20:35
Samfélagið
Fornleifar, asahláka, svansvottun gegn myglu, málfar og D-vítamín
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Landnámsskálinn á Stöð í Stöðvarfirði er fyrsti skálinn af því tagi sem rannsakaður hefur verið eins og glæpavettvangur. Tekin voru dna sýni á vettvangi sem mögulega eiga eftir draga upp nákvæma mynd af lífinu sem þar var í kringum landnámið. Við ræðum við Bjarna F Einarsson fornleifafræðing um rannsóknirnar og líka um bátinn í Þingvallavatni sem hann óttast að liggi nú undir skemmdum.

Það á að hlýna á landinu í lok vikunnar og það heldur hressilega. Það má gera ráð fyrir meira en 20 gráðu hitasveiflu sumstaðar og rigningu eftir langan kuldakafla með brunagaddi víða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku ætlar að fara betur yfir það sem er í vændum.

Og svo ætlum við aðeins að tala um Svansvottun nýbygginga með tilliti til rakaskemmda og myglu. Bergþóra Kvaran er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Við spjöllum við hana.

Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur hingað Edda Olgudóttir eins og alltaf á miðvikudögum. Að þessu sinni ætlar hún að fjalla um D-vítamín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,