16:05
Síðdegisútvarpið
18.janúar
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Síðdegisútvarpið verður í styttra lagi þennan daginn vegna beinnar útsendingar frá leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handknattleik karla. Stefán Pálsson mætir til okkar og segir okkur frá sögu Grænhöfðaeyja og fræðir okkur um hvaða þjóð við erum að fara að keppa við á vellinum í dag. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður verður í beinni hjá okkur beint frá Gautaborg og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson tekur svo yfir og lýsir leiknum í beinni á Rás 2.

Var aðgengilegt til 18. janúar 2024.
Lengd: 45 mín.
,