11:03
Sumarmál
Ferðasaga Tómasar R Einarssonar og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Við bjóðum uppá ferðasögu í Sumarmálum á föstudögum í sumar og í dag var það tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Tómas R Einarsson sem sagði okkur frá Kúbu en hann hefur farið 17 sinnum þangað.

Það hefur ýmislegt breyst á Kúbu á þessum 17 árum og ekki allt til hins betra en tónlistin er á sínum stað, tónlistin sem heillaði Tómas uppúr skónum á sínum tíma og varð til þess að hann fór margar ferðir með íslenskt tónlistarfólk þangað og hljóðritaði nokkrar plötur.

Fugl dagsins var svo á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Spjallað við bændur - Tómas R. Einarsson og hljómsveit

Bye, bye Blackbird. - Kristjana Stefánsdóttir, Agnar Már Magnússon

Bubbi Morthens - Sól bros þín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,