22:05
Rokkland
Laufey - lífið, listin og Grammy verðlaunin
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Rokkland í dag er að mestu helgað Laufey Lin Jónsdóttur sem hefur slegið í gegn um allan heim á eigin forsendum og að mestu heiman frá sér. Hún hlaut Grammy verðlaun sunnudaginn fyrir viku í flokknum Best Traditional Pop Vocal Album. Þau sem hafa hlotið þessi sömu verðlaun er fólk eins og Tony Bennet, Frank Sinatra, Joni Mitchell, Rod Stewart og Paul McCartney.

Laufey ólst upp í Reykjavík og Washington DC. Hún fór í Versló og þaðan til Berkeley school of music í Boston á skólastyrk. Hún útskrifaðist á netinu í Covid og sló svo í gegn á netinu með myndböndum sem hún póstaði á samfélagsmiðla. Hún býr í Los Angeles en er á leiðinni til Íslands til að spila þrjú kvöld í röð í Eldborg í mars, en þeir tónleikar eru liður í hátt í 100 tónleika-túr um Bandaríkin og Evrópu.

Halla Harðardóttir spjallaði við Laufey í desember fyrir þáttinn Undir álögum sem var á dagskrá Rásar 1 um jólin. Rokkland fékk góðfúslegt leyfi til að nota brot úr því viðtali í þátt vikunnar dagsins.

Joni Mitchell og fyrstu Grammy verðlaunin (1959) koma líka við sögu í dag.

Er aðgengilegt til 12. febrúar 2025.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
e
Endurflutt.
,