16:05
Rokkland
Michael Head, Björk 2003, Árný Margrét og Rihanna
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Plata ársins 2022 hjá Breska tónlistartímaritinu Mojo heitir Dear Scott og tónlistarmaður heitir Michael head ? Michael Head & The Red Elastic Band. Hann er 61 árs fyrrum heróínfíkill. Við kynnumst honum og plötunni í þættinum. Við heyrum líka í Árný Margréti á Eurosonic Festival sem fór fram í janúar. Rifjum upp viðtal við Björk frá 2003 heyrum í Rihönnu á Superbowl.

Var aðgengilegt til 19. febrúar 2024.
Lengd: 53 mín.
,