13:00
Samfélagið
Rafbátar, ný lyf við Alzheimer og pistill Páls Líndal
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við ræðum um orkuskipti í fiskibátum. Tölum við Kolbein Óttarsson Proppé sem er framkvæmdastjóri Grænafls á Siglufirði en Grænafl vinnur nú í samstarfi við fyrirtæki í Suður Kóreu að því að útbúa strandveiðibáta þannig að þeir geti gengið fyrir rafmagni.

Við kynnum okkur nýjungar í meðferð við Alzheimersjúkdóminum en ný lyf hafa vakið vonir um að hægt verði að meðhöndla sjúkdóminn með nýjum hætti. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir við okkur.

Við fáum líka pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,