15:03
Óróapúls 1922
Annar þáttur
Óróapúls 1922

Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.

Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.

Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Eyðilandið eða The Waste Land eftir T.S. Eliot er til umfjöllunar í þessum þætti. Verkið kom út á bók í desember árið 1922, þetta ár óróleika og nýsköpunar í vestrænu bókmenntalífi sem er umfjöllunarefni þessarar þáttaraðar. Eyðilandið hefur valdið lesendum heilabrotum alveg frá því það komst fyrst á prent. Stundum hefur það verið sagt varpa ljósi á napra heimssýn áranna eftir fyrri heimsstyrjöld en það hefur líka verið sagt endurspegla persónulega sálar- og trúarkreppu skáldsins sjálfs. En umfram allt hefur Eyðilandið verið talið eitt af mikilvægustu ljóðum 20. aldarinnar og höfuðverk í módernískum skáldskap. Viðmælendur í þættinum eru Egill Helgason og Rebekka Þráinsdóttir.

Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.

Var aðgengilegt til 18. janúar 2024.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,