18:10
Spegillinn
Guðrún nýr biskup, Ásdís Rán í framboði, Pútín enn settur í embætti enn á ný
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Ásdís Rán ætlaði að gera raunveruleikasjónvarp um að hún færi í forsetaframboð. Þættirnir duttu upp fyrir en Ásdís ákvað að bjóða sig fram. Næstu vikur verður rætt í Speglinum við alla þá sem eru í framboði til forseta.

Vladimír Pútín var formlega settur í embætti Rússlandsforseta í morgun, fimmta sinni. Í innsetningarræðu sinni sakaði Pútín Vesturlönd enn um yfirgang og sviksemi og sagði þau bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Hann sagðist þó ekki útiloka samstarf við þau í framtíðinni.

Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörinn biskup Íslands. Hún tekur við hálflöskuðu embætti og kirkju sem kemur illa út úr traustsmælingum. Spegillinn settist niður með Guðrúnu sem segir það hafa tekið þjóðkirkjuna tíma að finna sér stað og hlutverk á breyttum tímum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,