06:50
Morgunútvarpið
2. jan. - Rýming, Danadrottning, forsetaframboð og tækni
Morgunútvarpið

Nokkur hús voru rýmd á Seyðisfirði síðdegis í gær vegna hættu á skriðufalli úr Strandartindi. Húsin sem eru á rýmingarsvæðum 4 og 6 eru mestmegnis iðnaðarhúsnæði en þó er búið í tveimur húsum. Við tökum stöðuna hjá Sveini Brynjólfssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt Veðurstofunnar.

Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu að hún hefði ákveðið að afsala sér dönsku krúnunni eftir 52 ár á valdastóli, og þá tekur Friðrik krónprins við. Með þeim breytingum verða engar drottningar ráðandi í heiminum, í fyrsta skipti síðan 1837. Við ræðum Margréti og heim án ráðandi drottninga við Önnu Lilju Þórisdóttur, fréttamann og rojalista.

Þá greindi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá því í nýársávarpi sínu í gær að hann sækist ekki eftir endurkjöri, og sú ákvörðun kom mörgum á óvart. Við ætlum að ræða við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, um forsetatíð Guðna, breytingar sem orðið hafa á þessu embætti og það sem framundan er.

Við ætlum einnig að ræða við Andrés Jónsson, almannatengil, um ákvörðun Guðna, skipulag kosningabaráttu þegar kemur að forsetakosningum og hver líkleg eru til að bjóða sig fram til forseta.

Guðmundur Jóhannsson tæknisérfræðingur morgunútvarpsins kemur svo líkt og vaninn er annan hvern þriðjudag og dregur eitthvað spennandi upp úr tæknihattinum sínum.

Lagalisti:

ÁSGEIR TRAUSTI - Heimförin.

Lipa, Dua - Houdini.

QUEEN - Crazy Little Thing Called Love.

Elín Hall - Manndráp af gáleysi.

BILLY IDOL - Dancing With Myself.

HARRY STYLES - As It Was.

SPIN DOCTORS - Two Princes.

Er aðgengilegt til 01. janúar 2025.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,