16:05
Víðsjá
Margpóla, Fearless Movement, Freyja Þórsdóttir
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Á sýningunni Margpóla í Listasafni Íslands beinir Anna Rún Tryggvadóttir sjónum okkar að ósýnilegum kröftum sem hafa margvísleg áhrif á allt okkar líf. Þessir kraftar leynast í segulsviði jarðar og birtast okkur með ólíkum hætti á sýningunni í pastellituðum vatnslitaverkum og eldrauðum skúlptúr. Í ljóðrænni nálgun sinni á viðfangsefnið bendir Anna Rún meðal annars á mannhverfa sýn okkar á náttúruna og möguleg tengslarof við hana. Við hittum listamanninn við verkin í þætti dagsins.

Freyja Þórsdóttir heimspekingur verður einnig með okkur í dag. Að þessu sinni fjallar hún um gleði og drauma. Og við kynnum okkur einnig plötuna Fearless Movement úr smiðju bandaríska tónlistarmannsins, tónskáldsins og hljómsveitarstjórans Kamasi Washington.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,