14:30
Kúrs
Lífið er spuni - Það er ekkert handrit
Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.

Við erum öll oftar en ekki í spuna á hverjum degi, með mismargar fyrirfram ákveðnar vörður. Margir kannast við að vilja helst stýra atburðarrásinni og vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Eins þekkja margir það að festast í hugsunum sínum, áhyggjum og kvíða og missa um leið hæfileikann til að hlusta á annað fólk og umhverfið, vera í flæði, treysta og hafa gaman. Í þættinum er velt upp spurningum um hvernig hugmyndafræði spunans getur speglast í daglegu lífi. Dóra Jóhannsdóttir ræðir í þættinum við Rebekku Magnúsdóttur, Ólaf Ásgeirsson og Halldóru Geirharðsdóttur, sem öll hafa lært og kennt spuna.

Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 27 mín.
,