20:30
Samfélagið
Lognmolla í ólgusjó, Meðalhitinn yfir 1,5, Jólamálfarsspjall
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Í síðustu viku gáfu stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands út bók sem byggir á íslensku kosningarannsókninni, og beinir sjónum sínum einna helst að alþingiskosningunum 2021 og íslenskum kjósendum í áranna rás. Tveir af höfundum bókarinnar, Jón Gunnar Ólafsson og Hulda Þórisdóttir, ætla að setjast hjá okkur og ræða bókina, lýðræðið, og hvort Alþingiskosningarnar 2021 hafi verið sögulega leiðinlegar.

Allt útlit er fyrir að árið í ár verði það fyrsta þar sem meðalhiti á jörðinni fer yfir 1,5 gráðu markmiðið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags, kemur og ræðir það helsta sem er í loftslagsdeiglunni þessa dagana.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, fer yfir ýmis orð tengd jólunum.

Tónlist og stef í þættinum:

St. Vincent - Tiempos Violentos

Mars Volta - Aegis

Moses Hightower - Feikn

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 58 mín.
e
Endurflutt.
,