12:42
Þetta helst
Kínagrýla eða réttmætar áhyggjur af njósnum á Íslandi?
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Bandarísk þingnefnd skrifaði nýlega bréf til tveggja ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps þar sem hún lýsir áhyggjum af mögulegum njósnum Kína á Íslandi. Njósnirnar eiga mögulega að geta farið fram í gegnum norðurljósamiðstöð Kína á Kárhóli í Þingeyjarsýslu.

Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar er nokkuð dularfull og virðast íslensk stjórnvöld vita lítið um hana. Eftirlit Íslands með rannsóknarmiðstöðinni er sömuleiðis ekkert.

Rætt er við Bjarna Má Magnússon, deildarforseta lögfræðideildar Háskólans á Bifröst, um rannsóknarmiðstöðina. Hann telur að bréfið og grein sem skrifuð var um rannsóknarmiðstöðina, þar sem Ísland er sagt vera Trójuhestur Kína á Íslandi, sýni að Donald Trump ætli sér að taka upp harðari stefnu gegn Kína.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,