Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Magnea Sverrisdóttir, djákni, flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Í spjalli um efnahag og samfélag sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. frá nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif þess fyrir Liverpool á Englandi að Söngvakeppnin var haldin þar í fyrra. Eru þau metin á tíu milljarða króna. Hann ræddi líka um fjárhagsvandræði enskra knattspyrnuliða, einkum Everton, og vexti, pitsur og Íslandshótel að auki.
Að þessu sinni talaði Arthur Björgvin Bollason frá Fljótshlíðinni en hann er hér í föruneyti þýskra sjónvarpsmanna sem vinna að gerð þáttaraðar um fornsögurnar. Skörtuðu Njáluslóðir sínu fegursta en þaðan lá leiðin til Þingvalla og svo í Borgarfjörð, sögusvið Eglu.
Hvers vegna er aðsetur forseta Íslands á Bessastöðum? Að því var spurt í þáttaröðinni Í þjónustu þjóðar sem var útvarpað 2016. Brot var leikið þar sem Sigríður Agnes Sigurðardóttir sagfræðingur sagði þá sögu Bessastaða og Örnólfur Thorlacius rifjaði upp heimsókn þangað á æskuárunum.
Tónlist:
Morning dew - Bonnie Dobson,
Autumn leaves - Tyshawn Sorey Trio,
I got it bad and thad ain´t good - Keith Jarrett,
Why do I love you? - Margaret Whiting.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í þættinum um stærsta nýsköpunar- og frumkvöðlaviburð sem haldinn er hér á landi, einmitt þessa dagana; Iceland Innovation Week. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar og þar gefst frumkvöðlum og fyrirtækjum kostur á að standa fyrir viðburðum og kynna starfsemi sína. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stofnaði Iceland Innovation Week ásamt Eddu Konráðsdóttur. Melkorka er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessari viku og viðburðinum sem hefur vaxið gríðarlega á þeim fjórum árum síðan hann var haldinn fyrst.
Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní næstkomandi. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir frá kl. 9:00 til 22:00. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért á kjörskrá þá má fletta því upp og hvernig gerir maður grein fyrir sér á kjörstað? Jú, með skilríkjum en hvers konar skilríki eru tekin gild?. Nýir kjörstaðir hafa bæst við síðan síðast og búið er að opna fyrir atkvæðagreiðslu utankjörfundar. Við fórum yfir nokkur praktísk atriði með Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar í þættinum.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Við ræddum við hann um sólstorminn sem skall á um helgina og við misstum af vegna þess að það var of skýjað. Einar fræddi okkur um litróf norðurljósanna og truflanir sem geta orðið á fjarskiptum og raforkulutningi. Þetta var mesti sólstormur frá því í oktobér 2003 og tengist 11 ára sólsveiflunni svokölluðu. Svo ræddum við aðeins um klaka í jörðu sem óðum er að hverfa og hvernig jarðvegshitamælingar geta sagt til um leysingu klakans og aurbleytu. Svo að lokum skoðuðum við hvaða ytri þættir kunna að móta sumarveðráttuna hjá okkur og Einar fjallaði aðeins um þá og vísbendingar í veðurlagsspám, til dæmis fyrir hvítasunnuhelgina.
Tónlist í þættinum í dag:
Talað við gluggann / Bubbi (Bubbi Morthens)
Við arineld / Vala Guðnadóttir (Magnús Eiríksson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Kúbanska / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Viðhorf tryggingafélaga til geðsjúkdóma eru gamaldags, að mati framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Alvarlegt sé að heilbrigðistryggingar nái ekki utan um geðrænan vanda, eins og staða manns sem veiktist á ferðalagi í Bandaríkjunum sýni.
Slagsmál brutust út í þinginu í Georgíu í morgun í umræðum um umdeilt lagafrumvarp um erlent eignarhald fjölmiðla og samtaka. Frumvarpið var samþykkt nú í hádeginu.
Rússar segjast sækja djúpt inn fyrir varnir Úkraínumanna í Kharkiv-héraði og hafi hertekið annað þorp þar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir aðstoð þeirra til Úkraínu á leiðinni.
Þeim sem eru á flótta innan eigin lands fjölgaði mikið vegna stríðsátaka í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Talsverð brögð eru af því á fyrstu dögum strandveiða að sjómenn veiði umfram leyfilegan dagskammt. Umframaflinn, sem er kominn í 45 tonn, dregst frá heildaraflamarkinu.
Íslenskur læknir tók þátt í að sinna þeim sem slösuðust þegar íbúðarbygging hrundi í borginni George í Suður-Afríku fyrir rúmlega viku. 32 eru látnir og enn er leitað að fólki í rústunum.
Vatnslögn til Vestmannaeyja er enn mikið skemmd og óvíst hvort það verður gert við hana í sumar. Bæjarstjóri segir að Eyjamenn vilji ekki upplifa annan vetur með skaddaða vatnslögn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Stúdentar hafa sýnt Palestínufólki samstöðu víða um heim með mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gaza. Alda samstöðumótmæla stúdenta sem hófst við Columbia háskóla í New York um miðjan apríl hefur nú breiðst út um háskóla víða í Evrópu. Tjaldbúðir má sjá á háskólalóðum í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi og fleiri löndum.
Að mestu leyti fara þessi mótmæli friðsamlega fram, en athygli hefur vakið að lögregla hefur brugðist við af mikilli hörku, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Í þættinum er rætt við Veigar Ölni Gunnarsson meistaranema í Hollandi og Silju Báru Ómarsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að fjalla um húsnæðismál og íbúðaþróun - Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er hluti af hópi sem kallast Híbýlaauður - ég hitti hana á Hönnunarmars um daginn, við skoðuðum lególíkön af ýmsum blokkum, gömlum og nýjum, sem hafði verið raðað á langborð og ræddum stefnur og strauma í hönnun og byggingu fjölbýlishúsa, meðal annars hvort eldhúsglugginn væri að hverfa.
Við fræðumst um íslensk hundanöfn að fornu og nýju. Emily Lethbridge rannsóknardósent við Árnastofnun tók sig til og rannsakaði þessi mál í kjölfar þess að fjölskylda hennar fékk sér hund sem þurfti að finna nafn á.
Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunautar - hafast og hefjast.
Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi - sálfræðileg fjarlægð og útlit húsa.
Tónlist:
Beatles, The - All you need is love.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nú hann blæs.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur fengist við allskonar músík með allskonar hljómsveitum en mest með Helga og hljóðfæraleikurunum og Mógil. Þjóðlagatónlist hefur staðið henni nærri, en á síðustu árum hefur hún aðallega samið sinfóníska tónlist og sviðs- og kvikmyndatónlist.
Lagalisti:
Solo Acoustic Vol. 14 - Night
Korriró - Tungustapi
Bóðhófnir - Lán þitt engu líkt
Bóðhófnir - Ég lá ein
Óútgefið - Touch
Óútgefið - Harmur
Óútgefið - Stigninger og fall
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram segir frá leiðangrinum á Everest-fjall árið 1953. Þeir Hillary, Tenzing og fleiri ætla sér að verða fyrstir manna til að ná á efsta tind jarðar, en hættur leynast við hvert fótmál. En hverjir voru þessir kappar?
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á sýningunni Margpóla í Listasafni Íslands beinir Anna Rún Tryggvadóttir sjónum okkar að ósýnilegum kröftum sem hafa margvísleg áhrif á allt okkar líf. Þessir kraftar leynast í segulsviði jarðar og birtast okkur með ólíkum hætti á sýningunni í pastellituðum vatnslitaverkum og eldrauðum skúlptúr. Í ljóðrænni nálgun sinni á viðfangsefnið bendir Anna Rún meðal annars á mannhverfa sýn okkar á náttúruna og möguleg tengslarof við hana. Við hittum listamanninn við verkin í þætti dagsins.
Freyja Þórsdóttir heimspekingur verður einnig með okkur í dag. Að þessu sinni fjallar hún um gleði og drauma. Og við kynnum okkur einnig plötuna Fearless Movement úr smiðju bandaríska tónlistarmannsins, tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Kamasi Washington.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Glamúrinn á hinu víðfræga Met Gala-kvöldi í New York í síðustu viku hefur farið öfugt ofan í netverja síðan í síðustu viku. Myndir af stórstjörnum í skrautlegum og íburðarmiklum tískufatnaði fara um miðlana eins og eldur í sinu, og er gjarnan stillt upp andspænis myndum af hryllingi stríðsátaka og hungursneyðar. Nú er kallað eftir því að við blokkerum stjörnur og áhrifavalda á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvers vegna?
Baldur og Erla Hlín kynntust í djasshljómfræðitíma í MÍT, og stofnuðu í kjölfarið hljómsveitina Amor Vincit Omnia, sem kemur til með að senda frá sér sitt fyrsta lag á föstudaginn. Við tökum púlsinn á Baldri og Erlu, og frumflytjum lagið.
Gervigreindin færist inn á sífellt fleiri svið lífs okkar, það getur bæði vakið spennu og forvitini. Í sumum tilfellum vekur það upp siðferðislegar spurningar eða jafnvel ótta. Í dag er hægt að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum, sækja meðferð hjá gervigreindarspjallmennum sem hafa þá sérhæfingu að leiða fólk í gegnum allskonar sjálfsvinnu eða þerapíu. Og ein slík þjónusta er á vegum íslendings, Gunnars Jörgens Viggósonar og heitir Heartfelt services.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Nærri hálf milljón manna er talin hafa flúið frá Rafah á rúmri viku. Hjálpargögn og matur komast ekki inn á Gaza og Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á bílalestir hjálparsamtaka.
Öryggisvörður verður ráðinn á Borgarbókasafnið í Grófinni í Reykjavík þangað sem heimilislaust fólk og notendur vímuefna sækja mikið. Erfið atvik hafa komið upp segir safnstjóri.
Á hótelherbergi við Bláa lónið hefur rútubílstjóri að mestu dvalið frá því í janúar. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rýmingu hótelsins ef til goss kemur og má ekki yfirgefa það meðan eldgos vofir yfir.
Yfirlæknir á Landspítalanum segir að mögulega verði alvanalegt að græða erfðabreytt líffæri úr dýrum í menn í náinni framtíð.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Flutningur fólks sem sætt hefur mansali héðan til Afríku er merki um þá hörku sem færst hefur í útlendingamál, segir talskona Stígamóta Mikill hiti var í mótmælendum í miðborg Tiblisi í morgun, þegar þingið samþykkti afar umdeild lög, sem sögð eru grafa undan lýðræði og fjölmiðlafrelsi í landinu. Framkvæmdastjóri samtaka um vestræna samvinnu segir lögin greiða götu stjórnvalda til alræðis og enn er rætt við forsetaframbjóðanda, nú er það Jón Gnarr sem tók sér matarhlé til að ræða um forsetaembættið
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Umsjón: Sigyn Blöndal.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Augustins Hadelich fiðluleikara og fiðlu- og píanóleikarans Juliu Fischer í Casals Forum tónleikahúsinu í Kronberg í Þýskalandi í september í fyrra.
Á efnisskrá eru verk eftir Jean-Marie Leclair, Louis Spohr, Sergej Prokofjev og César Franck.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að fjalla um húsnæðismál og íbúðaþróun - Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er hluti af hópi sem kallast Híbýlaauður - ég hitti hana á Hönnunarmars um daginn, við skoðuðum lególíkön af ýmsum blokkum, gömlum og nýjum, sem hafði verið raðað á langborð og ræddum stefnur og strauma í hönnun og byggingu fjölbýlishúsa, meðal annars hvort eldhúsglugginn væri að hverfa.
Við fræðumst um íslensk hundanöfn að fornu og nýju. Emily Lethbridge rannsóknardósent við Árnastofnun tók sig til og rannsakaði þessi mál í kjölfar þess að fjölskylda hennar fékk sér hund sem þurfti að finna nafn á.
Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunautar - hafast og hefjast.
Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi - sálfræðileg fjarlægð og útlit húsa.
Tónlist:
Beatles, The - All you need is love.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nú hann blæs.
Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. Guðmundur Ólafsson les.
Sagan gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta nítjándu aldar, áður en tekið var að upphefja Þingvöll sem mesta helgistað landsins af skáldum og þjóðskörungum. Þá var Snorrabúð stekkur, eins og Jónas kvað.
Páll Þorláksson var prestur í Þingvallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst þykir að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar milli hins knáa húsbónda og Þingvallaklerks og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í þættinum um stærsta nýsköpunar- og frumkvöðlaviburð sem haldinn er hér á landi, einmitt þessa dagana; Iceland Innovation Week. Hátíðin er markaðsgluggi íslenskrar nýsköpunar og þar gefst frumkvöðlum og fyrirtækjum kostur á að standa fyrir viðburðum og kynna starfsemi sína. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir stofnaði Iceland Innovation Week ásamt Eddu Konráðsdóttur. Melkorka er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, kom í þáttinn og sagði okkur meira frá þessari viku og viðburðinum sem hefur vaxið gríðarlega á þeim fjórum árum síðan hann var haldinn fyrst.
Forsetakjör fer fram laugardaginn 1. júní næstkomandi. Kjörstaðir í Reykjavík eru opnir frá kl. 9:00 til 22:00. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért á kjörskrá þá má fletta því upp og hvernig gerir maður grein fyrir sér á kjörstað? Jú, með skilríkjum en hvers konar skilríki eru tekin gild?. Nýir kjörstaðir hafa bæst við síðan síðast og búið er að opna fyrir atkvæðagreiðslu utankjörfundar. Við fórum yfir nokkur praktísk atriði með Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar í þættinum.
Svo kom Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til okkar í veðurspjallið í dag. Við ræddum við hann um sólstorminn sem skall á um helgina og við misstum af vegna þess að það var of skýjað. Einar fræddi okkur um litróf norðurljósanna og truflanir sem geta orðið á fjarskiptum og raforkulutningi. Þetta var mesti sólstormur frá því í oktobér 2003 og tengist 11 ára sólsveiflunni svokölluðu. Svo ræddum við aðeins um klaka í jörðu sem óðum er að hverfa og hvernig jarðvegshitamælingar geta sagt til um leysingu klakans og aurbleytu. Svo að lokum skoðuðum við hvaða ytri þættir kunna að móta sumarveðráttuna hjá okkur og Einar fjallaði aðeins um þá og vísbendingar í veðurlagsspám, til dæmis fyrir hvítasunnuhelgina.
Tónlist í þættinum í dag:
Talað við gluggann / Bubbi (Bubbi Morthens)
Við arineld / Vala Guðnadóttir (Magnús Eiríksson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Kúbanska / Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Glamúrinn á hinu víðfræga Met Gala-kvöldi í New York í síðustu viku hefur farið öfugt ofan í netverja síðan í síðustu viku. Myndir af stórstjörnum í skrautlegum og íburðarmiklum tískufatnaði fara um miðlana eins og eldur í sinu, og er gjarnan stillt upp andspænis myndum af hryllingi stríðsátaka og hungursneyðar. Nú er kallað eftir því að við blokkerum stjörnur og áhrifavalda á öllum helstu samfélagsmiðlum. Hvers vegna?
Baldur og Erla Hlín kynntust í djasshljómfræðitíma í MÍT, og stofnuðu í kjölfarið hljómsveitina Amor Vincit Omnia, sem kemur til með að senda frá sér sitt fyrsta lag á föstudaginn. Við tökum púlsinn á Baldri og Erlu, og frumflytjum lagið.
Gervigreindin færist inn á sífellt fleiri svið lífs okkar, það getur bæði vakið spennu og forvitini. Í sumum tilfellum vekur það upp siðferðislegar spurningar eða jafnvel ótta. Í dag er hægt að leita sér hjálpar við andlegum kvillum sínum, sækja meðferð hjá gervigreindarspjallmennum sem hafa þá sérhæfingu að leiða fólk í gegnum allskonar sjálfsvinnu eða þerapíu. Og ein slík þjónusta er á vegum íslendings, Gunnars Jörgens Viggósonar og heitir Heartfelt services.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Íslenski tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá Solid Clouds hefur verið tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna sem besti tölvuleikur fyrir snjalltæki á árinu 2024. Fleiri hundruð leikir voru tilnefndir og fimm sem komust í úrslit, þar á meðal Starborne Frontiers. Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, ætlar að segja okkur af leiknum, fyrirtækinu sínu og verðlaununum.
Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa ákveðið að vinna sameiginlega að því að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða til að auka afhendingaröryggi vatns til framtíðar. Eins og kunnugt er skemmdist neðansjávarlögnin sem flytur vatn til Eyja þegar akkeri Hugins VE 55 fór í lögnina í innsiglingunni í Friðarhöfn. Á meðan á að leggja til hliðar ágreining um lagaleg atriði er lúta að núverandi framkvæmd og skyldum. Íris Róbertsdóttir bæjarstýra í Eyjum verður á línunni
Í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum á Reykjanesskaganum hafa um 8 til 13 milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú er magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Hvað nú? Benedikt G. Ófeigsson ræðir við okkur um stöðuna á Reykjanesinu.
Forsíða Neytendablaðisins er skreytt litskrúðugum bollakökum sem myndi sæma vel í hvaða barnaafmæli sem er. Nema hvað forsíðan vísar á grein um skaðsemi litarefna í matvælum og áhrif þeirra á ofvirkni barna. Vísindin eru ekki ný en þó enn umdeild. Hvað er vitað um þessi mál? Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við matvæla og næringarfræðideild HÍ spjallar við okkur um það.
Heitar umræður hafa skapast í samfélaginu um réttmæti þess að fólk temji sér að beita tungumálinu á kynhlutlausan hátt. Skoðanapistlarnir fljúga inn hver á fætur öðrum um það hvort munnvatn spýtist um of milli tannanna á fólki við að tala um fólk frekar en menn, hvort mannkyn og mennska heyri brátt sögunni til og hvort við séum hreinlega öll orðin kolrugluð. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur skoðað málið í sögulegu samhengi og lítur við hjá okkur.
Og í lok þáttar þá ætlum við að tala um norðurljósaveisluna um helgina og hvernig segulstormar trufla gps gervitungl þegar Sævar Helgi Bragason kemur til okkar.
Tónlist:
Mannakorn - Ef Þú Ert Mér Hjá.
Björg Pé - Timabært.
Sting, Clapton, Eric - It' s probably me.
Nýdönsk - Horfðu Til Himins.
Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).
Sister Sledge - He's the greatest dancer.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Jón Frímansson, Jónfrí mætti í heimsókn og sagði hlustendum frá útgáfutónelikum sínum í Iðnó á föstudaginn. Sérstakir gestir á tónleikunum verður hljómsveitin Julian Civilian.
Doddi skoðaði nokkur fréttastef, til dæmis fréttastef BBC en það er samið af manni sem átti einnig stóran poppsmell á svipuðum tíma.
Einnig heyrðum við sjónvarpsfréttastef RUV og Stöðvar 2 en þau eru samin af sama manninum! Birgi Tryggvasyni.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-05-14
BJÖRK - Come to me.
Jakob Frímann Magnússon - Sól í dag.
SUPERGRASS - Alright.
KUSK - Sommar.
Kravitz, Lenny - Human.
Djo - End of Beginning.
Spandau Ballet - Lifeline.
Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
Lada Sport - Næturbrölt.
Abba - Fernando.
Fríða Hansen - Það var komið sumar.
Teddy Swims - The Door.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ekki Nema Von.
Stiltskin - Inside.
Bríet - Hann er ekki þú.
Leila K, Rob 'n' Raz - Got To Get.
Carpenter, Sabrina - Espresso.
Murad, Bashar - Stone.
Ngonda, Jalen - Illusions.
Touch and Go - Would you...?.
QUARASHI - Mr. Caulfield.
Franklin, Aretha - Rock steady.
VALDIMAR - Svartir hrafnar.
Kristín Sesselja - Exit Plan.
Jónfrí, Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.
Sigrún Stella - Kveðja.
200.000 NAGLBÍTAR - Stopp Nr. 7.
Kiriyama Family - How long.
VINYL - Hún Og Þær.
IMAGINATION - Just An Illusion.
ELÍN HALL & GDRN - Júpíter.
Molko, Brian, Tinlicker - Nowhere To Go [Single Edit].
REBEKKA BLÖNDAL - Sólarsamban.
STUÐMENN - Sumar Í Reykjavík.
Bang Gang - Sleep
Jóhanna Guðrún - Hetjan
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Viðhorf tryggingafélaga til geðsjúkdóma eru gamaldags, að mati framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Alvarlegt sé að heilbrigðistryggingar nái ekki utan um geðrænan vanda, eins og staða manns sem veiktist á ferðalagi í Bandaríkjunum sýni.
Slagsmál brutust út í þinginu í Georgíu í morgun í umræðum um umdeilt lagafrumvarp um erlent eignarhald fjölmiðla og samtaka. Frumvarpið var samþykkt nú í hádeginu.
Rússar segjast sækja djúpt inn fyrir varnir Úkraínumanna í Kharkiv-héraði og hafi hertekið annað þorp þar. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir aðstoð þeirra til Úkraínu á leiðinni.
Þeim sem eru á flótta innan eigin lands fjölgaði mikið vegna stríðsátaka í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Talsverð brögð eru af því á fyrstu dögum strandveiða að sjómenn veiði umfram leyfilegan dagskammt. Umframaflinn, sem er kominn í 45 tonn, dregst frá heildaraflamarkinu.
Íslenskur læknir tók þátt í að sinna þeim sem slösuðust þegar íbúðarbygging hrundi í borginni George í Suður-Afríku fyrir rúmlega viku. 32 eru látnir og enn er leitað að fólki í rústunum.
Vatnslögn til Vestmannaeyja er enn mikið skemmd og óvíst hvort það verður gert við hana í sumar. Bæjarstjóri segir að Eyjamenn vilji ekki upplifa annan vetur með skaddaða vatnslögn.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon
Lovísa Rut var í sólskinsskapi í Popplandi þennan þriðjudaginn. Mikið stuð, mikið nýtt, meðal annars frá Ultraflex, Emilíönu Torrini, Aroni Can, Tame Impala, Bashar Murad, Lón, Overmono og fleirum. Plata vikunnar var á sínum stað og þessar helstu tónlistarfréttir.
MUGISON - Sólin Er Komin.
Jungle - Back On 74 [Radio Edit].
Una Torfadóttir, Sigurður Guðmundsson - Þetta líf er allt í læ.
ABBA - Mamma mia.
Bashar Murad - Stone.
THE JAM - Going Underground.
Prins Póló, Moses Hightower - Eyja.
Dua Lipa - Illusion.
PAOLO NUTINI - Candy.
Maggie Rogers - Don't Forget Me.
Lón - Hours.
Kiriyama Family - Imagine.
Jamiroquai - Space cowboy.
SYKUR - Reykjavík.
Overmono & The Streets - Turn The Page.
HURTS - Wonderful Life.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
MÚGSEFJUN - Sendlingur og sandlóa.
Spilverk þjóðanna - Miss You.
LORDE - Take Me to the River.
GDRN - Háspenna.
Jónfrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel.
Duke Dumont - Ocean drive.
Tame Impala & Justice - Neverender.
The Weeknd - Blinding Lights.
Ultraflex - Say Goodbye.
DAVID BOWIE - China Girl.
Bill Withers - Lovely Day.
Snorri Helgason & Friðrik Dór Jónsson - Birta.
LAKE STREET DIVE - Hypotheticals.
BUBBI MORTHENS - Dansaðu.
EMILÍANA TORRINI - Miss Flower.
RÚNAR JÚLÍUSSON - Hamingjulagið.
BENNI HEMM HEMM - Ljósið.
THE WHITEST BOY ALIVE - Burning.
KIRIYAMA FAMILY - Disaster.
METRONOMY - The Look.
JADE BIRD - Uh Huh.
SIGRÚN STELLA - Circles.
JONI MITCHELL - Help Me.
ANDY SHAUF - Wasted on You.
SVAVAR KNÚTUR - Refur.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
TEDDY SWIMS - The Door.
BEYONCÉ - TYRANT.
ARON CAN - Monní.
Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar en á Stuðlum hafa börn og unglingar fengið stuðning, meðal annars vegna hegðunar og fíknivanda. Meðferðardeild Stuðla er mjög sérhæft úrræði sem hefur skipt sköpum fyrir marga. Er hægt að loka slíkri deild í fjórar vikur, er ekki þörf á henni allt árið um kring því fíknisjúkdómar fara jú ekki í sumarfrí ? Sigmar Guðmundsson alþingismaður kemur til okkar á eftir og ræðir við okkur.
Slæm umgengni við fatagáma Rauða krossins hefur vakið athygli en fjallað hefur verið í hverfagrúppum á feisbúkk að fatagámar séu fullir og að búið sé að tæta úr pokum. Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins kemur til okkar á eftir og við spyrjum hana hvað sé til ráða ?
Ásdís Rán Gunnarsdóttir verður á grillinu í dag í Síðdegisútvarpinu en Ásdís Rán sem oft gengur undir nafninu Ice Queen hefur vakið mikla athygli með framboði sínu en með framboði sínu hefur hún hagsmuni þjóðarinnar og heiðarleika að leiðarljósi.
Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Vegurinn hefur verið lokaður síðan í fyrrahaust og Mjófirðingar hafa treyst á flóabátinn Björgvin. Við erum komin í samband við Mjóafjörð af þessu tilefni og á línunni hjá okkur er Sigfjús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Nærri hálf milljón manna er talin hafa flúið frá Rafah á rúmri viku. Hjálpargögn og matur komast ekki inn á Gaza og Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á bílalestir hjálparsamtaka.
Öryggisvörður verður ráðinn á Borgarbókasafnið í Grófinni í Reykjavík þangað sem heimilislaust fólk og notendur vímuefna sækja mikið. Erfið atvik hafa komið upp segir safnstjóri.
Á hótelherbergi við Bláa lónið hefur rútubílstjóri að mestu dvalið frá því í janúar. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rýmingu hótelsins ef til goss kemur og má ekki yfirgefa það meðan eldgos vofir yfir.
Yfirlæknir á Landspítalanum segir að mögulega verði alvanalegt að græða erfðabreytt líffæri úr dýrum í menn í náinni framtíð.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Flutningur fólks sem sætt hefur mansali héðan til Afríku er merki um þá hörku sem færst hefur í útlendingamál, segir talskona Stígamóta Mikill hiti var í mótmælendum í miðborg Tiblisi í morgun, þegar þingið samþykkti afar umdeild lög, sem sögð eru grafa undan lýðræði og fjölmiðlafrelsi í landinu. Framkvæmdastjóri samtaka um vestræna samvinnu segir lögin greiða götu stjórnvalda til alræðis og enn er rætt við forsetaframbjóðanda, nú er það Jón Gnarr sem tók sér matarhlé til að ræða um forsetaembættið
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Una Torfadóttir, Sigurður Guðmundssonm. - Þetta líf er allt í læ.
Ka-Oss - Fading away.
KUSK - Sommar.
Miniml Distortion - Lib-ra.
Freyr - Moon.
DayBright - Allt sem við værum.
Lewis, Rhys, Atli - Another.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
nýtt efni spilað frá Kusk, Pixey, Bat For Lashes, Jónfrí, Nas og Purple Disco Machine á þessum fallega þriðjudegi.
Dansaðu - Bubbi
Cardinal - Kasey Musgraves
Sommar - Kusk
Augnablik - ClubDub & Bríet
Dom hinner aldrig ikapp - Hjálmar & Timbuktu
I could be - Andervel & Elín Hall
Call - Kasabian
Home - Bat For Lashes
Robot Lovers - Willow Kayne
Million Dollar Baby - Pixey
Gott og vel - Jónfrí & Ólafur Bjarki
Starburster - Fontaines DC
MY LOVERS MIND - Driia
Sárum - Floni
Dance The Night - Dua Lipa
Illusions - Jalen Ngonda
Don't Ask (Lapsley remix) - Kaeto
Eart To Sea (Edit) - M83
Birta - Friðrik Dór & Snorri Helgason
The Door - Teddy Swims
Girl - Ider
Give It To Me Good - Sidepiece
Like I Say - Nilufer Yanya
The Hardest Part - Washed Out
I Forgot To Be Your Lover - The Black Keys
24 Seconds - hi.jens
Define My Name - Nas & DJ Premier
Næturbrölt - Lada Sport
I like the way you kiss me - Artemas
Honey Boy - Purple Disco Machine
Moments Die - Joe Goddard
Kissing In The Cold - Florrie
Berwyngesaffneighbours - Fred Again...
22- Hana Vu
Moon - Freyr
Happy Customers - Two Door Cinema Club
World Collapsing - The Presets & Willaris K.
I Love My Boyfriend - Princess Chelsea
Honey - Caribou
Charmed - Stella & redinho
Other Side - Azzeca
Football - Youth Lagoon
Lifetime - Tobiahs
Lie To Me - Chris Isaak
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Gestir Rokklands eru 2 Rottweilerhundar, þeir Erpur (Blazroca) og Bent.
Það eru 24 ár frá því að 110 Rottweilerhundar úr Árbænum sigruðu í Músíktilraunum í Tónabæ og Rottweiler varð fyrsta hljómsveitin til að sigra í þeirri merkilegu keppni sem var ekki hefðbundin hljómsveit með gítar – bassa og trommum.
Rottweiler sló í gegn heldur betur og upp spruttu rappkrakkar um allt land og það var búinn til nýr flokkur á Íslensku tónlistarverðlaununum – Rapp ársins!
En það voru ekki allir hrifnir af þessum kjaftforu ungu mönnum, þeir voru t.d. bannaðir í mörgum félagsmiðstöðvum og á Samfés.
Þeir hafa gefið út tvær plötur – fyrri kom út 2001 og seinni 2002.
En XXX Rottweiler lifir góðu lífi og þeir voru með risa-tónleika í Laugardalshöll snemma í sumar, einskonar rapp-festival og það var uppselt.
Það er Rottweiler í Rokklandi í dag og Erpur og Bent eru taum-lausir og geltandi...