Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Árni Þór Þórsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Afkoma sveitarfélaganna á síðasta ári var misjöfn eins og gengur. Staða þeirra heilt yfir er líka misjöfn. Lykiltölurnar eru margar og umsvifin og áherslurnar af ólíku tagi. Við sökktum okkur ofan í ársreikninga sveitarfélaganna í höfuðborgarsvæðinu með Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Heimildarinnar, og reyndum að gera okkur grein fyrir hvar gefur á bátinn og hvar allt er í grænum sjó.
Óhug hefur sett að mörgum í Þýskalandi eftir að ráðist var á tvo frambjóðendur til Evrópuþingsins í borginni Dresden á föstudagskvöld. Talið er að nýnasistar hafi verið að verki. Ofbeldisverkunum hefur verið mótmælt bæði í Dresden og Berlín, og ráðamenn hafa fordæmt árásirnar. Arthur Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru í Berlínarspjalli.
Í gærmorgun spjölluðum við stuttlega um Ermarsundsgöngin; 30 ár voru þá frá vígslu þeirra. Framkvæmdin var umfangsmikil enda göngin 50 kílómetra löng. Tveimur árum eftir vígsluna ytra var byrjað að grafa Hvalfjarðargöng. Þau eru töluvert styttri en göngin undir Ermarsundið en þetta var heilmikið dæmi á íslenskan mælikvarða. Við rifjuðum þá sögu upp með Gísla Gíslasyni sem þá var stjórnarformaður Spalar.
Tónlist:
Williams, John, Laine, Cleo - Killing me softly with John Williams.
Heath, Percy, Lewis, John, Modern Jazz Quartet, The, Kay, Connie, Jackson, Milt - Softly as in a morning sunrise.
Gísli Kjaran Kristjánsson - Góðan dag - Morgunvaktin - Upphaf.
Diddi og Reynir, Sigurður Hallmarsson, Reynir Jónasson - Skottish.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Sigrún teiknaði yfirleitt í bækur annara höfunda, en árið 1980 ákvað hún að skrifa sína fyrstu bók" Allt í plati" sem kom út árið 1980 og síðan hefur hún ekki hætt. Nýlega kom út bókinn "Sigrún í safninu" og hún segir frá henni.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við töluðum aðeins um mannlega þáttinn í Mannlega þættinum í dag, sem sagt mannlega þáttinn á vinnustöðum. Við höfum fjallað talsvert í þættinum um streitu og vanlíðan í vinnunni. Ef stemningin er ekki góð á vinnustaðnum, þar sem starfsfólk jafnvel upplifir sig vanmetið, lítilsvirt og óöruggt, þá eru talsvert meiri líkur á að lenda í kulnun eða að upplifa kulnunareinkenni. Við fengum þær séra Díönu Óskarsdóttur, doktor í handleiðslufræðum og Sigrúnu Harðardóttur doktor í félagsráðgjöf og dósend við Félagsráðgjafardeild HÍ, til að segja okkur frá því hvernig fagleg handleiðsla getur nýst, t.d. sem forvörn og til að styðja að bæta vinnustaðamenninguna og getur jafnvel minnkað starfsmannaveltu og fjarveru vegna veikinda. Þær Díana og Sigrún útskýrðu þetta frekar fyrir okkur í þættinum.
Með hækkandi sól og hækkandi hitatölum spretta kylfingar úr hverju horni tilbúnir að arka út á golfvelli landsins til að elta litlu hvítu boltana í sem fæstum höggum ofan í holurnar. Í fyrravor komu golfvellirnir ekki vel undan vetri eftir frosthörkur, en spurningin er hvernig staðan er á þeim núna? Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna og hvað er framundan í golfinu í sumar.
Heilbrigð þarmaflóra er grunnurinn að góðri heilsu bæði líkamlega og andlega. Þetta hafa rannsóknir sýnt fram á með afgerandi hætti undanfarin ár og gjörunnin matvæli, sykruð, söltuð og reykt vinna gegn góðri flóru. Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur í þarmaflóru segir lykilatriði að borða eins ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxum í viku til að hafa sem öflugasta flóru meltingarkerfinu. Hún nefnir að hátt í 30 tegundir væru langbesta markmiðið, auk þess að borða mikið af hnetum, fræjum og baunum. Sykurlausir gosdrykkir og orkudrykkir séu alslæmir fyrir bakteríubúskap í þörmunum og þá eigi að drekka í algjöru lágmarki. Helga Arnardóttir ræddi við Birnu á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Oh happy day / The Edwin Hawkins singers (Edwin Hawkins)
Im a believer / The Monkees (Neil Diamond)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher gerði árásir á Rafah í nótt og drap yfir tuttugu manns. Óttast er að þetta sé undanfari allsherjarinnrásar. Herinn hefur náð landamærastöð í borginni á sitt vald, og þar með einu leiðinni til Egyptalands.
Fjármálaráðherra telur ekkert því til fyrirstöðu að seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Hann segir vísbendingar um að hávaxtastefna bankans komi í veg fyrir að verðbólgan hjaðni.
Framlag Íslands í Júróvision verður flutt á fyrri undanúrslitum í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Keppnin er umdeild vegna þátttöku Ísraela og stríðsreksturs þeirra á Gaza. Auglýsingasala á RÚV í aðdraganda keppninnar hefur verið dræm.
Landris er stöðugt í Svartsengi og enn töluverð óvissa um hvenær dregur til tíðinda. Áfram er hætta á hraunflæði í Grindavík.
Flugfélög og ríkið greinir mjög á um hvað kostar að halda úti innanlandsflugi. Stjórnarformaður Ernis og Mýflugs segir ekki koma lengur til greina að félögin niðurgreiði innanlandsflug með annarri starfsemi.
Tuttugu og þrír hafa greinst með kíghósta á árinu og líklegt að smitin verði fleiri. Kíghósti getur verið sérstaklega hættulegur ungum börnum.
Rafrænni kosningu til biskups er nýlokið og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan stundar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Crossfit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir segir að konur á breytingaskeiði eigi að lyfta lóðum þrisvar í viku, taka hraða spretti einu sinni í viku og borða eitthvað prótein í hvert mál. Þannig sporni þær við vöðvarýrnun og styrki beinin. Þóra Tómasdóttir ræddi við Annie Mist um matarræði og æfingar á breytingaskeiði.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við tölum um það sem kallað er verndarlíffræði og niðurstöður stórrar rannsóknar á því efni sem voru birtar nýlega. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, og Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, ræða við okkur um rannsóknina og niðurstöðurnar.
Á morgun hefst álfasala SÁÁ þegar hópur sölumanna um allt land býður álfinn til sölu til að afla fjár fyrir meðferðarstarf SÁÁ. Álfurinn dúkkar alltaf upp á vorin og hefur gert í áratugi. Og núna áðan, í hádeginu, var átakið kynnt þegar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ afhenti heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn. Anna Hildur ræðir við okkur um álfinn, fjáröflun SÁÁ og starfið.
Og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur lítur við hjá okkur í það sem við köllum málfarsspjall.
Tónlist:
JAMES TAYLOR - Fire And Rain.
TOM PETTY AND THE HEARTBREAKERS - The Waiting.
Ítarefni:
Hlekkur á verndarlíffræðirannsókn
https://www.cell.com/cell-reports-sustainability/fulltext/S2949-7906(24)00110-1?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0ykQVDSA57gLSj9k9Vf-Rzo-9dxL99l3ilc55mVd2-n2XG8873-xFzFhc_aem_Af4Grlf-u-XlPjjPhPMkRu5UiPn9jZLmXdpdLpni01Vl9a65rAgMBo5FoJtlvUXdhNwCT6tb9vT8LQonXY769mUV
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þeir félagar Kjartan Hólm og Sindri Már Sigfússon, hafa fengist við tónlist lengi, Kjartan með síðrokksveitinni For a Minor Reflection og með Tófu og Sindi sem Seabear og Sin Fang. Á síðustu árum hafa þeir mallað saman tónlist fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir og líka gert músik fyrir Fischersund-samsteypuna sem selur upplifun sem ilm.
Lagalisti:
Sounds of Fischer Vol. 1 - Söl
Sounds of Fischer Vol. 1 - Hvönn
Sounds of Summer Vol. 1 - Ljósin kveikt
Sounds of Summer Vol. 1 - Ringulreið
Óútgefið - Angakok
Sounds of Christmas - Það aldin út er sprungið Re-Imagined
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í óbeinu framhaldi af þáttum fyrr á árinu um tilraun Englendingsins Mallorys til að komast á tind Everest-fjalls, þá verður fjallað í þessum þætti og þeim næstu um tilraun Ný-Sjálendingsins Hillarys og Sjerpans Tenzing Norgay til að komas á tindinn. Í þessum þætti verður sagt frá misheppnuðum leiðöngrum á fjallið og síðan þeim þátttakendum í nýjum leiðangri sem voru staðreráðnir í að komast á tindinn, hvað sem það kostaði.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Óperan Hundrað þúsund var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi. Verkið, sem þær Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir byggja á gamla Grimmsævintýrinu um spunakonurnar, fjallar um ástandið í samtíma okkar og misskiptinguna sem það ástand skapar. Neyslukapphlaup, stéttaskiptingu og viðhorf til vinnu. Við ræðum við leikstjórann Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og tónskáldið Þórunni Grétu í þætti dagsins.
Við lítum einnig við inn í Hafnarborg þar sem sýningin Í tíma og ótíma opnar um næstu helgi. Þar er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum þriggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeim Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Við ræðum við sýningarstjórann Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur í þættinum.
Hildigunnur Sverrisdóttir veltir fyrir sér arkitektónískum og hagrænum rannsóknum á húsnæðisuppbyggingu hér á landi.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Olga Maggý Winther og Cristina Agueda eru dansnemar á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Seinna í þessari viku munu þær, ásamt bekkjarfélögum sínum, flytja tvö dansverk á útskriftarsýningu í Laugarnesinu. Þær segja okkur betur frá.
Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, flytur pistil um tónlistarkeppnina Pan-Arctic Vision. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum.
Gerir vera á Instagram okkur hamingjusamari? Er hægt að vera til án þess að eiga Instagram aðgang? Vigdís Hafliðadóttir, grínisti og söngkona hljómsveitarinnar Flott var að skrá sig inn á miðilinn í fyrsta skipti, langt á eftir flestum öðrum. Við leitum svara við þessum stóru spurningum hjá henni.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti í dag að grípa til hópuppsagna meðal bæjarstarfsmanna. Meirihluti núverandi starfsmanna missir vinnuna eða fær lægra starfshlutfall.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við martraðarkenndu ástandi á Gaza, geri Ísraelsher allsherjarinnrás í Rafah. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahléstillöguna sem var sett fram í gær ekki vera fullnægjandi.
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela innri endurskoðun að fara yfir lóðasamninga sem borgin gerði við olíufélögin. Borgarstjóri segist ekki hafa séð neitt sem bendi til þess að óeðlilega hafi verið staðið að málum.
John Swinney er nýr fyrsti ráðherra Skotlands. Skoska þingið staðfesti þetta með atkvæðagreiðslu í dag.
Verkmenntaskólinn á Akureyri hyggst leggja niður stöðu skólasálfræðings vegna fjárskorts. Skólameistari segir fleiri skóla vera í svipaðri stöðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ásdís Rán ætlaði að gera raunveruleikasjónvarp um að hún færi í forsetaframboð. Þættirnir duttu upp fyrir en Ásdís ákvað að bjóða sig fram. Næstu vikur verður rætt í Speglinum við alla þá sem eru í framboði til forseta.
Vladimír Pútín var formlega settur í embætti Rússlandsforseta í morgun, fimmta sinni. Í innsetningarræðu sinni sakaði Pútín Vesturlönd enn um yfirgang og sviksemi og sagði þau bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Hann sagðist þó ekki útiloka samstarf við þau í framtíðinni.
Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörinn biskup Íslands. Hún tekur við hálflöskuðu embætti og kirkju sem kemur illa út úr traustsmælingum. Spegillinn settist niður með Guðrúnu sem segir það hafa tekið þjóðkirkjuna tíma að finna sér stað og hlutverk á breyttum tímum.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Sérfræðingar þáttarins eru Magnús Þór Þorbergsson, Gunnar Hrafn 12 ára leikari og Hulda Fanney 13 ára leikarin.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Philharmonix tónlistarhópsins á Styriarte hátíðinni í Graz í Austurríki á liðnu sumri.
Á efnisskrá eru þekkt smáverk eftir Béla Bartók, Astor Piazzolla, Antonin Dvorák, Wolfgang Amadeus Mozart í útsetningum hópsins auk þjóðlaga úr ýmsum áttum.
Umsjón: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við tölum um það sem kallað er verndarlíffræði og niðurstöður stórrar rannsóknar á því efni sem voru birtar nýlega. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, og Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, ræða við okkur um rannsóknina og niðurstöðurnar.
Á morgun hefst álfasala SÁÁ þegar hópur sölumanna um allt land býður álfinn til sölu til að afla fjár fyrir meðferðarstarf SÁÁ. Álfurinn dúkkar alltaf upp á vorin og hefur gert í áratugi. Og núna áðan, í hádeginu, var átakið kynnt þegar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ afhenti heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn. Anna Hildur ræðir við okkur um álfinn, fjáröflun SÁÁ og starfið.
Og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur lítur við hjá okkur í það sem við köllum málfarsspjall.
Tónlist:
JAMES TAYLOR - Fire And Rain.
TOM PETTY AND THE HEARTBREAKERS - The Waiting.
Ítarefni:
Hlekkur á verndarlíffræðirannsókn
https://www.cell.com/cell-reports-sustainability/fulltext/S2949-7906(24)00110-1?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0ykQVDSA57gLSj9k9Vf-Rzo-9dxL99l3ilc55mVd2-n2XG8873-xFzFhc_aem_Af4Grlf-u-XlPjjPhPMkRu5UiPn9jZLmXdpdLpni01Vl9a65rAgMBo5FoJtlvUXdhNwCT6tb9vT8LQonXY769mUV
Heimildaskáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. Guðmundur Ólafsson les.
Sagan gerist í Þingvallasveit á fyrri hluta nítjándu aldar, áður en tekið var að upphefja Þingvöll sem mesta helgistað landsins af skáldum og þjóðskörungum. Þá var Snorrabúð stekkur, eins og Jónas kvað.
Páll Þorláksson var prestur í Þingvallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þar sem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst þykir að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra barna sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar milli hins knáa húsbónda og Þingvallaklerks og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim viðskiptum.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við töluðum aðeins um mannlega þáttinn í Mannlega þættinum í dag, sem sagt mannlega þáttinn á vinnustöðum. Við höfum fjallað talsvert í þættinum um streitu og vanlíðan í vinnunni. Ef stemningin er ekki góð á vinnustaðnum, þar sem starfsfólk jafnvel upplifir sig vanmetið, lítilsvirt og óöruggt, þá eru talsvert meiri líkur á að lenda í kulnun eða að upplifa kulnunareinkenni. Við fengum þær séra Díönu Óskarsdóttur, doktor í handleiðslufræðum og Sigrúnu Harðardóttur doktor í félagsráðgjöf og dósend við Félagsráðgjafardeild HÍ, til að segja okkur frá því hvernig fagleg handleiðsla getur nýst, t.d. sem forvörn og til að styðja að bæta vinnustaðamenninguna og getur jafnvel minnkað starfsmannaveltu og fjarveru vegna veikinda. Þær Díana og Sigrún útskýrðu þetta frekar fyrir okkur í þættinum.
Með hækkandi sól og hækkandi hitatölum spretta kylfingar úr hverju horni tilbúnir að arka út á golfvelli landsins til að elta litlu hvítu boltana í sem fæstum höggum ofan í holurnar. Í fyrravor komu golfvellirnir ekki vel undan vetri eftir frosthörkur, en spurningin er hvernig staðan er á þeim núna? Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands kom í þáttinn og fór með okkur yfir stöðuna og hvað er framundan í golfinu í sumar.
Heilbrigð þarmaflóra er grunnurinn að góðri heilsu bæði líkamlega og andlega. Þetta hafa rannsóknir sýnt fram á með afgerandi hætti undanfarin ár og gjörunnin matvæli, sykruð, söltuð og reykt vinna gegn góðri flóru. Birna G. Ásbjörnsdóttir doktor í heilbrigðisvísindum og sérfræðingur í þarmaflóru segir lykilatriði að borða eins ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxum í viku til að hafa sem öflugasta flóru meltingarkerfinu. Hún nefnir að hátt í 30 tegundir væru langbesta markmiðið, auk þess að borða mikið af hnetum, fræjum og baunum. Sykurlausir gosdrykkir og orkudrykkir séu alslæmir fyrir bakteríubúskap í þörmunum og þá eigi að drekka í algjöru lágmarki. Helga Arnardóttir ræddi við Birnu á Heilsuvaktinni í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Pólstjarnan / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ágúst Pétursson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Oh happy day / The Edwin Hawkins singers (Edwin Hawkins)
Im a believer / The Monkees (Neil Diamond)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Olga Maggý Winther og Cristina Agueda eru dansnemar á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Seinna í þessari viku munu þær, ásamt bekkjarfélögum sínum, flytja tvö dansverk á útskriftarsýningu í Laugarnesinu. Þær segja okkur betur frá.
Katrín Helga Ólafsdóttir, tónlistarkona, flytur pistil um tónlistarkeppnina Pan-Arctic Vision. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum.
Gerir vera á Instagram okkur hamingjusamari? Er hægt að vera til án þess að eiga Instagram aðgang? Vigdís Hafliðadóttir, grínisti og söngkona hljómsveitarinnar Flott var að skrá sig inn á miðilinn í fyrsta skipti, langt á eftir flestum öðrum. Við leitum svara við þessum stóru spurningum hjá henni.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Yfir 1200 manns sækja árlega íslandsmót öldunga í blaki sem fer fram á íþróttasvæðinu að Varmá í Mosfellsbæ . Það er Blakdeild Aftureldingar sem hefur veg og vanda af mótinu en það fer af stað á fimmtudaginn og stendur til laugardags en leikið verður á 15 völlum. Gunna Stína Einarsdóttir, hjá Blakdeildar Aftureldingar, var á línunni.
Smáforritið TikTok hefur verið mikið í umræðunni, í Bandaríkjunum sérstaklega vegna þess að rætt er um að banna það. Til þess að vernda börn og ungmenni frá forheimsku eins og það er kallað. Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af því að Kína, sem er tengt fyrirtækinu sem á og hannar TikTok, sé að nota forritið til þess að hafa áhrif á ungdóminn í Bandaríkjunum sem og að safna upplýsingum um bandaríkjamenn. En hvað með okkur íslendinga? Á að banna það hérlendis? Óttar Birgisson, sálfræðingur og doktorsnemi, kom til að ræða TikTok.
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina og lauk í gær. Hlaupið gengur út á að hlaupa sama 6,7 kílómetra hringinn á klukkutíma fresti þar til einn hlaupari stendur eftir, sama hvenær það er. Sigurvegarinn Mari Järsk hljóp 57 hringi og bætti íslandsmetið sem var 50 hringir. Hún hljóp yfir 380 km. Elísabet Margeirsdóttir, skipuleggjandi Bakgarðshlaupsins, kom til okkar í spjall.
Gunnar Birgisson hefur undanfarna viku búið í Eurovision búblunni svokölluðu á vegum RÚV. Í kvöld stígur Hera Björk Þórhallsdóttir á svið í Malmö og flytur framlag Íslands í ár, Scared of heights. Landsmenn skiptast í fylkingar vegna þátttöku Ísraela í keppninni í ár og ætla ýmist að sniðganga keppnina eða einfaldlega að halda í hefðina og horfa. Samkvæmt könnun Maskínu virðast landsmenn hóflega bjartsýnir á gengi Íslands. Gunnar Birgisson var bjartsýnn á gengi okkar fólks en hann var í beinni frá Malmö.
Og Guðmundur Jóhannsson kom í sitt hálfsmánaðarlega Tæknihorn í lok þáttar.
Lagalisti:
Elín Hall - Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Paul Simon - Kodachrome
Rolling Stones - Start Me Up
KT Tunstall - Black Horses & The Cherry Tree
Bubbi Morthens - Dansaðu
Robin Schulz og Ilsey - Headlights
Hera Björk Þórhallsdóttir - Scared Of Heights
George Michael - Faith
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Ágúst Bent og Erpur Eyvindarson heimsóttu Hjartagosa og töluðu um ferilinn og þeirra stærstu tónleika til þessa.
Lagalisti þáttarins:
Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen.
MOBY - Porcelain.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
Musgraves, Kacey - Cardinal.
RUSH - The Spirit Of Radio.
Snorri Helgason, Friðrik Dór Jónsson - Birta.
PETER TOSH AND MICK JAGGER - Don't Look Back (80).
MAGGIE BELL - Wishing Well.
Aron Can - Monní.
THE WHISPERS - And The Beat Goes On (80).
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
BRUCE SPRINGSTEEN - Lonesome Day.
HIPSUMHAPS - Hjarta.
Emilíana Torrini - Miss flower.
THE SMASHING PUMPKINS - 1979.
Cigarettes After Sex - Each time you fall in love.
MANNAKORN - Ó, þú.
KENDRICK LAMAR - Money Trees (feat. Jay Rock).
GDRN - Háspenna.
PLACEBO - Nancy Boy.
SUGARCUBES - Plánetan.
Portishead - Sour Times.
Travis hljómsveit - Gaslight.
PULP - Babies.
XXX ROTTWEILER HUNDAR - Negla.
XXX ROTTWEILER HUNDAR - Kim Yung Un.
Bubbi Morthens - Serbinn.
Kool and The Gang - Summer madness.
Curtis Mayfield - Pusherman.
Jamiroquai - Space cowboy.
Langi Seli og Skuggarnir - Ég um þig.
Prins Póló, Moses Hightower - Eyja.
Friðrik Ómar Hjörleifsson - Skýið.
Boone, Benson - Beautiful Things.
THE CULT - Edie (Ciao Baby).
Júlí Heiðar, PATRi!K - Heim.
Blondie - Call Me (Theme From American Gigolo) (80).
BSÍ - Lily (hot dog).
DEEP PURPLE - Burn
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsher gerði árásir á Rafah í nótt og drap yfir tuttugu manns. Óttast er að þetta sé undanfari allsherjarinnrásar. Herinn hefur náð landamærastöð í borginni á sitt vald, og þar með einu leiðinni til Egyptalands.
Fjármálaráðherra telur ekkert því til fyrirstöðu að seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Hann segir vísbendingar um að hávaxtastefna bankans komi í veg fyrir að verðbólgan hjaðni.
Framlag Íslands í Júróvision verður flutt á fyrri undanúrslitum í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Keppnin er umdeild vegna þátttöku Ísraela og stríðsreksturs þeirra á Gaza. Auglýsingasala á RÚV í aðdraganda keppninnar hefur verið dræm.
Landris er stöðugt í Svartsengi og enn töluverð óvissa um hvenær dregur til tíðinda. Áfram er hætta á hraunflæði í Grindavík.
Flugfélög og ríkið greinir mjög á um hvað kostar að halda úti innanlandsflugi. Stjórnarformaður Ernis og Mýflugs segir ekki koma lengur til greina að félögin niðurgreiði innanlandsflug með annarri starfsemi.
Tuttugu og þrír hafa greinst með kíghósta á árinu og líklegt að smitin verði fleiri. Kíghósti getur verið sérstaklega hættulegur ungum börnum.
Rafrænni kosningu til biskups er nýlokið og niðurstaða ætti að liggja fyrir innan stundar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa voru Popplandsverðir dagsins og höfðu af því gaman. Árni Matt fór með hlustendur undir yfirborðið, ABBA upphitun, Eva Ruza fór Alla leið, plata vikunnar á sínum stað og póstkassinn opnaður.
Júníus Meyvant & KK - Skýjaglópur.
Celebs - Spyrja eftir þér.
Love Unlimited - I'm so glad that I'm a Woman.
Bowie, David - Fascination.
LUTHER VANDROSS - Never too much.
Timberlake, Justin - Drown.
MICHAEL KIWANUKA - Cold Little Heart.
Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).
Baby Lasagna - Rim Tim Tagi Dim (Króatía).
Joy Division - Love Will Tear Us Apart.
THE ALL AMERICAN REJECTS - Gives you hell.
ABBA - Ring Ring.
ABBA - 01 The Visitors.
HJÁLMAR & GDRN - Upp á rönd.
ABBA - The name of the game.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
Artemas - I like the way you kiss me.
SWEET - Ballroom Blitz.
Hozier - Too Sweet.
Friðrik Ómar Hjörleifsson - Í fjarlægð.
Lorde - Take Me to the River.
HERA BJÖRK - Je Ne Sais Quoi (nýtt mix).
Hera Björk Þórhallsdóttir - Scared Of Heights.
BRAINSTORM - My Star.
Jalen Ngonda - Illusions.
JUNGLE - Busy Earnin'.
Jurassic 5 - What's Golden.
LOGI PEDRO - Ský.
PÁLMI GUNNARS - Hvers vegna varst’ekki kyrr?
JULIAN CIVILIAN - Tölum saman í september.
FRIÐRIK DÓR & SNORRI HELGASON - Birta.
BONNIE RAITT - Thank You.
UNA TORFA - Heima.
MAYA HAWKE - Missing Out.
BEYONCÉ & MILEY CYRUS - II Most Wanted.
MALEN - I Don’t Know What I Saw In You.
KALEO - Walk on Water.
GARY CLARK JR. & STEVIE WONDER - What About the Children.
KUSK & ÓVITI - Loka augunum.
BSÍ - Vesturbæjar Beach.
JAGÚAR - One of Us.
JÓHANNA GUÐRÚN - Hetjan.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól, sumar og taumlaus gleði....eða hvað? Hjá börnum með ADHD og fullorðnum getur þessi tími valdið mikilli streitu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Doktor.Drífa Björk Guðmundsdóttir kemur til okkar og fer yfir málið.
Fjölskyldufyrirtækið Te og kaffi fagnaði 40 ára afmæli á dögunum en mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan þau opnuðu litla sælkerakaffiverslun við Barónsstíg 1984 og mikil þróun og gerjun í íslenskri kaffimenningu frá því þá. Kristín María Dýrfjörð eigandi Tes og kaffis fer á hundavaði yfir íslenska kaffimenningu.
Óvæntasti forsetaframbjóðandinn í ár hlýtur að vera Viktor Traustason sem varð 35 ára á árinu. Hann verður á grillinu í dag, þar sem við ræðum við forsetaframbjóðendur fyrir forsetakosningarnar.
Bókin Mennska kemur út í vikunni og á hún erindi við öll sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, finnst erfitt að taka pláss í samfélaginu eða hafa fórnað hluta af sjálfum sér af ótta við viðbrögð annarra - líkt og segir í kynningartexta. Höfundurinn Bjarni Snæbjörnsson leikari segir okkur frá Mennsku.
En við byrjum á læknunum Einari Stefánssyni og Gesti Pálssyni. Báðir eiga þeir eiginkonur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni en þar stendur til að fara í miklar framkvæmdir sem þeir telja að eigi eftir að íþyngja íbúum. Þeir gagnrýndu þetta harðlega í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær og bar yfirskriftina, ævikvöld í martröð.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti í dag að grípa til hópuppsagna meðal bæjarstarfsmanna. Meirihluti núverandi starfsmanna missir vinnuna eða fær lægra starfshlutfall.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við martraðarkenndu ástandi á Gaza, geri Ísraelsher allsherjarinnrás í Rafah. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahléstillöguna sem var sett fram í gær ekki vera fullnægjandi.
Borgarstjórn samþykkti í dag að fela innri endurskoðun að fara yfir lóðasamninga sem borgin gerði við olíufélögin. Borgarstjóri segist ekki hafa séð neitt sem bendi til þess að óeðlilega hafi verið staðið að málum.
John Swinney er nýr fyrsti ráðherra Skotlands. Skoska þingið staðfesti þetta með atkvæðagreiðslu í dag.
Verkmenntaskólinn á Akureyri hyggst leggja niður stöðu skólasálfræðings vegna fjárskorts. Skólameistari segir fleiri skóla vera í svipaðri stöðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ásdís Rán ætlaði að gera raunveruleikasjónvarp um að hún færi í forsetaframboð. Þættirnir duttu upp fyrir en Ásdís ákvað að bjóða sig fram. Næstu vikur verður rætt í Speglinum við alla þá sem eru í framboði til forseta.
Vladimír Pútín var formlega settur í embætti Rússlandsforseta í morgun, fimmta sinni. Í innsetningarræðu sinni sakaði Pútín Vesturlönd enn um yfirgang og sviksemi og sagði þau bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu. Hann sagðist þó ekki útiloka samstarf við þau í framtíðinni.
Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörinn biskup Íslands. Hún tekur við hálflöskuðu embætti og kirkju sem kemur illa út úr traustsmælingum. Spegillinn settist niður með Guðrúnu sem segir það hafa tekið þjóðkirkjuna tíma að finna sér stað og hlutverk á breyttum tímum.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Kiasmos - Flown
Ultraflex - Say Goodbye.
ClubDub, Bríet - Augnablik
ILMUR - Eitur.
Guðmundur R, Árni Bergmann og $icky - Hvers mun ég sakna?.
Lukku Láki- Stjörnuhrap (ft. ISSI).
Love Guru - Allir í fílingi.
Andrés Vilhjálmsson - Góðan daginn elskan.
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Liverpool.
Þulur: Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá fyrra undankvöldi Eurovision í Malmö í Svíþjóð þar sem sem Hera Björk, fulltrúi Íslands, tekur þátt.
Þulur er Guðrún Dís Emilsdóttir.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Hún er stutt Kvöldvaktin í kvöld ef Kvöldvakt skildi kalla vegna Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva en það fá nokkur lög að heyrast.
Lagalistinn
Maya Hawke - Missing Out.
Travis - Gaslight.
Vampire Weekend - Prep-School Gangsters.
Fontaines D.C. - Starburster.
Teddy Swims - The Door.
Emmsjé Gauti - Taka mig í gegn.
GDRN - Ævilangt.
Aron Can - Monní.
Floni - Sárum
Celebs - Spyrja eftir þér
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson