16:05
Síðdegisútvarpið
Óbyggðanefnd seilist í Herjólfsdalinn, umdeilt Airbnb-frumvarp og svefnrannsóknir
Síðdegisútvarpið

Þingmaður Samfylkingarinnar, Dagbjört Hákonardóttir gagnrýnir nýtt Airbnb-frumvarp sem ferðamálaráðherra kynnti á Alþingi í gær. Þar kom meðal annars fram að verði frumvarpið samþykkt verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Það þó ekki afturvirkt. Sem þýðir að þeir sem eru fyrir á markaði halda sinni stöðu.

Alþjóðlegur dagur útvarpsins er í dag og því ber að fagna með pompi og prakt. Í tilefni dagsins fáum við til okkar Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrástjóra Rásar eitt og svo Þórdísi Valsdóttur forstöðumann útvarpsmiðlunar Sýnar.

Vestmannaeyingar eru vægast sagt pirraðir út í fjár­mála- og efnahagsráðherra sem gerir nú kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker, sem og brekkuna í Herjólfsdal, þar sem glaðvær ungmenni syngja dátt hverja verslunarmannahelgi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja komst að þessu þegar þeim var bent á heimasíðu Óbyggðanefndar af ónefndum lögmanni. Það er skammt stórra högga á milli hjá bæjarstjóra Vestmannaeyja, henni Írisi Róbertsdóttur, sem ætlar að útskýra þetta sérkennilega mál.

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, tók að sér nýtt og sérkennilegt hlutverk í nafni Kveiks, þegar hann gerðist tilraunadýr í svefnrannsóknum. Þátturinn fjallar um tveggja og hálfs milljarðs króna svefnrannsókn sem Svefnsetur HR stýrir og nær til 38 annarra vísinda- og heilbrigðisstofnana um allan heim.

Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðilæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur skrifaði grein í Læknablaðið á dögunum. Þar fjallaði hann um málþing á nýafstöðnum Læknadögum þar sem fjallað var um sóun í íslenska heilbrigðiskerfinu. Við ætlum að fá Ragnar Frey til okkar á eftir til að ræða þessi mál og fara yfir sóunina í kerfinu frá ólíkum sjónarhornum.

Hvað brennur á stúdentum í skipulagsmálum? Þau eru framtíðin og mikilvægt að hlusta eftir þeirra röddum. Málþing fór fram á vegum Vísindagarðar HÍ. Markmiðið með viðburðinum er að efna til samtals um samgöngur og horft verður til framtíðar og fjölbreyttra lausna. Sýn stúdenta var í forgrunni á fyrsta fundinum sem fram fór í dag. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs kemur til okkar sem og Þorsteinn R. Hermannsson, hjá Betri samgöngum en hann hélt einnig erindi á fundinum.

Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða var að ljúka en málið hefur vakið athygli fyrir þær sakir að menn eru ákærðir fyrir að ætla sér að fremja hryðjuverk, en það var aldrei fullframið. Þá rís upp sú eðlilega spurning; er hægt að sakfella fólk fyrir að aðhyllast öfgastefnu, eða ætluðu þeir sér raunverulega að vinna einhvern skaða. Ingibjörg Sara

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-20

Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.

KK - Hafðu engar áhyggjur.

U2 - Beautiful Day.

Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.

SHAWN MENDES & CAMILA CABELLO - Senorita.

Sivan, Troye - One Of Your Girls.

McRae, Tate - Greedy.

FLOTT - Flott.

Er aðgengilegt til 12. febrúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,