23:05
Lestin
Hamingjan á Instagram, Pan-Arctic Vision, endalokin nálgast
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Olga Maggý Winther og Cristina Agueda eru dansnemar á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Seinna í þessari viku munu þær, ásamt bekkjarfélögum sínum, flytja tvö dansverk á útskriftarsýningu í Laugarnesinu. Þær segja okkur betur frá.

Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, flytur pistil um tónlistarkeppnina Pan-Arctic Vision. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum.

Gerir vera á Instagram okkur hamingjusamari? Er hægt að vera til án þess að eiga Instagram aðgang? Vigdís Hafliðadóttir, grínisti og söngkona hljómsveitarinnar Flott var að skrá sig inn á miðilinn í fyrsta skipti, langt á eftir flestum öðrum. Við leitum svara við þessum stóru spurningum hjá henni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,