15:03
Frjálsar hendur
Mallory 1
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Í þessum þætti segir frá fyrstu tilraunum manna til klífa hæsta tind jarðar, Mount Everest í Himalaja-fjöllum. Fyrst er vikið að fjallinu sjálfu og heiti þess en síðan beinist athyglin að leiðangri sem Bretar skipulögðu upp á fjallið árið 1924 en frægasti þátttakandinn þá var George Mallory, helsti fjallagarpur Englendinga, en hann týndist á fjallinu ásamt ungum og efnilegum klifurmanni sem hét Andrew Irvine. Aldrei hefur orðið ljóst hvort þeir komust á efsta tindinn áður en fjallið varð þeim að bana.

Umsjón: Illugi Jökulsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,