15:03
Ris og fall flugeldahagkerfa
Sannleikurinn er þarna úti einhvers staðar.
Ris og fall flugeldahagkerfa

Fjallað er um sögu fjármálamarkaða og mannlegt eðli í heimi peninga, freistingar og græðgi. Íslenska efnahagshrunið er borið saman við þekkt söguleg flugeldahagkerfi s.s. ENRON. Hagfræðingar, geðlæknar, siðfræðingar, sagnfræðingar og þátttakendur í íslenska efnahagsunrinu tjá sig um þá atburði sem leiddu til hrunsins mikla í október 2008. Í þáttunum er ennfremur rifjaðar upp fréttir, viðtöl og samsæriskenningar í bland við tónlist og fróðleik um manninn, fjármál og heimssöguna.

Höfundur þáttanna er Þórður Víkingur Friðgeirsson verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík.

(Áður á dagskrá 2010)

Í þættinum er haldið áfram að fjalla um samsæriskenningar um heimsyfirráð hinna fáu útvöldu. Átök í Suður Ameríku, Asíu og á Arabíuskaganum eru rifjuð upp. Viðskiptalíkanið sem heldur heiminum í greip sér er útskýrt með orðum fyrrum efnahagsböðulsins John Perkins.

Er aðgengilegt til 28. júní 2025.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,