11:03
Mannlegi þátturinn
Öndun og kuldi, félags- og tilfinningahæfni og stjörnuspeki
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan.

Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun H.Í. í þáttinn í dag.

Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins inniheldur hugleiðingar Magnúsar um framtíðarspár, sem eru mikið stundaðar um áramót. Hann segir frá stjörnuspekinni sem er ennþá furðulega mikið notuð af fjölda fólks til að sjá fyrir hvernig hlutir munu þróast í nánustu framtíð. Hann segir líka frá uppgjöri tónlistarársins 2022 sem honum finnst að flestu leyti sýna einsleitni og takmarkaða yfirsýn.

Tónlist í þættinum í dag:

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Take My Breath Away / Berlin (Giorgio Moroder)

Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,