23:05
Lestin
Fúskið kveður, reivið Buxur, handboltamenn í drykk fyrir leik
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Fúskið er viðburðarrými og aðsetur listamanna í Gufunesi. Á dögunum birtist tilkynning þess efnis að þau hygðust leggja árar í bát, allavega í bili, allavega í núverandi mynd. Eftir tveggja ára starfsemi, eftir reiv, tónleika, rusl-fest og myndlistarsýningar sem hafa blásið lífi í reykvískt menningar og listalíf. Elsa Jónsdóttir, myndlistarkona, ein upphafsmanna Fúsksins, kom í Lestina til að segja frá þeirri ákvörðun að kveðja Gufunesið.

Við rifjum upp reivið Buxur, sem haldið var í annað sinn í Fúskinu. Davíð Roach flutti pistil í Tengivagninum í júlí síðastliðið sumar, sem við endurflytjum.

Annar þáttur af örséríunni Þegar Ísland hélt stórmót, frá árinu 2020. Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson skoða umgjörð HM í handbolta sem haldið var á Íslandi árið 1995.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,