Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Árni segir frá Dýrafjarðarmálinu svokallaða, en hann var skrifað bókina Ísland Babýlon. Hann rannsakaði skjalsöfn í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku við heimdilaröflun og niðurstöður hans bregða nýju ljósi á mikilvægi augnablika í íslenskri sögu. Einnig var rætt um ferðalög hans í gegnum lífið og hvernig það er að búa í Brussel.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þór Hauksson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðum um 60 bráðabirgðatillögur sem starfshópar á vegum matvælaráðherra um endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni hafa lagt fram. Það á að skapa sátt. Svandís Svavarsdóttir var hjá okkur og rabbaði um efnið.
Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og fór yfir það sem er efst á baugi í Danmörku. Við sögu komu Lise Nørgaard, minnkar og fjölskyldan í Amalíuborg.
Í næstu viku kemur þýski fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter til landsins og heldur tónleika í Hörpu. Í haust, þegar spurðist að von væri á henni, sagði Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur frá því á Facebook að hún hefði sótt tónleika hennar í Háskólabíói árið 1985 - Kristrún var þá fjórtán ára - og fiðlusnillingurinn hafði slík áhrif á unglinginn að Kristrún hefur ekki verið söm. Kristrún var með okkur og lýsti betur áhrifunum sem hún varð fyrir á tónleikunum í Háskólabíói í nóvember 1985.
Tónlist:
Terezinha ? Cesaria Evora
Moda bo ? Cesaria Evora og Lura
De tre musikanter - Kurt Ravn
Allegro G-dur (5 Stücke für eine Spieluhr WoO 33 nr.3) - Anne-Sophie Mutter
Sarasate: Carmen Fantasy, Op. 25 - 4. Moderato - Anne-Sophie Mutter
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Þetta var líkamlegt ofbeldi, sumt af því var þannig að ég hélt í alvöru að ég myndi deyja segir Elva Dögg. Hún var lög í grimmilegt einelti í æsku sem varð til þess að hún skipti um skóla en þegar gömlu bekkjarfélagarnir héldu endurfund mörgum árum síðar sat hún þó ekki heima heldur mætti, tróð upp og sló í gegn.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan.
Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun H.Í. í þáttinn í dag.
Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins inniheldur hugleiðingar Magnúsar um framtíðarspár, sem eru mikið stundaðar um áramót. Hann segir frá stjörnuspekinni sem er ennþá furðulega mikið notuð af fjölda fólks til að sjá fyrir hvernig hlutir munu þróast í nánustu framtíð. Hann segir líka frá uppgjöri tónlistarársins 2022 sem honum finnst að flestu leyti sýna einsleitni og takmarkaða yfirsýn.
Tónlist í þættinum í dag:
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Take My Breath Away / Berlin (Giorgio Moroder)
Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Bolli Pétur Bollason prestur í Tjarnaprestakalli .
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Minnst sextán eru látin, þar á meðal þrjú börn, eftir þyrluslys í útjaðri Kyiv, höfuðborgar Úkraínu snemma í morgun. Innanríkisráðherra Úkraínu og embættismenn í ráðuneytinu eru meðal þeirra sem fórust í slysinu.
Smábátaeigendur taka illa í þá hugmynd sem fram kemur í verkefni matvælaráðherra, Auðlindinni okkar, að afnema fimm komma þriggja prósenta kerfið. Erfiðara yrði fyrir útgerðir sem treysta á aflaheimildir í kerfinu að nálgast þær með öðrum hætti.
Fjármálaráðherra segir að rannsókn Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum Íslandsbanka, þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í fyrra, kalli ekki á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að fara yfir málið í heild.
Fimmtán prósenta lágmarks-alheims-tekjuskattur verður lagður á alþjóðleg fyrirtæki eins og Facebook og Google. Gert er ráð fyrir lagabreytingum á yfirstandandi þingi sem heimila það.
Alþjóðastofa á Akureyri, sem aðstoðar innflytjendur, verður lögð niður eftir tuttugu ára starf. Bæjarstjórinn segir það ekki á skjön við þá ákvörðun að taka við hundruðum flóttamanna - aðrar stofnanir sinni í dag mikið til sömu hlutverkum.
Landeigendur mega kalla til lögreglu og láta hana sjá um smölun á ágangsfé á kostnað bænda, samkvæmt nýjum úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Þetta er þvert á fyrri lagatúlkun og leiðbeiningar annars ráðuneytis.
Ein skærasta stjarna kvennafótboltans í heiminum lýsti í dag yfir stuðningi við Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, sem hefur hrist upp í umræðunni um rétt knattspyrnukvenna til fæðingarorlofs.
Karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik í milliriðli HM í Svíþjóð í dag. Í fyrsta sinn í sögunni mætir liðið Grænhöfðaeyjum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þingfesting fyrsta sakamáls sinnar tegundar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir tveir, menn á þrítugsaldri sem hafa verið vinir um nokkurt skeið, eru sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á Íslandi. Annar þeirra, sem er byssuáhugamaður, er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og stórfelld vopnalagabrot. Hinn, sem er yfirlýstur nasisti með öfgafullar skoðanir, er ákærður fyrir hlutdeild. En hvenær og við hvaða aðstæður verður tal um voðaverk metið sem tilraun til þess? Sunna Valgerðardóttir ræðir við fréttamennina Frey Gígju Gunnarsson og Stíg Helgason í síðari þætti af tveimur í Þetta helst um hryðjuverkamálið.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Landnámsskálinn á Stöð í Stöðvarfirði er fyrsti skálinn af því tagi sem rannsakaður hefur verið eins og glæpavettvangur. Tekin voru dna sýni á vettvangi sem mögulega eiga eftir draga upp nákvæma mynd af lífinu sem þar var í kringum landnámið. Við ræðum við Bjarna F Einarsson fornleifafræðing um rannsóknirnar og líka um bátinn í Þingvallavatni sem hann óttast að liggi nú undir skemmdum.
Það á að hlýna á landinu í lok vikunnar og það heldur hressilega. Það má gera ráð fyrir meira en 20 gráðu hitasveiflu sumstaðar og rigningu eftir langan kuldakafla með brunagaddi víða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að fara betur yfir það sem er í vændum.
Og svo ætlum við aðeins að tala um Svansvottun nýbygginga með tilliti til rakaskemmda og myglu. Bergþóra Kvaran er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Við spjöllum við hana.
Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur hingað Edda Olgudóttir eins og alltaf á miðvikudögum. Að þessu sinni ætlar hún að fjalla um D-vítamín.
Útvarpsfréttir.
Það er töfrandi óreiða í náttúrunni. Hver steinn er á sínum stað. Undur hennar verða dýrmætari eftir því sem tímar líða. Í þessum þætti ræðir Tómas Ævar Ólafsson við vini og samstarfsmenn Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrfræðings, doktors í sjávarlíffræði, kennara, rithöfunds, ljósmyndara og náttúruverndarsinna um líf hans og störf. Hugað er sérstaklega að náttúruspeki hans og viðhorfum í náttúruvernd. En þar eru hugtök á borð við græna orku, blettafriðun og sjálfbærni gaumgæfð sérstaklega. Viðmælendur í þættinum eru Rúrí, María Ellingsen, Andri Snær Magnason, Jóhann Ísberg og Guðmundur Andri Thorsson.
Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson.
Ljósmynd: Guðmundur Páll Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Ódysseifur, Eyðilandið og þriðji áratugurinn í bókmenntum.
Á þessu ári er öld liðin síðan tvö af helstu verkum módernismans komu út, Ulysses eða Ódysseifur eftir írska rithöfundinn James Joyce og Wasteland eða Eyðilandið eftir bandarísk-breska skáldið T.S. Eliot. Í þessari fimm þátta röð er ætlunin að varpa ljósi á þessi verk, áhrif þeirra en ekki síður tímann sem þau eru sprottin úr, menningarlegt og fagurfræðilegt umhverfi þeirra og sömuleiðis samfélagslegar og sögulegar aðstæður skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar á þriðja áratugnum.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Eyðilandið eða The Waste Land eftir T.S. Eliot er til umfjöllunar í þessum þætti. Verkið kom út á bók í desember árið 1922, þetta ár óróleika og nýsköpunar í vestrænu bókmenntalífi sem er umfjöllunarefni þessarar þáttaraðar. Eyðilandið hefur valdið lesendum heilabrotum alveg frá því það komst fyrst á prent. Stundum hefur það verið sagt varpa ljósi á napra heimssýn áranna eftir fyrri heimsstyrjöld en það hefur líka verið sagt endurspegla persónulega sálar- og trúarkreppu skáldsins sjálfs. En umfram allt hefur Eyðilandið verið talið eitt af mikilvægustu ljóðum 20. aldarinnar og höfuðverk í módernískum skáldskap. Viðmælendur í þættinum eru Egill Helgason og Rebekka Þráinsdóttir.
Umsjón: Ástráður Eysteinsson og Þröstur Helgason.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Þegar kemur að því að velja fallegustu bók í heimi, þá er hönnun kápunnar aðeins einn af þeim þáttum sem vert er að hafa í huga. Horfa þarf í letur, pappír, umbrot, þyngd, hlutföll, áferð og samtal alls þessa við inntak bókarinnar. Þegar allt kemur saman í hárréttu jafnvægi verður til falleg bók sem talar til lesandans.
Í 60 ár hefur þýska bókmenntastofnunin Stiftung Buchkunst haldið utan um alþjóðlega keppni um bókahönnun, til að efla samtal um bækur og hönnun. Á föstudag opnar Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands sýningu þar sem hægt er að sjá,og lesa og handleika, fallegustu bækur síðasta árs. Við lítum þar inn í þætti dagsins.
Ímynd heytir heim í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjónarkonurnar eru hlustendum Rásar 1 að góðu kunnar: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir sem fjölluðu meðal annars um ljósmyndir út frá ýmsum vinklum í þáttunum Glans hér á Rásinni um árið en stjórn upptöku og framleiðsla er í hönudum Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Við tökum Katrínu Ásmundsdóttur tali í þætti dagsins.
Og við heyrum pistil frá Óskari Arnórssyni, sem að þessu sinni ætlar að fara yfir árið 2022 í arkitektúr. Hvað er það sem honum finnst einkenna árið sem var að líða og í hvaða átt eru arkitektar að horfa í dag. Hvað ber framtíðin í skauti sér þegar kemur að straumum og stefnum í arkitektúr.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fúskið er viðburðarrými og aðsetur listamanna í Gufunesi. Á dögunum birtist tilkynning þess efnis að þau hygðust leggja árar í bát, allavega í bili, allavega í núverandi mynd. Eftir tveggja ára starfsemi, eftir reiv, tónleika, rusl-fest og myndlistarsýningar sem hafa blásið lífi í reykvískt menningar og listalíf. Elsa Jónsdóttir, myndlistarkona, ein upphafsmanna Fúsksins, kom í Lestina til að segja frá þeirri ákvörðun að kveðja Gufunesið.
Við rifjum upp reivið Buxur, sem haldið var í annað sinn í Fúskinu. Davíð Roach flutti pistil í Tengivagninum í júlí síðastliðið sumar, sem við endurflytjum.
Annar þáttur af örséríunni Þegar Ísland hélt stórmót, frá árinu 2020. Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson skoða umgjörð HM í handbolta sem haldið var á Íslandi árið 1995.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar að vísa hryðjuverkalið málsins frá. Báðir sakborningar neituðu sök við þingfestingu í dag.
Læknir sem grunaður er um að valda sex sjúklingum ótímabærum dauða er aftur kominn til starfa á Landspítala.
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að fara í tímabundið átaksverkefni í samráði við sjálfstætt starfandi barnalækna og barnageðlækna til þess að stytta biðlista eftir ADHD-greiningu.
Skipulagsstofnun telur að umferð í gegnum miðbæ Egilsstaða verði áfram mikil þrátt fyrir að nýr vegur verði lagður framhjá bænum í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kostir felist í að beina umferðinni áfram í gegnum miðbæinn og nær væri að bæta sambúð vegar og byggðar.
Innanríkisráðherra Úkraínu sem lést í þyrluslysi í morgun var einn nánasti samstarfsmaður Volodymyrs Zelenskys forseta. Líklegt þykir að þoka og rafmagnsleysi hafi valdið slysinu.
Skatttekjur ríkisins af hverjum bíl hafa dregist saman um þrjátíu prósent á áratug. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um þriðjung og útgjöld til vegakerfisins hafa stóraukist.
-----
Þoka grúfði yfir Kænugarði og nágrenni í morgun þegar einni af þyrlum Neyðarþjónustu Úkraínu hlekktist á. Hún féll logandi til jarðar í bænum Brovary, um tuttugu kílómetra norðaustan við Kænugarð. Níu manns sem voru um borð létust, þrír starfsmenn Neyðarþjónustunnar og sex úr starfsliði úkraínska innanríkisráðuneytisins. Þeirra á meðal voru Denis Monastyrsky innanríkisráðherra, Yevhen Yenin, aðstoðar-innanríkisráðherra, og Yuriy Lubkovych ráðuneytisstjóri. Fjögur börn og fjórir fullorðnir viðbótar létust þegar þyrlan féll til jarðar á leikskóla. Hluti skólabyggingarinnar stórskemmdist. Úkraínskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglunni að 25 til viðbótar hafi slasast, þar á meðal tíu börn. Nokkrir eru alvarlega slasaðir að sögn talsmanns forsetaskrifstofunnar í Kænugarði. Hann greindi fréttamönnum frá því að sendinefnd innanríkisráðuneytisins hefði verið á leið til borgar þar sem úkraínskir hermenn og innrásarlið Rússa berjast hatrammlega um þessar mundir. Fjöldi fólks varð vitni að þyrluslysinu. Þeirra á meðal var Vira Sebalo. Hún sagðist í viðtali við úkraínska ríkissjónvarpið hafa heyrt mikinn hávaða yfir háhýsi í grenndinni. Fimm mínútum síðar kvað við sprenging. Mikill eldur blossaði upp og þyrlan féll logandi til jarðar. Ásgeir Tómasson segir frá.
Því er stundum fleygt að ákveðin öfl séu í stríði gegn einkabílnum. Sé það raunin er óhætt að segja að þessum öflum gangi illa -- þau séu raunar að skíttapa.
Skráðum ökutækjum hefur nefnilega fjölgað um þrjátíu og fimm prósent á Ísl
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að kynnast sögunni á bak við þorra.
Þorri hefst á morgun, á bóndadaginn en hvernig byrjaði það allt saman. Hvað er þessi þorri og hvernig var þjóðtrúin okkar í gamla daga sem tengdist þorranum og bóndadeginum. Hvað gerðu húsfreyjurnar og hvað gerðu bændur? Hvað er þorrablót og hver er saga þeirrar hefðar og hvernig er þetta með þorramatinn? Hvernig breyttist þessi hefðbundni íslenski matur, sem við borðuðum allt árið yfir í að vera bara borðaður á þorranum.
Allt um þorrann í þættinum í dag.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Fílharmóníusveitar Hollenska útvarpsins og Hollenska útvarpskórsins sem fram fóru í TivoliVredenburg tónlistarhúsinu í Utrecht, 16. september s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Jacob ter Veldhuis, Lili Boulanger og Giuseppe Verdi.
Einsöngvarar: Julie Boulianne, Izabela Matula, Jean-François Borras og Jean-Sébastien Bou.
Stjórnandi: Karina Canellakis.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Landnámsskálinn á Stöð í Stöðvarfirði er fyrsti skálinn af því tagi sem rannsakaður hefur verið eins og glæpavettvangur. Tekin voru dna sýni á vettvangi sem mögulega eiga eftir draga upp nákvæma mynd af lífinu sem þar var í kringum landnámið. Við ræðum við Bjarna F Einarsson fornleifafræðing um rannsóknirnar og líka um bátinn í Þingvallavatni sem hann óttast að liggi nú undir skemmdum.
Það á að hlýna á landinu í lok vikunnar og það heldur hressilega. Það má gera ráð fyrir meira en 20 gráðu hitasveiflu sumstaðar og rigningu eftir langan kuldakafla með brunagaddi víða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að fara betur yfir það sem er í vændum.
Og svo ætlum við aðeins að tala um Svansvottun nýbygginga með tilliti til rakaskemmda og myglu. Bergþóra Kvaran er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Við spjöllum við hana.
Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur hingað Edda Olgudóttir eins og alltaf á miðvikudögum. Að þessu sinni ætlar hún að fjalla um D-vítamín.
Í túninu heima kom úit árið 1975 og er fyrsta minningarskáldsaga Halldórs Laxness en þær urðu alls fjórar á hans ferli. Bókin fjallar um fyrstu tólf árin í lífi Halldórs.
Höfundur les. Hljóðritað árið 1986.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1986)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við forvitnuðumst um ráðstefnu sem haldin verður í febrúar í Hörpu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Vilhjálmur Andri Einarsson er heilsuþjálfi og meðstofnandi Andri Iceland, sem stendur að þessari ráðstefnu og hann kom til okkar í dag og við fengum hann til að segja okkur frá þessari ráðstefnu og sína reynslusögu, en hann átti í langvarandi glímu við líkamlega verki og andlega vanlíðan.
Í dag fer fram málþing á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um mikilvægi félags- og tilfinninghæfni í skóla- og frístundastarfi. Þar verða líka kynntar mögulegar innleiðingar á geðrækt í skólastarf, ásamt kynningum á verðlaunaverkefnum sem byggja á nálgun jákvæðrar sálfræði. Fræðafólk sem er leiðandi á þessu sviði hérlendis og erlendis kemur fram á málþinginu og til þess að segja okkur nánar af því sem þar fer fram komu þær Bryndís Jóna Jónsdóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði og einn skipuleggjanda málþingsins og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis og kennslustjóri í diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun H.Í. í þáttinn í dag.
Við fengum svo að lokum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Póstkort dagsins inniheldur hugleiðingar Magnúsar um framtíðarspár, sem eru mikið stundaðar um áramót. Hann segir frá stjörnuspekinni sem er ennþá furðulega mikið notuð af fjölda fólks til að sjá fyrir hvernig hlutir munu þróast í nánustu framtíð. Hann segir líka frá uppgjöri tónlistarársins 2022 sem honum finnst að flestu leyti sýna einsleitni og takmarkaða yfirsýn.
Tónlist í þættinum í dag:
Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Take My Breath Away / Berlin (Giorgio Moroder)
Að vera í sambandi / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fúskið er viðburðarrými og aðsetur listamanna í Gufunesi. Á dögunum birtist tilkynning þess efnis að þau hygðust leggja árar í bát, allavega í bili, allavega í núverandi mynd. Eftir tveggja ára starfsemi, eftir reiv, tónleika, rusl-fest og myndlistarsýningar sem hafa blásið lífi í reykvískt menningar og listalíf. Elsa Jónsdóttir, myndlistarkona, ein upphafsmanna Fúsksins, kom í Lestina til að segja frá þeirri ákvörðun að kveðja Gufunesið.
Við rifjum upp reivið Buxur, sem haldið var í annað sinn í Fúskinu. Davíð Roach flutti pistil í Tengivagninum í júlí síðastliðið sumar, sem við endurflytjum.
Annar þáttur af örséríunni Þegar Ísland hélt stórmót, frá árinu 2020. Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson skoða umgjörð HM í handbolta sem haldið var á Íslandi árið 1995.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 var tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar Voga í gær. Þar óskaði nefndin eftir frekari gögnum frá Landsnet og bað Skipulagsstofnun að endurskoða samþykkt umhverfismat. Deilt hefur verið um Suðurnesjalínu 2 í talsverðan tíma, og eftir að allt rafmagn fór að Suðurnesjum um tveggja tíma skeið í fyrradag vegna bilunar í Suðurnesjalínu 1, einu tengingu Suðurnesja við flutningskerfi Landsnets, hefur þrýstingurinn aukist enn frekar á Voga sem vilja að línan verði lögð í jörð, Landsnet telur það óraunhæft og dýrt. Við ræddum við Sverri Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóra þróunar- og tæknisviðs Landsnets, í upphafi þáttar.
Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik í milliriðli á HM í handbolta í dag. Við heyrðum í Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni, sem er staddur í Gautaborg.
Það urðu ótrúlegar vendingar í breskum stjórnmálum í fyrradag þegar breska þingið beitti í fyrsta sinn í sögunni neitunarvaldi til að stöðva skoska þingið í fyrirhugaðri lagasetningu. Það sem er enn ótrúlegra er að neitunarvaldinu var beitt gegn frumvarpi um kynrænt sjálfræði, ekki ósvipuðu því sem Alþingi Íslendinga samþykkti á síðasta kjörtímabili. Málefni transfólks hafa sannarlega verið mjög öfugsnúin i breskri umræðu um langt skeið og valdamikið enskt fólk beitt sér mjög gegn auknum mannréttindum fólksins. Engin þekkir þessa stöðu þó líklega betur en Ugla Stefanía Kristjönudóttir aktivisti og áhrifakona sem var á línunni frá Bretlandi.
Málefni íslensku krónunnar hafa heldur betur verið fyrirferðamikil á nýju ári enda virðist hægt ætla að réttast úr kútnum hjá henni með tilheyrandi kostnaði fyrir íslensku þjóðina. Við ræddum veika krónu við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra upp úr klukkan átta
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið með allra versta móti frá áramótum og oftsinnis farið yfir heilsuverndarmörk. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun kom til okkar til að fara yfir þetta risastóra lýðheilsumál
Morgunblaðið greindi frá því í gær að veisluhöldum Íslenska Edinborgarfélagsins, sem fram fara í janúar ár hvert til að fagna afmælisdegi skoska skáldsins Roberts Burns, hafi verið aflýst sökum þess að ekki tókst að tryggja skoska þjóðarréttinn Haggis til að bera þar á borð. Við ræddum við Björn Karlsson, prófessor við Háskóla Íslands, sem er einn af meðlimum Edinborgarfélagsins, í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 18 janúar 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Sigrún Stella - Circles
Offbít - Allt á hvolf
Björgvin Halldórs - Ég skal syngja fyrir þig
Fatoumata Diawara - Nsera Ft. Damon Albarn
Guðmundur R - Einmunatíð
Hannes - Stockholsvy Ft. Waterbaby
ABC - When Smokey sings
Smokey Robinson - The tears of a clown
SZA - Kill Bill
Silk Sonic - Leave the door open
Terence Trent D?arby - Wishing well
Sveinn Guðmundsson - Hvað er ég að gera á þessum fundi?
Pink - Never gonna not dance again
10:00
Of Monsters and men - Little talks
Cure - A forest
Karma brigade - Waiting man
Fine young cannibals - I?m not the man I used to be
JóiPxPally - Face
Gazebo - I like chopin
No Doubt - Underneath it all
Elton John - Goodbye yellow brick road
Myrkvi - Draumabyrjun
Elíza Newman - Icebergs
C+C Music Factory - Gonna make you sweat
Omar Apollo - Evergreen
11:00
FM Belfast - Par Avion
The Teskey Brothers - This will be our year
Lykke Li - I follow rivers
Jet Black Joe - Falling
Inhaler - Love wil get you there
Moby - Porcelain
Thompson Twins - You take me up
Dusty Springfield - Son of a preacher man
Korn - Got the life
Uppáhellingarnir - Stúlkan mín (Plata vikunnar)
Sóldögg - Svort sól
Kvikindi - Enginn kann að lifa
Júníus Meyvant - Color Meyvant
12:00
Pollapönk - 113 Vælubíllinn
Rolling Stones - As tears go by
Hjaltalín - Love from 99
Beach Weather - Sex, drugs, Etc
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Minnst sextán eru látin, þar á meðal þrjú börn, eftir þyrluslys í útjaðri Kyiv, höfuðborgar Úkraínu snemma í morgun. Innanríkisráðherra Úkraínu og embættismenn í ráðuneytinu eru meðal þeirra sem fórust í slysinu.
Smábátaeigendur taka illa í þá hugmynd sem fram kemur í verkefni matvælaráðherra, Auðlindinni okkar, að afnema fimm komma þriggja prósenta kerfið. Erfiðara yrði fyrir útgerðir sem treysta á aflaheimildir í kerfinu að nálgast þær með öðrum hætti.
Fjármálaráðherra segir að rannsókn Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum Íslandsbanka, þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í fyrra, kalli ekki á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að fara yfir málið í heild.
Fimmtán prósenta lágmarks-alheims-tekjuskattur verður lagður á alþjóðleg fyrirtæki eins og Facebook og Google. Gert er ráð fyrir lagabreytingum á yfirstandandi þingi sem heimila það.
Alþjóðastofa á Akureyri, sem aðstoðar innflytjendur, verður lögð niður eftir tuttugu ára starf. Bæjarstjórinn segir það ekki á skjön við þá ákvörðun að taka við hundruðum flóttamanna - aðrar stofnanir sinni í dag mikið til sömu hlutverkum.
Landeigendur mega kalla til lögreglu og láta hana sjá um smölun á ágangsfé á kostnað bænda, samkvæmt nýjum úrskurði dómsmálaráðuneytisins. Þetta er þvert á fyrri lagatúlkun og leiðbeiningar annars ráðuneytis.
Ein skærasta stjarna kvennafótboltans í heiminum lýsti í dag yfir stuðningi við Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, sem hefur hrist upp í umræðunni um rétt knattspyrnukvenna til fæðingarorlofs.
Karlalandsliðið í handbolta spilar sinn fyrsta leik í milliriðli HM í Svíþjóð í dag. Í fyrsta sinn í sögunni mætir liðið Grænhöfðaeyjum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut
Lovísa Rut var landamæravörður Popplandi að þessu sinni sem var ansi þétt, farið yfir þessar helstu tónlistarfréttir og heyrðum nýtt frá hljómsveitinni Kvikindi, Bjarna Ben, La Femme, Miley Cyrus, Nönnu, The Dare, Gorillaz, Lúpínu og fleirum og plata vikunnar var að sjálfsögðu á sínum stað sem þessa vikuna er platan Tempó Prímó með sönghópnum Uppáhellingum.
Emilíana Torrini - Mikos
Roxy Music - Love Is The Drug
Kvikindi - Ungfrú Ísland
Sugar Ray - Every Morning
Una Schram - Crush
Kári - Something Better
Phoebe Bridges - So Much Wine
Bjarni Ben - Pretty In Pink
Stranglers - Skin Deep
Myrkvi - Draumabyrjun
Dolly Parton - Coat of Many Colors
Miley Cyrus - Flowers
Dionne Warwick - Do You Know The Way To San Jose
Bríet - Hann Er Ekki Þú
Uppáhellingar - Ljúflingshóll
La Femme - No Pasa Nada
Metronomy - J?en ai Assez Vu
GDRN - Næsta Líf
Chicago - If You Leave Me Now
Bríet, Aron Can, Páll Óskar og Diddú - Búið og Bless
Nanna - Godzilla
Sigrún Stella - Baby Blue
Madonna - Ray Of Light
Red Hot Chilli Peppers - Californication
Gorillaz - Skinny Ape
Systur - Goodbye
Harry Styles - Music For a Sushi Restaurant
The Dare - Girls
Moses Hightower - Sjáum Hvað Setur
Andy Svarthol - Hvítir Mávar
Depeche Mode - Enjoy The Silence
Offbít & Steingrímur Teague - Allt á Hvolf
Elín Hall - Vinir
American Authors - Best Day Of My Life
Lúpína - Ástarbréf
Uppáhellingar - Sérlegur Sendiherra ft. Salóme Katrín og Sigríður Ása Júlíusdóttir
Sister Sledge - He?s The Greatest Dancer
Mitski - Stay Soft
Jack Johnson - Better Together
First Aid Kit - A Feeling That Never Came
Rihanna - Lift Off
Andri Már - Perlur
Khruangbin - Texas Sun ft. Leon Bridges
Arlo Parks - Softly
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið verður í styttra lagi þennan daginn vegna beinnar útsendingar frá leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handknattleik karla. Stefán Pálsson mætir til okkar og segir okkur frá sögu Grænhöfðaeyja og fræðir okkur um hvaða þjóð við erum að fara að keppa við á vellinum í dag. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður verður í beinni hjá okkur beint frá Gautaborg og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson tekur svo yfir og lýsir leiknum í beinni á Rás 2.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Helga Margrét Höskuldsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson og Vilhjálmur Bragason. Spyrill er Kristinn Óli Haraldsson. Stjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Spurningakeppni framhaldsskólanna.
Spyrill: Oddur Þórðarson.
Spurningahöfundar:
Helga Margrét Höskuldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir.
Hljóðmaður: Jón Þór Helgas.
Stjórn útsendingar: Sturla Skúlason.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 7. - 14. janúar 2023.