16:05
Síðdegisútvarpið
ADHD sumarið, kaffimenning og Viktor á Grillið
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól, sumar og taumlaus gleði....eða hvað? Hjá börnum með ADHD og fullorðnum getur þessi tími valdið mikilli streitu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Doktor.Drífa Björk Guðmundsdóttir kemur til okkar og fer yfir málið.

Fjölskyldufyrirtækið Te og kaffi fagnaði 40 ára afmæli á dögunum en mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan þau opnuðu litla sælkerakaffiverslun við Barónsstíg 1984 og mikil þróun og gerjun í íslenskri kaffimenningu frá því þá. Kristín María Dýrfjörð eigandi Tes og kaffis fer á hundavaði yfir íslenska kaffimenningu.

Óvæntasti forsetaframbjóðandinn í ár hlýtur að vera Viktor Traustason sem varð 35 ára á árinu. Hann verður á grillinu í dag, þar sem við ræðum við forsetaframbjóðendur fyrir forsetakosningarnar.

Bókin Mennska kemur út í vikunni og á hún erindi við öll sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, finnst erfitt að taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra - líkt og segir í kynningartexta. Höfundurinn Bjarni Snæbjörnsson leikari segir okkur frá Mennsku.

En við byrjum á læknunum Einari Stefánssyni og Gesti Pálssyni. Báðir eiga þeir eiginkonur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni en þar stendur til að fara í miklar framkvæmdir sem þeir telja að eigi eftir að íþyngja íbúum. Þeir gagnrýndu þetta harðlega í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær og bar yfirskriftina, ævikvöld í martröð.

Er aðgengilegt til 07. maí 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,