06:50
Morgunvaktin
Efnahagsmál, á slóðum Njáls og Bessastaðir
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Í spjalli um efnahag og samfélag sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. frá nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif þess fyrir Liverpool á Englandi að Söngvakeppnin var haldin þar í fyrra. Eru þau metin á tíu milljarða króna. Hann ræddi líka um fjárhagsvandræði enskra knattspyrnuliða, einkum Everton, og vexti, pitsur og Íslandshótel að auki.

Að þessu sinni talaði Arthur Björgvin Bollason frá Fljótshlíðinni en hann er hér í föruneyti þýskra sjónvarpsmanna sem vinna að gerð þáttaraðar um fornsögurnar. Skörtuðu Njáluslóðir sínu fegursta en þaðan lá leiðin til Þingvalla og svo í Borgarfjörð, sögusvið Eglu.

Hvers vegna er aðsetur forseta Íslands á Bessastöðum? Að því var spurt í þáttaröðinni Í þjónustu þjóðar sem var útvarpað 2016. Brot var leikið þar sem Sigríður Agnes Sigurðardóttir sagfræðingur sagði þá sögu Bessastaða og Örnólfur Thorlacius rifjaði upp heimsókn þangað á æskuárunum.

Tónlist:

Morning dew - Bonnie Dobson,

Autumn leaves - Tyshawn Sorey Trio,

I got it bad and thad ain´t good - Keith Jarrett,

Why do I love you? - Margaret Whiting.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,