Um Drakúla og aðra djöfla

Seinni þáttur

Fjallað um skáldsöguna Drakúla eftir Bram Stoker (1897) og íslenska þýðingu Gerðar Sifjar Ingvarsdóttur (2013). Farið er yfir lokakafla skáldsögu Bram Stokers, sagt frá kvikmyndinni Nosferatu: eine Symphonie des Grauens (1922) og spilað brot úr kvikmyndinni Dracula (1931) þar sem Bela Lugosi lék aðalhlutverkið. Sagt er frá íslenskum uppruna Drakúla greifa og endursögn Valdimars Ásmundssonar á sögunni um Drakúla sem birtist 1899-1900 í tímaritinu Fjallkonunni. Hún var endurútgefin 1901, 1950 og 2011, þá með eftirmála Ásmundar Jónssonar. Fjallað stuttlega um Kobba kviðristu (Jack the Ripper) og Sherlock Holmes. Sagt frá smásögunni „Saga útfararstjórans“ eftir „Nemó“ á Gimli sem prentuð var í tímaritinu Lögbergi í nóvember 1943. Lesið upp úr ljóðinu „Abba-labba-lá“ eftir Davíð Stefánsson úr Svörtum fjöðrum (1919). Sagt frá smásögunni „Míríam“ eftir Báru Aðalsteinsdóttur sem prentað var í tímaritinu Heimilisritinu 1953. Sagt frá rannsóknum Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur á íslenskum hrollvekjum. Sagt frá Angelu Sommer-Bodenburg og bókum hennar um litlu vampíruna, og lesið upp úr Litla vampíran á ferðalagi. Minnst á rannsóknir Úlfhildar Dagsdóttur og sagt frá verkum Stephenie Meyer, Ljósaskipti, og verkum Christine Harris um Sookie Stackhouse og vampírurnar. Fjallað um tvær skáldsögur eftir Helga Jónsson, Villi vampíra (2007) og Eva engill (2008).

Umsjón: Brynhildur Heiðar- Ómarsdóttir.

Lesari: Björn Stefánsson.

Frumflutt

2. feb. 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Um Drakúla og aðra djöfla

Um Drakúla og aðra djöfla

Fjallað um Drakúla og aðrar blóðsugur.

Í lok ársins 2013 kom skáldsagan Drakúla eftir Bram Stoker út í þýðingu Gerðar Sifjar Ingvarsdóttur, en þetta var í fyrsta skipti sem skáldsagan birtist í fullri lengd á íslenskri tungu.

Drakúla kom fyrst út í Bretlandi 1897, en það var ekki fyrr en á millistríðsárunum sagan varð vinsæl meðal lesenda. Íslendingar kynntust Drakúla greifa mjög snemma, en Valdimar Ásmundsson þýddi söguna aðeins tveimur árum eftir frumútgáfu, og birtist hún sem framhaldssagan Makt myrkranna í tímaritinu Fjallkonunni á árunum 1899-1900. Fór Valdimar frjálslega með efnivið sinn, og mætti frekar telja þessa útgáfu nýtt skáldverk en þýðingu.

Í tilefni af þýðingu Gerðar á þessu sígilda verki er fjallað um Drakúla og áhrif skáldsögunnar á vestrænan menningarheim, rýnt í skáldsöguna og höfund hennar. Jafnframt veltum við því fyrir okkur hvernig skáldsagan hefur endurómað í menningunni síðustu 120 árin.

Umsjónarmaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir.

Lesari: Björn Stefánsson.

Þættir

,