07:03
Morgunútvarpið
Öldungablak, TikTok, Bakgarðshlaupið, Eurovision og Tæknihornið
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Yfir 1200 manns sækja árlega íslandsmót öldunga í blaki sem fer fram á íþróttasvæðinu að Varmá í Mosfellsbæ . Það er Blakdeild Aftureldingar sem hefur veg og vanda af mótinu en það fer af stað á fimmtudaginn og stendur til laugardags en leikið verður á 15 völlum. Gunna Stína Einarsdóttir, hjá Blakdeildar Aftureldingar, var á línunni.

Smáforritið TikTok hefur verið mikið í umræðunni, í Bandaríkjunum sérstaklega vegna þess að rætt er um að banna það. Til þess að vernda börn og ungmenni frá forheimsku eins og það er kallað. Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af því að Kína, sem er tengt fyrirtækinu sem á og hannar TikTok, sé að nota forritið til þess að hafa áhrif á ungdóminn í Bandaríkjunum sem og að safna upplýsingum um bandaríkjamenn. En hvað með okkur íslendinga? Á að banna það hérlendis? Óttar Birgisson, sálfræðingur og doktorsnemi, kom til að ræða TikTok.

Bakgarðshlaupið fór fram um helgina og lauk í gær. Hlaupið gengur út á að hlaupa sama 6,7 kílómetra hringinn á klukkutíma fresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. Sigurvegarinn Mari Järsk hljóp 57 hringi og bætti íslandsmetið sem var 50 hringir. Hún hljóp yfir 380 km. Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi Bakgarðshlaupsins, kom til okkar í spjall.

Gunnar Birgisson hefur undanfarna viku búið í Eurovision búblunni svokölluðu á vegum RÚV. Í kvöld stígur Hera Björk Þórhallsdóttir á svið í Malmö og flytur framlag Íslands í ár, Scared of heights. Landsmenn skiptast í fylkingar vegna þátttöku Ísraela í keppninni í ár og ætla ýmist að sniðganga keppnina eða einfaldlega að halda í hefðina og horfa. Samkvæmt könnun Maskínu virðast lands­menn hóf­lega bjart­sýn­ir á gengi Íslands. Gunnar Birgisson var bjartsýnn á gengi okkar fólks en hann var í beinni frá Malmö.

Og Guðmundur Jóhannsson kom í sitt hálfsmánaðarlega Tæknihorn í lok þáttar.

Lagalisti:

Elín Hall - Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Paul Simon - Kodachrome

Rolling Stones - Start Me Up

KT Tunstall - Black Horses & The Cherry Tree

Bubbi Morthens - Dansaðu

Robin Schulz og Ilsey - Headlights

Hera Björk Þórhallsdóttir - Scared Of Heights

George Michael - Faith

Er aðgengilegt til 07. maí 2025.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,