16:05
Síðdegisútvarpið
Ásdís Rán, Mjóifjörður, lokun Stuðla og rusl við Rauðakross gáma
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Það á að loka meðferðardeild Stuðla í fjórar vikur í sumar en á Stuðlum hafa börn og unglingar fengið stuðning, meðal annars vegna hegðunar og fíknivanda. Meðferðardeild Stuðla er mjög sérhæft úrræði sem hefur skipt sköpum fyrir marga. Er hægt að loka slíkri deild í fjórar vikur, er ekki þörf á henni allt árið um kring því fíknisjúkdómar fara jú ekki í sumarfrí ? Sigmar Guðmundsson alþingismaður kemur til okkar á eftir og ræðir við okkur.

Slæm umgengni við fatagáma Rauða krossins hefur vakið athygli en fjallað hefur verið í hverfagrúppum á feisbúkk að fatagámar séu fullir og að búið sé að tæta úr pokum. Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins kemur til okkar á eftir og við spyrjum hana hvað sé til ráða ?

Ásdís Rán Gunnarsdóttir verður á grillinu í dag í Síðdegisútvarpinu en Ásdís Rán sem oft gengur undir nafninu Ice Queen hefur vakið mikla athygli með framboði sínu en með framboði sínu hefur hún hagsmuni þjóðarinnar og heiðarleika að leiðarljósi.

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Vegurinn hefur verið lokaður síðan í fyrrahaust og Mjófirðingar hafa treyst á flóabátinn Björgvin. Við erum komin í samband við Mjóafjörð af þessu tilefni og á línunni hjá okkur er Sigfjús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði.

Er aðgengilegt til 14. maí 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,