17:25
Orð af orði
Orð af orði

Þáttur um íslensku og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Það má ekki gefa barni nafn sem gæti orðið því til ama og það er tryggt í amaákvæði laga um mannanöfn. Lengi var aðalástæða þess að eiginnöfnum var hafnað að beyging þeirra eða stafsetning samræmdist ekki íslenskum stafsetningarreglum og amaákvæðinu var sjaldan beitt. Því er enn sjaldan beitt en þegar eiginnöfnum er á annað borð hafnað er það oftast á grundvelli amaákvæðis, til dæmis í úrskurðum um kvennöfnin Kisa og Hel og karlnafninu Lúsífer. Í þættinum er fjallað um nýlega úrskurði mannanafnanefndar og umdeilt amaákvæði.

Var aðgengilegt til 19. febrúar 2024.
Lengd: 20 mín.
,