Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Pétur Þorsteinsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Skiptar skoðanir eru um frumvarp ríkisstjórnarinnar um uppkaup á eignum Grindvíkinga, en frumvarpið er meðal þess sem við ræddum þegar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í þáttinn. Einnig var rætt um aðrar framkvæmdir á Reykjanesi, um kjarasamningsviðræður sem nú hefur verið slitið og um uppgjör stórra fyrirtækja, sem nú tínast inn eitt af öðru.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands átti fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta á dögunum, sem gæti hafa verið þeirra síðasti fundur. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur frá fundinum og ýmsu fleiru í Berlínarspjalli.
Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands verða brátt hluti af svokallaðri háskólasamstæðu. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum kom til okkar í síðasta hluta þáttarins og rædd um þetta nýja fyrirkomulag í háskólastarfi hér á landi.
Umsjónarmenn eru Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Litla sæta ljúfan góða - Hljómsveit Ingimars Eydal, Vilhjálmur Vilhjálmsson
Þú kysstir mína hönd - Ragnhildur Gísladóttir, Tómas R. Einarsson
Jack and Diane - Mellencamp, John .
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Þann 28.febrúar verður Öldrunarráð Íslands með ráðstefnu með yfirskriftina Þarft þú að skipta um lykilorð - að eldast á viðsjárverðum tímum. Þar verða flutt erindi um til dæmis netöryggi, viðbrögð við netbrotum, ofbeldi sem aldraðir eru sérstaklega útsettir fyrir og hvaða aðstoð og hjálp eru í boði. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða Hjúkrunaheimilis og formaður Öldrunarráðsins kom til okkar í dag og sagði okkur betur frá ráðstefnunni og með henni kom Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hann heldur erindi á ráðstefnunni um ofbeldi gegn öldruðum.
Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna hefur um árabil safnað gömlum bíómyndum á Super 8mm kvikmyndaspólum, sem var eina leiðin fyrir fólk að vera sinn eigin dagskrárstjóri áður en VHS kom á markaðinn. Næsta fimmtudag verður Super 8 sýning í Norræna húsinu þar sem rúllað verður í gegn nokkrum stuttmyndum sem íslenskir listamenn hafa gert á þessu stórskemmtilega formi. Í lokin mun Páll Óskar gefa sýnishorn af því hvernig fólk horfði á bíó heima hjá sér, en oftast voru vinsælar myndir gefnar út í 10 mínútna útgáfum. Páll Óskar mætti í þáttinn með fangið fullt af kvikmyndum í stórum og litlum útgáfum.
Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið og í dag töluðum við hann um hækkandi sól og hvenær sólin fer að verma. Einnig um dægursveiflu hitans og endurkast sólar frá snjónum. Hláku er spáð um helgina og við fengum svar við spurningunni hvað er asahláka? Svo fræddumst við um skyndihlýnun upp í heiðhvolfinu en henni er spáð í lok vikunnar og mun hún móta veðrið hjá okkur fram í marsmánuð. Veðurhorfurnar lengra fram í tímann tengjast þessu fyrirbæri. Já, það var um nóg að tala við Einar Sveinbjörnsson í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
In the Mood / Glenn Miller band (Joe Garland og Andy Razaf)
Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson (Jenni Jónsson)
The Good the Bad & the Ugly / Hugo Montenegro (Ennio Morricone)
If Paradise is Half as Nice / Amen Corner (Battisti, Fishman & Mogol)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aðilum vinnumarkaðarins er frjálst að setja hvaða forsenduákvæði sem er inn í kjarasamninga, segir seðlabankastjóri. Ákvarðanir bankans stýrist þó aldrei af slíku. Hann telur ákvæði um stýrivexti í samningum ekki skynsamlegt.
Viðræður um vopnahlé á Gaza standa yfir í Kaíró. Ísraelar gera enn loftárásir á borgina Rafah.
Vonast er til að heitavatnskerfið á Suðurnesjum nái jafnvægi í dag, en bíða gæti þurft til kvölds eftir fullum þrýstingi. HS Orka fylgist vel með kaldavatnslögnum sem einnig fóru undir hraun og eru lífæðar virkjunarinnar í Svartsengi.
Forstjóri Play segir að staða flugfélagsins sé góð og að engar líkur á að flugfélagið fari í þrot á næstu mánuðum. Umræða um bága stöðu félagsins síðustu daga sé ósanngjörn.
Saksóknari í hryðjuverkamálinu gerir ekki kröfu um tiltekna refsingu yfir sakborningunum tveimur, heldur leggur það alfarið í hendur dómara að meta, í ljósi þess að aldrei hafi verið dæmt fyrir slíkt brot áður.
Flugvélar sem rákust saman á flugi úti við Suðurströndina á sunnudag eru ekki flughæfar eftir atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn málsins, sem talið er alvarlegt.
Lögregla í Gautaborg í Svíþjóð leitar að manni sem saknað er eftir eldsvoða í vatnsrennibrautagarði í borginni í gær.
Í dag er sprengidagur og þá er til siðs að úða í sig saltkjöti og baunum. Búast má við að margir standi vel saddir upp frá borðum eftir hádegismatinn.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Crossfit-meistarinn Annie Mist Þórisdóttir segir að konur á breytingaskeiði eigi að lyfta lóðum þrisvar í viku, taka hraða spretti einu sinni í viku og borða eitthvað prótein í hvert mál. Þannig sporni þær við vöðvarýrnun og styrki beinin. Þóra Tómasdóttir ræddi við Annie Mist um matarræði og æfingar á breytingaskeiði.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Eru til 12 lítrar af vatni á hvern heimilismeðlim, þurrmatur, hleðslubanki, prímus. Hér á landi er lagt upp með að fólk geti bjargað sér í þrjá daga ef neyðarástand skapast og innviðir bresta, til dæmis vegna náttúruhamfara. Við ætlum að ræða viðlagakassann við Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, ekki síst í ljósi yfirstandandi hamfara á Reykjanesskaganum.
Trukkaveitan - hvað er nú það? Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum ræðir þetta við okkur. 1800 tonn af heitu vatni á 10 tankbílum sem fóru um 140 ferðir með fulla tanka af 80 gráðu heitu vatni koma við sögu og úrræðagóðir veitustarfsmenn.
Í dag er sprengidagur og eflaust margir hlustendur saddir og sælir eftir hádegismatinn. Við ætlum í tilefni dagsins að rifja upp viðtal frá árinu 2010 þar sem rætt var við Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, um sprengidag, saltkjöt og baunir fyrir Síðdegisútvarpið á Rás 2.
Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Björt Rúnarsdóttir lærði á selló og hefur verið hljóðfæri hennar alla tíð. Þegar hún fór að spila tilraunakennda tónlist á sellóið á sínum tíma fann hún fjölina sína og hefur verið afkastamikil í að spila með ýmsum tónlistarmönnum á Spáni þar sem hún hefur búið síðustu áratugi. Nýverið kom út fyrsta breiðskífa hennar.
Lagalisti:
Tiktúra - Rekaldi
Live - Vakan
Rennes 2015 sur son 31 ! - Rennes 2015 sur son 31 !
Óútgefið - Dafne
Tiktúra - Árábreiða
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti segir frá fyrstu tilraunum manna til klífa hæsta tind jarðar, Mount Everest í Himalaja-fjöllum. Fyrst er vikið að fjallinu sjálfu og heiti þess en síðan beinist athyglin að leiðangri sem Bretar skipulögðu upp á fjallið árið 1924 en frægasti þátttakandinn þá var George Mallory, helsti fjallagarpur Englendinga, en hann týndist á fjallinu ásamt ungum og efnilegum klifurmanni sem hét Andrew Irvine. Aldrei hefur orðið ljóst hvort þeir komust á efsta tindinn áður en fjallið varð þeim að bana.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Paul Lydon var að gefa út plötuna Umvafin loforðum og heldur tónleika í Mengi í næstu viku. Paul hefur spilað á píanó síðan hann var unglingur í Boston en hann fluttist hingað til lands fyrir 30 árum síðan, nánast fyrir tilviljun. Paul, sem einnig þýðir ljóð úr persnesku, er heillaður af íranskri tónlist og þau áhrif, auk írskra róta hans, segir hann vera undirliggjandi í tónsmíðunum. Við ræðum við Paul í þætti dagsins.
Einnig verður rætt við Braga Ólafsson um bók sem hann gaf út 2014 í samstarfi við leigufélagið Gamma, og sem var aðeins dreift til starfsmanna og viðskiptavina þess.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í smásagnasafn Lydiu Davis, Mér líður ágætlega en mér gæti liðið betur sem kom út í íslenskri þýðingu Berglindar Ernu Tryggvadóttur í vetur.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við höldum áfram umfjöllun um íslenskar grasrótarsafnplötur sem við hófum í síðustu viku. Á árunum 1987-1991 stóð Erðanúmúsík, rassvasafyrirtæki Dr. Gunna, fyrir útgáfu á safnplöturöðinni Snarl.
Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar býður í kaffi á kaffistofu á Suðurlandsbrautinni. Við ræðum við hann um blaðamennsku og hvaða ógnir steðja að starfsgreininni.
Lagalisti:
Kátir piltar - Feitar konur
Kátir piltar - Heyrðu
Kátir piltar - Killerinn
Sogblettir - 5. gír
Snorra-Gissur Gylfason frá Bólu - Dóp & Kaffi
The Daisy Hill Puppy Farm - Napalm Baby
Gult að innan - Gefðu mér frið
Daisy Hill Puppy Farm - Heart Of Glass (Blondie Cover)
Parror - Partý
Sykurmolarnir - Skalli
Paul & Laura - Heilagur maður
Afródíta - Taktu mig Karíus
16 Eyrnahlífabúðir - Betri maður
Bless - Sunnudagamánuður
Kanye West, Ty Dolla $ign - Carnival
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Vonast er til þess að hægt verði að hjálpa Palestínumönnum á Gaza sem hafa fengið dvalarleyfi hér. Utanríkisráðherra segir að þetta skýrist á næstu dögum eða vikum.
Bandarískur öldungadeildarþingmaður sakar ísraelsk stjórnvöld um stríðsglæp með því að svelta palestínsk börn til bana.
Leit hélt áfram í dag að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum. Leitað var í almenningsgarði og litlu vatni.
Verjendum beggja sakborninga í hryðjuverkamálinu þykir eðlilegt að saksóknari hafi lagt það í hendur dómara að meta refsingu í málinu.
Stéttarfélagið AFL boðar aðgerðir - fyrni sveitarfélög ótekið orlof starfsfólks. Sveitarfélögin segja það ekki standa til.
Ríkið gerir kröfu til langflestra eyja, skerja og hólma við landið á grundvelli þjóðlendulaga. Landeiganda á Breiðafjarðareyjum finnst kröfurnar stífar.
Neytendasamtökin vara við bílaleigu sem hefur ítrekað ofrukkað viðskiptavini samkvæmt úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sendinefndir frá Egyptalandi, Katar, Bandaríkjunum og Ísrael settust í dag að samningaborðinu í Kaíró í Egyptalandi til að reyna enn einu sinni að semja um vopnahlé á Gaza. Meðal þeirra sem voru mættir til að reyna að miðla málum voru yfirmenn bandarísku og ísraelsku leyniþjónustunna CIA og Mossad.
Nýlega birti greiningardeild ríkislögreglustjóra árlega skýrslu sína um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hún talin að þriðja stigi, aukin ógn. Ógnin er talin meiri en áður því til staðar sé ásetningur eða geta og hugsanleg skiplagning hryðjuverka. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeildinni segir að horft sé til marga þátta þegar staðan er metin, meðal annars ástands í nágrannalöndum og sem betur fer sé staðan betri hér.
Mokveiði hefur verið hjá línubátum víða um land undanfarnar vikur og eru sumar veiðiferðirnar líkastar ævintýri. Þannig fékk þrjátíu tonna bátur frá Hornafirði fékk tæp 43 tonn á eina og sömu línulögnina og þurfti tvær ferðir til að landa aflanum. Veiðin er nánast eingöngu þorskur og sjómenn velta fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að auka þorskkvótann.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag verða bollur, öskupokar, kettir, tunnur, dauðir hrafnar og saltkjöt og baunir, túkall í aðalhlutverki. Við kynnum okkur skemmtilega sögu og merkilegar hefðir þessara daga á Íslandi.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá kammertónleikum á Verbier-tónlistarhátíðinni í Sviss, 19. júlí sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Sergej Rakhmanínov og Johannes Brahms.
Flytjendur: Daniel Lozakovitsj fiðluleikari, Antoine Tamestit víóluleikari, Klaus Mäkelä sellóleikari og píanóleikarinn Yuja Wang.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Eru til 12 lítrar af vatni á hvern heimilismeðlim, þurrmatur, hleðslubanki, prímus. Hér á landi er lagt upp með að fólk geti bjargað sér í þrjá daga ef neyðarástand skapast og innviðir bresta, til dæmis vegna náttúruhamfara. Við ætlum að ræða viðlagakassann við Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, ekki síst í ljósi yfirstandandi hamfara á Reykjanesskaganum.
Trukkaveitan - hvað er nú það? Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum ræðir þetta við okkur. 1800 tonn af heitu vatni á 10 tankbílum sem fóru um 140 ferðir með fulla tanka af 80 gráðu heitu vatni koma við sögu og úrræðagóðir veitustarfsmenn.
Í dag er sprengidagur og eflaust margir hlustendur saddir og sælir eftir hádegismatinn. Við ætlum í tilefni dagsins að rifja upp viðtal frá árinu 2010 þar sem rætt var við Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, um sprengidag, saltkjöt og baunir fyrir Síðdegisútvarpið á Rás 2.
Við fáum svo pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við höldum áfram umfjöllun um íslenskar grasrótarsafnplötur sem við hófum í síðustu viku. Á árunum 1987-1991 stóð Erðanúmúsík, rassvasafyrirtæki Dr. Gunna, fyrir útgáfu á safnplöturöðinni Snarl.
Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar býður í kaffi á kaffistofu á Suðurlandsbrautinni. Við ræðum við hann um blaðamennsku og hvaða ógnir steðja að starfsgreininni.
Lagalisti:
Kátir piltar - Feitar konur
Kátir piltar - Heyrðu
Kátir piltar - Killerinn
Sogblettir - 5. gír
Snorra-Gissur Gylfason frá Bólu - Dóp & Kaffi
The Daisy Hill Puppy Farm - Napalm Baby
Gult að innan - Gefðu mér frið
Daisy Hill Puppy Farm - Heart Of Glass (Blondie Cover)
Parror - Partý
Sykurmolarnir - Skalli
Paul & Laura - Heilagur maður
Afródíta - Taktu mig Karíus
16 Eyrnahlífabúðir - Betri maður
Bless - Sunnudagamánuður
Kanye West, Ty Dolla $ign - Carnival
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Lagalisti:
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Spilaborg.
LENNY KRAVITZ - It ain't over 'til it's over.
STEALERS WHEEL - Stuck In The Middle With You.
McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.
Teddy Swims - Lose Control.
RADIOHEAD - High And Dry.
SKE - Julietta 2.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
THE THRILLS - Big Sur.
RED HOT CHILI PEPPERS - Under The Bridge.
Bríet - Fimm.
DAVID GRAY - Babylon.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up.
Lauryn Hill - Can't Take My Eyes Off You.
Finnbjörn A. Hermansson, forseti Alþýðusambands Íslands ræddi stöðuna í kjaraviðræðum og efnahagsmálin almennt.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn að standa vörð um lýðheilsu. Hver á annars að bera ábyrgð á skaðanum og borga brúsann spyr Alma D. Möller, landlæknir í erindi á málþingi um áfengi og lýðheilsu í dag. Við ræddum áfengis og vímuvarnir við landlækni og Siv Friðleifsdóttur sem stýrir málþinginu.
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, Prettyboitjokko, var til viðtals í Rokklandi á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann ræddi m.a. neikvætt umtal og markaðshyggju, og sagði að það væri tabú að koma af peningum á Íslandi. Við töluðum við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem töluvert hefur rannsakað efnahag og ójöfnuð, og spurðum um viðhorf Íslendinga til ríkra samlanda sinna.
Í dag er sprengidagur, í gær var bolludagur og á morgun er bæði öskudagur og valentínusardagur. Það er því nóg um hátíðahöld og hefðir þessa vikuna. Við ræddum við Terry Gunnell, þjóðfræðing, sem þekkir þessa daga og sögu þeirra vel.
Bryndís Gunnarsdóttir doktorsnemi og aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur rannsakað óyrt félagsleg samskipti tveggja ára barna í leikskóla þar sem hún horfir m.a. til húmors og félagslegrar samheldni.
Guðmundur Jóhannsson ræddi djúpfalsanir við okkur í tæknihorninu.
Tónlist:
Á móti sól - Ég verð að komast aftur heim.
Wings - Another day.
Troye Sivan - One of your girls.
Friðrik Dór - Aftur ung (dansaðu við mig).
Patri!k og Luigi - Skína.
Ómar Ragnarsson og Geirfuglarnir - Sprengidagur - Saltkjöt og baunir.
Hannes ft. Waterbaby - Stockholmsvy.
U2 - Even better than the real thing.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Farið var í leikinn Hljóðbrotið, tvö lög úr söngvakeppninni voru spiluð og hringt var austur á Eskifjörð og rætt við Sævar Guðjónsson um hátíðina Austurland Freeride sem verður í mars.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Aðilum vinnumarkaðarins er frjálst að setja hvaða forsenduákvæði sem er inn í kjarasamninga, segir seðlabankastjóri. Ákvarðanir bankans stýrist þó aldrei af slíku. Hann telur ákvæði um stýrivexti í samningum ekki skynsamlegt.
Viðræður um vopnahlé á Gaza standa yfir í Kaíró. Ísraelar gera enn loftárásir á borgina Rafah.
Vonast er til að heitavatnskerfið á Suðurnesjum nái jafnvægi í dag, en bíða gæti þurft til kvölds eftir fullum þrýstingi. HS Orka fylgist vel með kaldavatnslögnum sem einnig fóru undir hraun og eru lífæðar virkjunarinnar í Svartsengi.
Forstjóri Play segir að staða flugfélagsins sé góð og að engar líkur á að flugfélagið fari í þrot á næstu mánuðum. Umræða um bága stöðu félagsins síðustu daga sé ósanngjörn.
Saksóknari í hryðjuverkamálinu gerir ekki kröfu um tiltekna refsingu yfir sakborningunum tveimur, heldur leggur það alfarið í hendur dómara að meta, í ljósi þess að aldrei hafi verið dæmt fyrir slíkt brot áður.
Flugvélar sem rákust saman á flugi úti við Suðurströndina á sunnudag eru ekki flughæfar eftir atvikið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa fer með rannsókn málsins, sem talið er alvarlegt.
Lögregla í Gautaborg í Svíþjóð leitar að manni sem saknað er eftir eldsvoða í vatnsrennibrautagarði í borginni í gær.
Í dag er sprengidagur og þá er til siðs að úða í sig saltkjöti og baunum. Búast má við að margir standi vel saddir upp frá borðum eftir hádegismatinn.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa voru Popplandsverðir í dag. Allskonar tónlist að vanda, nokkur söngvakeppnis lög líka, póstkassinn opnaður og plata vikunnar á sínum stað sem er plata Low Light með Klemens Hannigan.
Þingmaður Samfylkingarinnar, Dagbjört Hákonardóttir gagnrýnir nýtt Airbnb-frumvarp sem ferðamálaráðherra kynnti á Alþingi í gær. Þar kom meðal annars fram að verði frumvarpið samþykkt verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Það þó ekki afturvirkt. Sem þýðir að þeir sem eru fyrir á markaði halda sinni stöðu.
Alþjóðlegur dagur útvarpsins er í dag og því ber að fagna með pompi og prakt. Í tilefni dagsins fáum við til okkar Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrástjóra Rásar eitt og svo Þórdísi Valsdóttur forstöðumann útvarpsmiðlunar Sýnar.
Vestmannaeyingar eru vægast sagt pirraðir út í fjármála- og efnahagsráðherra sem gerir nú kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker, sem og brekkuna í Herjólfsdal, þar sem glaðvær ungmenni syngja dátt hverja verslunarmannahelgi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja komst að þessu þegar þeim var bent á heimasíðu Óbyggðanefndar af ónefndum lögmanni. Það er skammt stórra högga á milli hjá bæjarstjóra Vestmannaeyja, henni Írisi Róbertsdóttur, sem ætlar að útskýra þetta sérkennilega mál.
Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, tók að sér nýtt og sérkennilegt hlutverk í nafni Kveiks, þegar hann gerðist tilraunadýr í svefnrannsóknum. Þátturinn fjallar um tveggja og hálfs milljarðs króna svefnrannsókn sem Svefnsetur HR stýrir og nær til 38 annarra vísinda- og heilbrigðisstofnana um allan heim.
Ragnar Freyr Ingvarsson sérfræðilæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur skrifaði grein í Læknablaðið á dögunum. Þar fjallaði hann um málþing á nýafstöðnum Læknadögum þar sem fjallað var um sóun í íslenska heilbrigðiskerfinu. Við ætlum að fá Ragnar Frey til okkar á eftir til að ræða þessi mál og fara yfir sóunina í kerfinu frá ólíkum sjónarhornum.
Hvað brennur á stúdentum í skipulagsmálum? Þau eru framtíðin og mikilvægt að hlusta eftir þeirra röddum. Málþing fór fram á vegum Vísindagarðar HÍ. Markmiðið með viðburðinum er að efna til samtals um samgöngur og horft verður til framtíðar og fjölbreyttra lausna. Sýn stúdenta var í forgrunni á fyrsta fundinum sem fram fór í dag. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs kemur til okkar sem og Þorsteinn R. Hermannsson, hjá Betri samgöngum en hann hélt einnig erindi á fundinum.
Aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða var að ljúka en málið hefur vakið athygli fyrir þær sakir að menn eru ákærðir fyrir að ætla sér að fremja hryðjuverk, en það var aldrei fullframið. Þá rís upp sú eðlilega spurning; er hægt að sakfella fólk fyrir að aðhyllast öfgastefnu, eða ætluðu þeir sér raunverulega að vinna einhvern skaða. Ingibjörg Sara
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-20
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
KK - Hafðu engar áhyggjur.
U2 - Beautiful Day.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
SHAWN MENDES & CAMILA CABELLO - Senorita.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
McRae, Tate - Greedy.
FLOTT - Flott.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Vonast er til þess að hægt verði að hjálpa Palestínumönnum á Gaza sem hafa fengið dvalarleyfi hér. Utanríkisráðherra segir að þetta skýrist á næstu dögum eða vikum.
Bandarískur öldungadeildarþingmaður sakar ísraelsk stjórnvöld um stríðsglæp með því að svelta palestínsk börn til bana.
Leit hélt áfram í dag að Jóni Þresti Jónssyni sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum. Leitað var í almenningsgarði og litlu vatni.
Verjendum beggja sakborninga í hryðjuverkamálinu þykir eðlilegt að saksóknari hafi lagt það í hendur dómara að meta refsingu í málinu.
Stéttarfélagið AFL boðar aðgerðir - fyrni sveitarfélög ótekið orlof starfsfólks. Sveitarfélögin segja það ekki standa til.
Ríkið gerir kröfu til langflestra eyja, skerja og hólma við landið á grundvelli þjóðlendulaga. Landeiganda á Breiðafjarðareyjum finnst kröfurnar stífar.
Neytendasamtökin vara við bílaleigu sem hefur ítrekað ofrukkað viðskiptavini samkvæmt úrskurðum kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Sendinefndir frá Egyptalandi, Katar, Bandaríkjunum og Ísrael settust í dag að samningaborðinu í Kaíró í Egyptalandi til að reyna enn einu sinni að semja um vopnahlé á Gaza. Meðal þeirra sem voru mættir til að reyna að miðla málum voru yfirmenn bandarísku og ísraelsku leyniþjónustunna CIA og Mossad.
Nýlega birti greiningardeild ríkislögreglustjóra árlega skýrslu sína um hryðjuverkaógn á Íslandi. Hún talin að þriðja stigi, aukin ógn. Ógnin er talin meiri en áður því til staðar sé ásetningur eða geta og hugsanleg skiplagning hryðjuverka. Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeildinni segir að horft sé til marga þátta þegar staðan er metin, meðal annars ástands í nágrannalöndum og sem betur fer sé staðan betri hér.
Mokveiði hefur verið hjá línubátum víða um land undanfarnar vikur og eru sumar veiðiferðirnar líkastar ævintýri. Þannig fékk þrjátíu tonna bátur frá Hornafirði fékk tæp 43 tonn á eina og sömu línulögnina og þurfti tvær ferðir til að landa aflanum. Veiðin er nánast eingöngu þorskur og sjómenn velta fyrir sér hvort ekki sé tilefni til að auka þorskkvótann.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Júlí Heiðar, PATRi!K - Heim.
THEFUCK - SHEISLIKETHEWIND.
Benni Hemm Hemm - Ljósið.
Jóhann Egill Jóhannsson - LUCID DREAMING.
Malen - I Can?t Help It.
Thoracius Appotite - The Sweetest Thing I Ever Did Know.
Inki - Barefoot on the Dancefloor.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kalt þriðjudagskvöld og þess vegna byrjum við á hlýlegum nótum á Kvöldvaktinni með nýjum lögum frá Friðrik Dór, Kacey Musgraves, Maggie Rogers, Declan McCenna, Cage the Elephant, Mumford and Sons, Barry Cant Swim, Justice & Tame Impala og síðan þyngist róðurinn smám saman með alls konar jazzi til lokunar eins og venja er.
Lagalistinn
Friðrik Dór Jónsson - Aftur ung (Dansaðu við mig).
Karen O - The Moon Song
Kacey Musgraves - Deeper Well.
Declan McKenna - Slipping Through My Fingers.
Velvet Underground - After hours.
Maggie Rogers - Don't Forget Me.
Julian Civilian - Þú straujar hjarta mitt.
BLUR - There Are Too Many Of Us.
Cage the Elephant - Neon Pill.
Jack White - A Madman From Manhattan.
Mumford and Sons - Good People.
Barry Can't Swim - Always Get Through To You
JAGÚAR - One Of Us [Radio Edit].
Russell, Paul - Lil Boo Thang.
Ásdís, Purple Disco Machine - Beat Of Your Heart.
Tame Impala, Justice - One night / All night.
KYLIE MINOGUE - Slow.
Grande, Ariana - Yes, and?.
KATE BUSH - The Man With The Child In His Eyes.
Caroline Polachek - Butterfly Net (feat. Weyes Blood).
Atli - When It Hurts.
The War and Treaty, Wilder Woods - Be Yourself.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fjöllin og fjarlægðin.
Decemberists, the - Burial Ground.
Cold War Kids - Heaven In Your Hands (bonus track wav).
THE THE - Slow emotion replay.
Future Islands - The Thief.
Páll Óskar Hjálmtýsson - Elskar þú mig ennþá.
Arlo Parks, Lous and The Yakuza - I'm Sorry.
SKIP MARLEY & HER - Slow Down.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Gosi - Ófreskja.
Númer 3 - Feluleik.
Goddard., Cat Burns - Wasted Youth.
Nia Archives - Off Wiv Ya Headz.
Logi Pedro - Englar alheimsins.
Little Simz - Mood Swings.
BETH ORTON - Central Reservation.
Gibbons, Beth - Floating on a Moment.
National, Phoebe Bridgers - Laugh Track.
Bodega - Tarkovski.
Ólafur Bjarki Bogason - Yfirhafinn.
Fontains D.C. - A Heroes Death
Faye Webster, Lil Yachty - Lego Ring
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Rokkland í dag er að mestu helgað Laufey Lin Jónsdóttur sem hefur slegið í gegn um allan heim á eigin forsendum og að mestu heiman frá sér. Hún hlaut Grammy verðlaun sunnudaginn fyrir viku í flokknum Best Traditional Pop Vocal Album. Þau sem hafa hlotið þessi sömu verðlaun er fólk eins og Tony Bennet, Frank Sinatra, Joni Mitchell, Rod Stewart og Paul McCartney.
Laufey ólst upp í Reykjavík og Washington DC. Hún fór í Versló og þaðan til Berkeley school of music í Boston á skólastyrk. Hún útskrifaðist á netinu í Covid og sló svo í gegn á netinu með myndböndum sem hún póstaði á samfélagsmiðla. Hún býr í Los Angeles en er á leiðinni til Íslands til að spila þrjú kvöld í röð í Eldborg í mars, en þeir tónleikar eru liður í hátt í 100 tónleika-túr um Bandaríkin og Evrópu.
Halla Harðardóttir spjallaði við Laufey í desember fyrir þáttinn Undir álögum sem var á dagskrá Rásar 1 um jólin. Rokkland fékk góðfúslegt leyfi til að nota brot úr því viðtali í þátt vikunnar dagsins.
Joni Mitchell og fyrstu Grammy verðlaunin (1959) koma líka við sögu í dag.