07:03
Morgunvaktin
Mannréttindi fótum troðin, Berlínarspjall og Churchill
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu verður haldið í Sádí-Arabíu eftir tíu ár. Um það var formlega tilkynnt í síðustu viku af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd víða um heim, meðal annars af fjölmörgum mannréttindasamtökum, sem segja beinlínis hættulegt að halda mótið þar. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, ræddi um mannréttindi í þessu vellauðuga ríki.

Og svo eru það þýsk málefni: Stjórn Olafs Scholz er formlega búin að vera eftir vantraust í þýska þinginu í gær. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá fjörlegum stjórnmálaumræðum og við spáðum í spilin fyrir kosningarnar í febrúar. Jólatré komu líka við sögu í Berlínarspjalli dagsins.

Stjórnmálamenn eru af ýmsu tagi, eins og fólk allt. Almennt er talið að Winston Churchill hafi verið framúrskarandi og í raun einstakur sökum stjórnvisku og ekki síður framsýni. Sjálfsagt hafa verið skrifaðar fleiri bækur um Churchill en nokkurn annan stjórnmálamann og nýverið kom út ein slík á íslensku þar sem farið er yfir eitt og annað sem hann sá fyrir að myndi gerast, stundum löngu fyrr. Þýðandinn, Magnús Þór Hafsteinsson, spjallaði um þennan merkilega eiginleika Churchills.

Tónlist:

Timo Väänänen - Verso.

Anna Gréta Sigurðardóttir - Carry me across the sky.

Nat King Cole - O Tannenbaum.

Noel Coward - Mad dogs and Englishmen.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,