Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Í níunda þætti er fjallað um átraskanir sem eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði.
Viðmælendur eru: Angela Haydarly, Elín Vigdís Guðmundsdóttir, Heiða Rut Guðmundsdóttir og Sigríður Elín Jónsdóttir.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.
Umsjón og handritsgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Siguvin Lárus Jónsson flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Leikin eru lög af plötunni Native Dancer sem saxófónleikarinn Wayne Shorter gaf út 18. janúar 1975. Gestur Shorters er brasilíski söngvarinn og lagasmiðurinn Milton Nascimento. Þeir flytja einskonar heimstónlistardjass á þessari plötu og njóta aðstoðar slagverksleikarans Airto Moreira, trommarans Robertino Silva, píanistan Herbie Hancock, gítarleikaranna Jay Graydon og David Amaro, bassaleikarans Dave McDaniel og hljómborðsleikarans Wagner Tiso.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum er fjallað um ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, frá ýmsum ólíkum sjónarhornum.
Lesari: Hjalti Rögnvaldsson.
Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason.
Í þættinum er fjallað um ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, frá ýmsum ólíkum sjónarhornum. Fluttur er kafli úr sagnabálkinum Tíæll Ugluspegill í þýðingu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Auk þess er fluttur kafli úr Heljarslóðarorustu Benedikts Gröndals. Lesari með umsjónarmanni er Hjalti Rögnvaldsson, leikari.
Umsjón: Arthur Björgvin Bollason.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Veðurstofa Íslands.
Benedikt Hermannson ræðir við góða gesti um tungumál tónfræðinnar og varpar ljósi á byggingareiningar tónlistarinnar.
Hljómfræði er fag sem hægt er að eyða mörgum árum í að læra fram og til baka - en hljómar eru líka sem mjög einfalt fyrirbæri. Til hvers eru þá allar þessar pælingar? Er þetta bara eitthvað blaður um tónlistina, sem annars er dularfullur galdur - eða er þetta kannski hluti af galdrinum sjálfum? Katrín Helga Ólafsdóttir, eða K.Óla ræðir tónlistina út frá sjónarhorni tónfræðinnar.
Hægt er að hlusta á lagalista þáttarins á Spotify.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Flosi Eiríksson ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Þau ræddu meðal annars aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Grindavík, stjórnmál, tjaldbúðir á Asturvelli, kjaraviðræður og Eurovision.
Stjórnandi: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld hyggjast skilgreina stórfellda Airbnb-leigu sem atvinnustarfsemi og hækka þar með skatta á hana. Einnig fá sveitarfélög aukið vald til að stýra umfangi starfseminnar. Megintilgangurinn er að auka framboð á húsnæði.
Ísraelsk stjórnvöld ætla að banna Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu að starfa á Gaza eftir að nokkrir starfsmenn stofnunarinnar voru bendlaðir við árásir Hamas á Ísrael.
Jarðskjálfti nærri Bláfjallaskála fannst á höfuðborgarsvæðinu snemma í morgun. Virknin er ekki sögð tengjast jarðhræringunum við Grindavík.
Matvælastofnun hefur kært ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum til ríkissaksóknara, um að hætta rannsókn á slysasleppingum eldislaxa úr fiskeldisstöð í Patreksfirði í fyrra.
Gular viðvaranir eru í gildi sunnan- og vestanlands vegna suðvestan hríðarveðurs. Blint og hvasst er á fjallvegum og varað við að Holtavörðuheiði geti lokast með stuttum fyrirvara.
Aukið eftirlit og fyrirbyggjandi ráðstafanir urðu til þess að blóðtaka úr fylfullum hryssum gekk vel í fyrra út frá dýravelferðarsjónarmiðum, að mati Matvælastofnunar.
Færeyingar hafa gefið tíu milljónir í landssöfnun fyrir Grindvíkinga.
Svíar standa í stappi á EM karla í handbolta. Þeir kvörtuðu formlega til Evrópska handknattleikssambandsins eftir tap fyrir Frökkum í undanúrslitum í gær. EHF segir úrslitin standa en Svíar geta mótmælt þeirri niðurstöðu til átta í kvöld.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Yfirvöld í einræðisríkinu Sádi-Arabíu eru sökuð um íþróttaþvætti (sportswashing á ensku) með því að setja fjármuni í íþróttir víða um heim til að bæta ímynd sína. Þetta hefur víða heppnast vel frá þeirra sjónarhóli. Eitt dæmi um þetta er að síðasta sumar komu margir af bestu knattspyrnumönnum heims í lið í sádiarabísku deildinni gegn himinháum launum. Sú tilraun virðist ekki ganga vel og farið er að bera á ósætti og jafnvel brotthvarfi leikmanna. Hallgrímur Indriðason skoðar ástæðurnar fyrir því, og hvaða áhrif það hefur.
Meira en helmingur af heimsbyggðinni gengur að kjörborðinu á þessu ári, rúmlega fjórir milljarðar manna. En þrátt fyrir það á lýðræðið mjög undir högg að sækja, því víða er ekki gert nóg til að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar. Kjördagur er bara toppurinn á ísjakanum, fyrir þau sem fylgjast með og hafa eftirlit með kosningum í aðildarríkjum ÖSE - Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu. Þetta eru þau sammála um, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum yfirmaður hjá ÖSE, og Albert Jónsson, fyrrum sendiherra í þessari umfjöllun Björns Malmquist. Undanfarin ár hafa þau bæði leitt hópa sérfræðinga sem aðildarríki samtakanna hafa boðið að koma og meta undirbúning og framkvæmd kosninga, en ekki síður hvort stjórnvöld í viðkomandi ríki sjái til þess að stjórnmálaflokkar hafi jöfn tækifæri til að koma sínum málstað á framfæri; hvort kjósendur hafi forsendur til að taka upplýsta ákvörðun. Með öðrum orðum: hvort lýðræðið virkar.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Þröstur Helgason doktor í bókmenntafræði og stofnandi KIND útgáfu, en útgáfan stendur fyrir námskeiði um Eggert Pétursson listmálara í tilefni af útkomu nýrrar bókar um listamanninn. En við fengum auðvitað að vita hvaða bækur Þröstur hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þröstur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Ýmsar bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um bláa litinn,
Ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar
All That is Solid Melts Into Air e. Marshall Berman
David Scott Kastan: On Color
Paradísamissir e. John Milton í nýrri þýðingu Jóns Erlendssonar
Svo nefndi Þröstur fræðifólkið Michel Foucault, Roland Barthes, Matthías Viðar Sæmundsson, Ástráður Eysteinsson, Jón Karl Helgason, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, sem öll hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á hans störf og skrif.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er haldin 24. til 26. janúar. Meðal atriða á hátíðinni er kynning á verkum bandarísku tónlistarkonunnar Pauline Oliveros, sem Skerpla flytur víða í Hörpu, eins og Berglind María Tómasdóttir greinir frá, og harmonikkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson verður í stóru hlutverki.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Við erum öll oftar en ekki í spuna á hverjum degi, með mismargar fyrirfram ákveðnar vörður. Margir kannast við að vilja helst stýra atburðarrásinni og vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Eins þekkja margir það að festast í hugsunum sínum, áhyggjum og kvíða og missa um leið hæfileikann til að hlusta á annað fólk og umhverfið, vera í flæði, treysta og hafa gaman. Í þættinum er velt upp spurningum um hvernig hugmyndafræði spunans getur speglast í daglegu lífi. Dóra Jóhannsdóttir ræðir í þættinum við Rebekku Magnúsdóttur, Ólaf Ásgeirsson og Halldóru Geirharðsdóttur, sem öll hafa lært og kennt spuna.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir.
Þáttaröð um geðheilbrigðismál.
Í níunda þætti er fjallað um átraskanir sem eru alvarlegir langvinnir geðsjúkdómar sem einkennast af miklum truflunum á mataræði.
Viðmælendur eru: Angela Haydarly, Elín Vigdís Guðmundsdóttir, Heiða Rut Guðmundsdóttir og Sigríður Elín Jónsdóttir.
Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir, Margrét Manda Jónsdóttir og Tómas Hrafn Ágústsson.
Umsjón og handritsgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Guð er að finna víða í bókmenntunum og leitina að guði. Einhverjir hafa fundið guð og halda sér fast í faðminn - aðrir hafa glatað honum af ótal ólíkum ástæðum. Guð bókmenntanna er margvíslegur og fer það alveg eftir því hvar maður drepur niður fæti - hvort það þyki almennt fínt að yrkja um guð. Og þá hvaða guð, eða guði? Guð í einhverri mynd verður einn af lyklum okkar að efni þáttarins í dag. Við ætlum að dýfa okkur í höfundarverk íslensks skálds sem við heyrðum í hér áðan tala um hvernig það er að yrkja um guð, í viðtali árið 2011... Ísak Harðarson komst í snertingu við guð á sínum ferli og fann ljóðræna, róttæka leið til þess að tjá sig um þetta tilvistarlega og trúarlega ferðalag á guðs vegum. Ísak Harðarson var afkastamikið og fjölhæft skáld, skáld íróníu og glettni en kljáðist líka við stóru spurningarnar í leit íhugull innávið. Nýtt ljóðasafn eftir Ísak leit dagsins ljós nýlega og við flettum í því. Svo hverfum við líka rúm 350 ár aftur í tímann og höldum til Englands þar sem John Milton, skáldið blinda orti söguljóðið Paradísarmissi, lykilverk enskra bókmennta, ljóð sem ort var á miklum tímamótum og markaði líka tímamót. Ljóðið var fyrst þýtt á íslensku af Jóni Þorlákssyni á Bægisá en splunkuný þýðing kom til jarðar fyrir skemmstu eftir Jón Erlendsson. Paradísarmissir fjallar um stóru sögu kristninnar, söguna sem enn er verið að segja, af syndafallinu, freistingum og breyskleika, englum og djöflum, upphafinu og endinum.
Viðmælendur: Þórður Sævar Jónsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Ástráður Eysteinsson og Jón Erlendsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Víkingar er leikið hlaðvarp í níu hlutum sem byggir á frásögnum frá víkingatímanum. Þetta er saga um fólk sem lifði í okkar heimi fyrir þúsund árum síðan. Hún fjallar um háskafarir og hrottaleg rán. Um sjóferðir vestur yfir Atlantshafið og lengst austur í Asíu. Um ævintýri sem áttu eftir að breyta Norðurlöndunum öllum.
Fjórar persónur eru í forgrunni, Ragnar Loðbrók, Guðríður Þorbjarnardóttir, Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Harðráði.
Þáttaröðin Víkingar var unnin af sænska ríkisútvarpinu SR með stuðningi frá Nordvision sjóðnum, NRK, DR og RÚV. Verkið sækir innblástur í heimildir á borð við Íslendingasögurnar og aðrar norrænar fornsögur en nýtir sér möguleika skáldskaparins þegar við á.
Þorsteinn lifir harðan veturinn ekki af en Guðríður heyrir rödd hans engu að síður, hann segir henni að láta draum þeirra rætast og sigla til Vínlands.
Sögumaður: Tinna Hrafnsdóttir
Guðríður Þorbjarnardóttir: Margrét Vilhjálmsdóttir
Höfundar texta og hljóðmyndar: Ulla Svensson, Emelie Rosenqvist, Mathilda von Essen og David Rune.
Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson
Tónlist: Matti Bye
Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Sex ríki, þar á meðal Bandaríkin og Bretland, ætla að frysta framlög til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Hópur starfsmanna hjá stofnuninni hefur verið bendlaður við árás Hamas samtakanna á Ísrael í október í fyrra.
Menningarráðherra segir að ef ákveðið verður að taka ekki þátt í Eurovision sé það af þeirri stærðargráðu að utanríkisráðherra þurfi að koma að málinu, sem sé utanríkismál.
Hálf öld er í dag liðin frá hvarfi Guðmundar Einarssonar. Dularfull örlög hans urðu síðar kveikjan að einu alræmdasta sakamáli Íslandssögunnar: Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Svíar hafa látið staðar numið í kvörtun sinni til Evrópska handboltasambandsins og staðfest er að Frakkar leika til úrslita á EM.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er haldið áfram umfjöllun um upphaf landnáms Breta í Ástralíu og sögu frumbyggjaþjóða Ástralíu. Í þessum þætti er sjónum beint að manni að nafni Bungaree, sem var túlkur í landkönnunarleiðöngrum Breta.
Veðurstofa Íslands.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jazz Ambassdors leika lögin Close Enough For Love, Cell Talk, Toni, A Cool Breeze, Hip Music Box, Tippin' In, I'll Follow The Secret Heart, Frankie and Johnny og Poor Butterfly. Lester Young Tribute Band leikur lögin I Gotta Right To Sing The Blues, You're Driving Me Crazy, It Had To Be You, The Shake Of Araby, September In The Rain, Exactly Like You, In A Little Spanish Town og Them There Eyes. Gilad Hekselman og tríó hans leika lögin Dove Song, Samba em prelúdio, Verona og Last Train Home.
Almenn fyndni, brandarar, grínþættir og skemmtisögur af margvíslegasta tagi er stór þáttur mannlegarar tilveru. Í þáttunum ,,Ég er ekki að grínast" er komið víða við og fjallað um ýmsar birtingarmyndir húmors. Umsjón: Kristín Einarsdóttir.
Í þættinum er rætt um Hið íslenska reðasafn og Draugasetrið á Stokkseyri. Viðmælendur eru Bjarni Harðarson þjóðfræðinemi og Sigurjón Baldur Hafsteinsson lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Umsjón: Kristín Einarsdóttir.
Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.
Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til að ræða þetta merka rit.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Í þættinum er rætt við Jón Böðvarsson skólameistara um ferðalög á Njáluslóðir. Þátturinn hefst með tilvitnun í útvarpsþátt Böðvars Guðmundssonar „Á Njáluslóðum í Rangárþingi", sem útvarpað var fyrst 15. júlí 1973, þar sem Jón Böðvarsson lýsir vígi Þráins Sigfússonar og breyttum staðháttum frá þjóðveldisöld þar sem Markarfljót hefur breytt rennlistefnu sinni.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagskrá 7. apríl 1984)
Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan verður á dansskónum og fær sér snúning við undirleik ýmissa danshljómsveita. Meðal annars heyrist í trompetleikaranum Billy Butterfield með hljómsveit Ray Conniff; samkvæmisdansahljómsveit Johns Warren og húshljómsveit Litlu flugunnar, Terry Snyder and the All stars. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Flosi Eiríksson ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins. Þau ræddu meðal annars aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Grindavík, stjórnmál, tjaldbúðir á Asturvelli, kjaraviðræður og Eurovision.
Stjórnandi: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestir Felix í Fram og til baka voru þau Áskell Heiðar Ásgeirsson og Hrönn Sveinsdóttir
Borgfirðingurinn Áskell Heiðar er einn af forvígismönnum Bræðslunnar og hann kom í Fimmuna. Þar voru fimm viðburðir til umræðu og fór allt frá U2 í Dublin í gegnum Bræðsluna og Landsmót hestamanna.
Svo kom framkvæmdastjóri Bíó Paradís, Hrönn Sveinsdóttir, í spjall en húsið iðar af lífi þessa dagana
Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Stjórnvöld hyggjast skilgreina stórfellda Airbnb-leigu sem atvinnustarfsemi og hækka þar með skatta á hana. Einnig fá sveitarfélög aukið vald til að stýra umfangi starfseminnar. Megintilgangurinn er að auka framboð á húsnæði.
Ísraelsk stjórnvöld ætla að banna Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu að starfa á Gaza eftir að nokkrir starfsmenn stofnunarinnar voru bendlaðir við árásir Hamas á Ísrael.
Jarðskjálfti nærri Bláfjallaskála fannst á höfuðborgarsvæðinu snemma í morgun. Virknin er ekki sögð tengjast jarðhræringunum við Grindavík.
Matvælastofnun hefur kært ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum til ríkissaksóknara, um að hætta rannsókn á slysasleppingum eldislaxa úr fiskeldisstöð í Patreksfirði í fyrra.
Gular viðvaranir eru í gildi sunnan- og vestanlands vegna suðvestan hríðarveðurs. Blint og hvasst er á fjallvegum og varað við að Holtavörðuheiði geti lokast með stuttum fyrirvara.
Aukið eftirlit og fyrirbyggjandi ráðstafanir urðu til þess að blóðtaka úr fylfullum hryssum gekk vel í fyrra út frá dýravelferðarsjónarmiðum, að mati Matvælastofnunar.
Færeyingar hafa gefið tíu milljónir í landssöfnun fyrir Grindvíkinga.
Svíar standa í stappi á EM karla í handbolta. Þeir kvörtuðu formlega til Evrópska handknattleikssambandsins eftir tap fyrir Frökkum í undanúrslitum í gær. EHF segir úrslitin standa en Svíar geta mótmælt þeirri niðurstöðu til átta í kvöld.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Þau Steiney og Jóhann Alfreð tóku á móti góðum gestum á fyrsta klukkutímanum en Halldór Armand Ásgeirsson, rithöfundur og Karen Kjartansdóttir, ráðgjafi settust niður með þeim og veltu vöngum yfir vikunni sem var að líða þar sem meðal annars Eurovision og Söngvakeppnin og íslenska veðrið komu við sögu. Tónlistarmaðurinn Dan Van Dango leit við í stúdíó en hann stendur fyrir útgáfutónleikum á Dillon í kvöld og Jóhann sló á þráðinn á Gunnar Birgisson, íþróttafréttamann sem var að setja sig í stellingar fyrir Reykjavíkurleikana. Jóhann Alfreð opnaði fyrir símann eftir þrjú fréttir til að ræða íþróttirnar og Gúndi púllari var á línunni og kastaði meðal annars fram þeirri kenningu að tvífari Jurgen Klopp hefði ranglega haldið því fram að hann væri að hætta sem stjóri Liverpool. Þá var slegið á þráðinn til Bjarna Ólafs Guðmundssonar og hitað upp fyrir Eyjatónleika sem fram fara í Hörpu í kvöld.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-27
Flott - Með þér líður mér vel.
Mugison - Gúanó kallinn.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
Japanese House, The - Super Trouper.
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
WHITE TOWN - Your Woman.
Bubbi Morthens - Sá Sem Gaf Þér Ljósið.
GNARLS BARKLEY - Crazy.
ELÍN HALL - Vinir.
X AMBASSADORS - Renegades.
JAMES TAYLOR - Fire And Rain.
Eels, Meija - Possum.
Dan Van Dango - Spilakassar.
VÖK - Spend the love.
Taylor Swift - Anti-Hero.
FOOLS GARDEN - Lemon Tree.
NÝDÖNSK - Horfðu Til Himins.
Allra meina bót - Mamma gefðu mér grásleppu.
UXI - Bridges.
PRINCE - Cream.
Júlí Heiðar - Farfuglar.
CHRIS STAPELTON - Tennessee whiskey (radio edit).
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
SVERRIR BERGMANN, FRIÐRIK DÓR & ALBATROSS - Ástin á sér stað (Þjóðhátíðarlagið 2016).
BEYONCE - Love On Top.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Emilíana Torrini snýr aftur, Ampopdúettinn breytist í tríó og Dikta er í hamingjuleit. Mugison & Hjálmar taka höndum saman, Vínyll gefur loksins út plötu og Orri Harðar öðlast aftur trú. Lights On The Highway vinnur GBOTB og gefur út sína fyrstu plötu, söngvaskáldið Helgi Valur er á einlægu nótunum og Kimono gerir út frá Berlín. Hildur Vala og Heiða Ólafs keppa til úrslita í Idol stjörnuleit, Jakobínarína á stefnumót við sjónvarpið, Benni Hemm Hemm býður í skrúðgöngu og Ragnheiður Gröndal selur grimmt. Írafár missir alla stjórn, Sálinni hefur aldrei liðið betur, Selma Björns tekur aftur þátt í Eurovision og Rass sýnir andstöðu.
Meðal viðmælenda í 29. þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2005 er til umfjöllunar, eru eru Emilíana Torrini, Kiddi í Hjálmum, Mugison, Baltasar Kormákur, Biggi Hilmars, Orri Harðar, Þór Freysson, Guðlaugur Júníusson, Egill Tómasson, Haukur Heiðar Hauksson, Kristófer Jensson, Stebbi Hilmars, Gummi Jóns, Ragga Gröndal, Birgitta Haukdal, Óttarr Proppé og Helgi Valur Ásgeirsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Emilíana Torrini - Heartstopper/Lifesaver/Sunny Road/Nothing Brings Me Down
Rúnar Júlíusson & Hjálmar - Blæbrigði lífsins
Mugison & Hjálmar - Ljósvíkingur
Mugison - Little Trip to Heaven
MínusBarði - Happy Endings
Ampop - Eternal Bliss/Clown/Ordinary World/My Delusions
Orri Harðar - Ég og þú/Listin að lifa
Helgi Þór Arason - Instant Replay
Heiða Ólafs - Líf/Hvað sem er
Hildur Vala - Líf/Húsin mjakast upp/Segðu já
Selma Björns - If I Had Your Love
Vinyll - Miss Iceland/Nobody's Fool/Who Get?s The Blame
Worm is Green - The Pop Catastrophy/Electron John
Benni Hemm Hemm - Til eru fræ/I Can Love You In A Wheelchair
Dikta - Losing Every Day/Breaking The Waves/Someone Somewhere
Lights On The Highway - Long Summer Dining/She Takes Me Home
Sálin hans Jóns míns - Þú færð bros/Aldrei liðið betur/Undir þínum áhrifum
Ragnheiður Gröndal - After The Rain/ Its Your Turn
Írafár - Ég missi alla stjórn/Lífið/Leyndarmál
Kimono - Aftermath
Rass - Við erum Rass/Umboðsmaður Alþingis/Burt með kvótann
Jakobínarína - Ive Got A Date With My Television
Helgi Valur- I Think it's Over/Its OK To Loose
Curver - 1. janúar (Nýtt ár)/21. nóvember (I Fell In Love With My Spacequeen)
Sign - A Little Bit
Hudson Wayne - Desert/Battle Of The Banditos
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Sex ríki, þar á meðal Bandaríkin og Bretland, ætla að frysta framlög til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Hópur starfsmanna hjá stofnuninni hefur verið bendlaður við árás Hamas samtakanna á Ísrael í október í fyrra.
Menningarráðherra segir að ef ákveðið verður að taka ekki þátt í Eurovision sé það af þeirri stærðargráðu að utanríkisráðherra þurfi að koma að málinu, sem sé utanríkismál.
Hálf öld er í dag liðin frá hvarfi Guðmundar Einarssonar. Dularfull örlög hans urðu síðar kveikjan að einu alræmdasta sakamáli Íslandssögunnar: Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Svíar hafa látið staðar numið í kvörtun sinni til Evrópska handboltasambandsins og staðfest er að Frakkar leika til úrslita á EM.
Fréttastofa RÚV.
Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Ingi Þór spjallar við hlustendur og spilar óskalög.
Lagalisti:
WILL VAN HORN - Lost My Mind.
Snorri Helgason - Haustið '97.
Lizzo - Good As Hell.
Inspector Spacetime - Smástund.
Ensími - In front.
Johann, JóiPé - Kallinn á tunglinu.
Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.
ELVIS PRESLEY - Love Me Tender.
THE BREATHING EFFECT - Carbon Capture.
Lipa, Dua - Houdini.
Haraldur Reynisson - Veður.
Valgeir Guðjónsson - Uppboð.
Metallica - Mama said.
BILLY JOEL - Piano man.
Melanie - Brand new key.
DAVID BOWIE - Absolute Beginners.
ELVIS PRESLEY - Suspicious Minds.
Erling Ágústsson - Við gefumst aldrei upp.
BOB DYLAN - Man Gave Names To All The Animals.
ROLF HAUSBENTNER BAND & FRÍÐA DÍS - Set Me Free.
Derek and The Dominos - Layla.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Það Er Bara Þú.
Helgi Pétursson - Allt það góða = For the good times.
METALLICA - Whiskey in The Jar.
MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS - Decent Times.
Pink Floyd - Fearless.
B.G. og Ingibjörg - Þín innsta þrá.
WILL VAN HORN - Lost My Mind.