hitt í lífinu og svo geta peningaáhyggjur komið ofan á það allt saman. Hrund Þrándardóttir sálfræðingur var hjá okkur í dag og við minntum okkur á að fara ekki fram úr okkur í aðdraganda jólanna og að við náum raunverulega að njóta, frekar en kannski bara að þjóta.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni og vinkill dagsins var að þessu sinni lagður við líkindi milli okkar Íslendinga og frændþjóðarinnar Íra. Guðjón gerði tilraun til að varpa ljósi á þau og síðan, hann lagði svo leið sína á nokkrar írskar krár og velti því fyrir sér sem þar fer fram, auk þess sem tölulegar staðreyndir er varða stærsta brugghús borgarinn voru fram bornar.
Út er komin árlega Jólabók Blekfjelagsins, örsagnasafn meistaranema í ritlist við Háskóla Íslands. Yfirskriftin þetta árið er Ómerkt. Sögurnar eru 28 og allar telja þær nákvæmlega 88 orð, auk titils. Blekfjelagið hefur gefið út jólabók samfellt í 13 ár. Sú fyrsta kom árið 2012 og þá töldu sögurnar stranglega 100 orð auk titils. Á hverju ári fækkar orðunum um eitt og fyrir vikið eru þau núna 88. Við heyrðum fyrri hluta örsagnanna í dag og svo verður seinni hlutinn á dagskrá í þættinum á fimmtudaginn. Höfundar sagnanna í þessum fyrri hluta voru: Elín Elísabet Einarsdóttir, Védís Eva Guðmundsdóttir, Sólveig Auðar, Áslaug, Karólína Rós Ólafsdóttir, Aron Martin Ásgerðarson, Hera Fjörd, Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, Guðmundur Erlingsson, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Katrín Mixa, Ingunn Eyþórsdóttir, Guðrún Friðriks og Kolfinna Nikulásdóttir.
Tónlistin í þættinum
Léttur yfir jólin / Ríó Tríó (írskt þjóðlag, texti Jónas Friðrik)
Þorláksmessukvöld / Ragnheiður Gísladóttir og Brunaliðið (Mel Tormé & Robert Wells, texti Þorsteinn Eggertsson)
Jingle bells / Frank Sinatra (James Lord Pierpont)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Í byrjun desember í fyrra vörðum við heilum degi um borð í leið 4, strætó sem keyrir úr Mjódd niður á Hlemm um Breiðholtið. Í dag heyrum við sögur fólks sem ferðaðist með vagninum síðastliðin föstudag. Strákur á leið að fá sér drekatattú, stuðningsfulltrúi á leið heim úr vinnu, Venesúelskur söngvari á leið til sálfræðings og danskur kökuskreytingameistari situr undir stýri. Í Lestinni í dag endurflytjum við einn af okkar uppáhaldslestarþáttum.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Á dögunum var sagt frá því að Alvotech ætli að byggja þrjá leikskóla en áður hefur verið nokkur umræða um aðkomu atvinnulífsins að leikskólastiginu. Við ætlum að ræða þessi mál við Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Við höldum síðan áfram að ræða jólamatinn, í þetta skiptið grænkera- og vegan mat, við Hrafnhildi Gunnarsdóttur, veitingakonu.
Bergdís Ester Gísladóttir Jensen verður á línunni frá Færeyjum þegar við ræðum færeyska ríkisútvarpið og uppsögn útvarpsstjórans þar eftir að í ljós kom að hann hefði heimilað einum manni að sleppa við útvarpsgjaldið.
Af hverju að valda upplýsingaóreiðu um mettaða fitu? Svona hefst pistill sem Jóhanna E. Torfadóttir, næringar- og lýðheilsufræðingur, Lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis birti á vísi um helgina. Þar koma þau inn á háværar raddir um að hátt kólesteról í blóði og mettuð fita úr mat séu skaðlaus og í raun margra ára misskilningur að tengja slíkt við hjartasjúkdóma. Við ræðum málið við Jóhönnu.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi tækninnar.
Enn á ný hefur Andrés prins náð að valda usla, jafnt innan bresku konungsfjölskyldunnar sem og í öllu samfélaginu. Í þetta skiptið er það vegna vináttu hans við meintan kínverskan njósnara. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður fer yfir málið með okkur.
Útvarpsfréttir.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Wright bræður flugu sitt fyrsta almennilega 12 sekúndna flug á þessum degi árið 1903, sem litar svo sem ekki daginn okkar en það er mikilvægt að það gerðist margt á þessum degi í gegnum söguna. Simpsons hófu líka göngu sína sem er stórmerkilegt. Annars vorum við í jólastuði í bland við alls kyns laug af annarskonar tónlist.
Lagalisti:
Friðrik Ómar - Jóla jóla.
TOM PETTY - Learning To Fly.
DUA LIPA - Dance The Night.
Simpsons, The - Do the bart man.
MAHMOOD - Soldi (Eurovisíon 2019 - Ítalía).
Fender, Sam - People Watching.
Men without Hats - The Safety Dance.
Bogomil Font, Rebekka Blöndal, Kristjana Stefánsdóttir - Hæ jólasveinn.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
HERA BJÖRK - Ilmur Af Jólum.
200.000 NAGLBÍTAR - Láttu Mig Vera.
ICEGUYS - Þessi týpísku jól.
DEPECHE MODE - Personal Jesus.
Coldplay - ALL MY LOVE.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.
KK & STEFÁN KARL - Aleinn Um Jólin.
Thee Sacred Souls - Live for You.
Gossip - Heavy Cross.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
PELICAN - Jenny darling.
Hjálmar - Vor.
Lón - Rainbow.
ELTON JOHN - Rocket Man (I Think It's Going To Be A Long Long Time).
MARIAH CAREY - All I Want For Christmas Is You.
TRAIN - Drops of Jupiter.
Sigríður Beinteinsdóttir, Baggalútur - Hótel á aðfangadag.
DAVID BOWIE - Changes.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
DJ Snake, Bieber, Justin - Let me love you.
Mars, Bruno, Rosé - APT..
Silva and Steini - Litli stúfur.
BILLY JOEL - Piano Man.
SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.
JÓHANNA GUÐRÚN - Löngu liðnir dagar.
SUFJAN STEVENS - Get behind me Santa.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld í Rússlandi heita tafarlausum hefndum vegna morðs á hershöfðingja í Moskvu í morgun. Leyniþjónusta Úkraínu réð hann af dögum í sérstakri aðgerð.
Ritun stjórnarsáttmála Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er hafin sem gefur sterka vísbendingu um að myndun ríkisstjórnar þessara flokka sé í burðarliðnum. Ekkert hefur verið gefið upp um skiptingu ráðuneyta nema að þeim verði fækkað.
Verð á sumri matvöru, til dæmis kaffi, hefur hækkað þrefalt meira en almennt verðlag. Formaður Neytendasamtakanna segir engu líkara en að farið sé að panta verðhækkanir fram í tímann - birgjar þurfi að sýna ábyrgð.
ASÍ hefur þungar áhyggjur af stöðu ætlaðra þolenda Quangs Lés. Brýnt sé að verðandi ráðherrar taki vinnumansal föstum tökum; málið hafi mikið fordæmisgildi.
Borgarstjóri segir að mögulegur fyrirtækjaleikskóli Alvotech myndi starfa eftir menntastefnu Reykjavíkurborgar líkt og aðrir leikskólar. Þar yrðu líka önnur börn en börn starfsfólks og forgangsraðað eftir aldri barna.
Ekki var að sjá að loðnan væri langt komin í hrygningargöngu sinni austur með landinu, í vikulöngum rannsóknarleiðangri sem lauk í gær. Því er ekki talið aðkallandi að fara strax eftir áramót í frekari mælingar.
Neyðin er mikil í ár segir kona sem sinnt hefur mataraðstoð á Akureyri undanfarinn áratug.
Verðandi Bandaríkjaforseti sakar ríkisstjórn landsins um að leyna upplýsingum um torkennileg loftför sem sést hafa yfir New Jersey. Stjórnvöld hafna þessu.
Ísland á ágætis möguleika á að komast áfram á EM kvenna í fótbolta 2025 að mati sérfræðings.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa í góðum fíling í Popplandi dagsins. Þátturinn var jólalegur enda vika til stefnu, allskonar ný íslensk jólalög á boðstólnum og jóla-plata vikunnar á sínum stað, Christmas with Silva & Steini, póstkort frá TÁR og margt fleira.
ELLÝ VILHJÁLMS - Það Heyrast Jólabjöllur.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Margrét Eir Hönnudóttir - Minn eini jólasveinn.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
HJÁLPARSVEITIN, HJÁLPARSVEITIN - Hjálpum Þeim.
HLJÓMAR - Jólasveinninn Minn.
Björgvin Halldórsson - Snæfinnur Snjókarl.
Gunnar Þórðarson - Jól.
OF MONSTERS & MEN - Little Talks.
Cyrus, Miley, Beyoncé - II MOST WANTED.
FLEETWOOD MAC - Landslide.
SVALA - Þú Og Ég Og Jól.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Silva and Steini - Christmas Time is Here.
SNOW PATROL - Chasing Cars.
Irglová, Markéta - Vegurinn heim.
EURYTHMICS - Winter Wonderland.
JEFF WHO? - Congratulations.
Teddy Swims - The Door.
THE LUMINEERS - Ho Hey.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
Teitur Magnússon - Jólin hljóta að vera í kvöld.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.
ICEGUYS - Þegar jólin koma.
TODMOBILE - Lestin.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
Bryan, Zach - This World's A Giant.
PRINCE - When doves cry.
Kravitz, Lenny - Honey.
GWEN STEFANI - You Make It Feel Like Christmas (ft. Blake Shelton).
Chinese American Bear - Kids Go Down.
ÞRJÚ Á PALLI - Það á að gefa börnum brauð.
PÁLMI GUNNARS - Gleði og friðarjól.
SILVA OG STEINI - Litli Stúfur.
VILLI NETO & VIGDÍS HAFLIÐA - Hleyptu ljósi inn.
NOAH KAHAN - Stick Season.
COLDPLAY - Christmas Lights.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Þessa dagana er mikið rætt um verðhækkanir á vöru og þjónustu sem taka eiga gildi um áramótin. En hvernig getum við spornað við því að heimilisbókhaldið fari á hliðina í kjölfarið? Til að mynda með að vera betri neytendur og gera verðsamanburði. Vefsíðan Aurbjörg hjálpar til við þetta með því að birta samanburð á verði á húsnæðislánum, tryggingum, rafmagni og fleira. Til að segja okkur hvernig við getum nýtt okkur síðuna kom til okkar Jón Jósep Snæbjörnsson sem sér um viðskiptatengls hjá Aurbjörgu.
Viðburðardagatalið hjá börnum og fjölskyldum þeirra í desember er ansi þétt bókað. Unnur Ösp leikkona tjáði sig um þessi mál á FB í gær og ekki stóð á viðbrögðum, margir voru sammála því að það væri allt of mikið að gera í des, jólaföndur, jólaböll, tónleikar, samverustundir og og og. Ólöf Sigurbjörg Sigurðardóttir fyrrverandi skólastjóri og kennari til margra ára lét líka sína skoðun í ljós og hún segist sammála því að streita bara sé of mikil í desember en þar sé ekki skólanum um að kenna. Ólöf kom til okkar á eftir og ræddi þessi mál.
Fremsti rakarakvartett Íslands, kvartettinn Barbari söng fyrir hlustendur rásar 2 í dag en þeir halda tónleika í Háteigskirkju á föstudaginn.
Og í lok þáttar ætlum við að heyra í Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkurbæjar en hann er nýkominn af bæjarstjórnarfundi. Bærinn hefur kveikt ljósin á ný og einhver starfsemi er í gangi og líklega einhverjir sem ætla að dvelja í bænum yfir jól og áramót. Við heyrðum í Fannari
Sniglar í samvinnu við Endurvinnsluna hafa tekið höndum saman og safna dósum og gleri fyrir Vegagerðina! Og við spyrjum; Fyrir Vegagerðina? Jokka G Birnudóttir er í stjórn Sniglanna og hún sagði okkur betur frá.
Það berast gleðitíðindi úr Bláfjöllum því nú er stefnt að því að opna hluta svæðisins á morgun - Einar Bjarnason rekstarstjóri var á línunni hjá okkur
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Kerfið er ekki nógu gott þegar kemur að heimilisofbeldi og nýleg mál, sýna hve alvarlegar afleiðingarnar eru, segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra.
Sérfræðingur hjá ASÍ segir mikla verðhækkun á raforku bitna á heimilum og fyrirtækjum. Kílówattstund af raforku hefur mest hækkað um 37% frá fyrra ári.
Hægt er að breyta umdeildu vöruhúsi í Mjódd, segir hönnuður hússins. En að borgin þurfi að borga. Sviðsstjóri skipulagssviðs lofar samtali.
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innviðir í Sýrlandi ráði ekki við að fjöldi brottfluttra snúi strax heim á ný eftir að Assad var steypt af stóli.
Meginniðurstaða fundar tíu ríkja í Norður-Evrópu er áframhaldandi stuðningur við Úkraínu. Utanríkisráðherra Íslands segir bókstaflega barist fyrir hagsmunum okkar á vígvellnum þar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það er hægt að gera breytingar á græna vöruhúsinu sem byrgir íbúum fjölbýlishúss við Árskóga sjö í Reykjavík sýn. Þetta segir annar af hönnuðum hússins. En það er borgarinnar að greiða fyrir það. Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri skipulagssviðs Reykjavíkur segist engu geta lofað öðru en samtali.
Það hefur mikið verið rætt um taktískar kosningar í ár, fyrst í forsetakosningunum og svo í Alþingiskosningunum um daginn og nú er búið að rannsaka hvernig fólk kaus taktíkst í forsetakosningunum og hve margir. Rætt er við Viktor Orri Valgarðsson doktor í stjórnmálafræði.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Silva & Steini - Christmas Time Is Here
Ingibjörg - Þannig eru jólin
Kristján Ingimarsson - Lonely Christmas
Hr. Eydís og Erna Hrönn - Þegar eru að koma jól
Jólakötturinn - Ég er Jólakötturinn
Kailash Youze - Jólastúfar
Hildur Jóns - Hin fullkomnu jól
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Lumineers, The - Deck The Halls.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Cat Power - Have yourself a merrry little Christmas.
Rogers, Maggie - In The Living Room.
Valdimar Guðmundsson Tónlistarm., Emmsjé Gauti, Snorri Helgason - Bara ef ég væri hann.
DAFT PUNK - Fragments of Time (feat. Todd Edwards).
Etienne de Crecy, Alexis Taylor - World Away.
PAUL McCARTNEY - Wonderful Christmas Time.
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak.
KK, Magnús Jóhann Ragnarsson, GDRN - Það sem jólin snúast um.
Khruangbin - Christmas Time is Here.
Rakel Sigurðardóttir, Lón - Jólin eru að koma.
Adrianne Lenker - Snow Song.
Zach Bryan - This World's A Giant.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Charley Crockett - Solitary Road.
Elli Grill - Nú koma jólin
Izleifur - Plástur.
Anitta, Weeknd - Sao Paulo.
XXX Rottweiler hundar - Voff.
Trigga, Chase and Status, Bou, Flowdan, Takura, IRAH - Baddadan.
Cat Burns - Gravity.
Bruno Mars, Rosé - APT..
Fat Dog - Peace Song.
Kneecap - Guilty Conscience.
Laufey - Santa Baby.
Raveonettes, The - Snowstorm.
She and Him - Let it snow.
Hildur - Draumar.
Gray, Saya - SHELL (OF A MAN).
Jónína Björt, Andrés Vilhjálmsson - Óopnuð jólagjöf.
Lola Young - Messy [Clean].
MORÐINGJARNIR - Jólafeitabolla.
Casablancas, Julian - Christmas Treat.
Fontaines D.C. - Bug.
Radiohead - Little By Little
070 Shake - Elephant
Clipping - Keep Pushing
Marie Davidson - Sexy Clown
Bomb the Bass - Beat Dis
Hot Chip, Sleaford Mods - Nom Nom Nom
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Síðustu jólagestatónleikar Björgvin Halldórssonar eru framundan næsta laugardag í Laugardalshöll.
Þetta byrjaði allt með fyrstu jólagestaplötunni árið 1987. Eða byrjaði þetta þegar Björgvin var í Hljómum fyrir 50 árum og söng um Snæfinn snjókarl?
Björgvin er mikill jólamaður og framkvæmdamaður. Hann er vissulega söngvarinn úr Hafnarfirði, en hann hefur líka verið útvarpsstjóri og sjónvarpsstjóri, upptökustjóri platna og útgefandi og margt fleira. Hann er jólakóngurinn, hefur gert flestar jólaplötur og haldið stærstu jólatónleikana.
Björgvin er jólagestur Rokklands í dag og við ætlum að tala um söguna, líta yfir farinn veg og spila jólamúsík með jólagestum Björgvins.