12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 28. júní 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Joe Biden Bandaríkjaforseti olli Demókrötum vonbrigðum í fyrstu forsetakappræðunum við Donald Trump. Sérfræðingur í kappræðum segir frammistöðu hans líklega þá verstu í sögunni.

Íslensk heimili flykkjast í verðtryggð lán samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægar en áður var talið.

Ný húsaleigulög sem samþykkt voru rétt fyrir þinglok duga skammt að mati leigjendasamtakana. Þau segja ástandið á húsnæðismarkaði skýrast af skilningsleysi stjórnvalda og gróðavon fjárfesta.

Betur þarf að kortleggja stöðu aldraðra og fatlaðra Grindvíkinga og finna lausnir ef glufur eru í kerfinu segir formaður Grindavíkurnefndar.

Landris hefur aukist síðustu daga í Svartsengi. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir að haldi landris áfram á þessum hraða - megi búast við öðru gosi.

Meirhluti sveitarstjórnar í Þingeyjarsveit er sprunginn. Þrír af fimm fulltrúum meirihluta E-lista sögðu skilið við listann á fundi sveitarstjórnar í gær.

Orkumótið er hafið í Vestamannaeyjum og þúsundir eru þangað komnar til að eyða helginni á knattspyrnumótinu.

Hornfirðingar íhuga að breyta Humarhátíðinni sinni og upphefja kartöflur í staðinn enda má ekki lengur veiða humar. Á morgun greiða þeir atkvæði um málið á hátíð hinnar hornfirsku kartöflu.

Fyrri undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Breiðablik getur komið sér í úrslit bikarkeppninnar fjórða árið í röð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,