16:05
Síðdegisútvarpið
17.nóvember
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Eins og kunnungt er hefur félagið Heidel­berg Mater­i­als ehf., sem er hluti af einum stærsta steypu­fram­leið­anda heims, Heidel­bergCem­ent, sótt um að fá úthlutað all­nokkrum lóðum undir verk­smiðju og tengda starf­semi í Þor­láks­höfn. Málið hefur vakið mikla athygli og hafa margir íbúar í Þorlákshöfn og nágrenni mótmælt þessum áformum bæði á íbúafundi og á undirskriftalistum. Við ræddum í gær við Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-listans sem er afar gagnrýnin á þessi áform. En hvaða fyrirtæki er þetta sem um ræðir, hvað er það nákvæmlega sem þarna verður framleitt og á hvaða stigi er málið statt ? Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials kemur til okkar hérna rétt á eftir.

Á morgun rennur upp dagurinn sem margir hafa beðið eftir en þá snýr Vera Illugadóttir aftur með í ljósi sögunnar. Vera kemur til okkar á eftir og segir okkur frá því hvað hún hefur verið að bauka síðustu mánuði og fer yfir það sem verður boðið upp á í ljósi sögunnar á morgun.

Meme vikunnar verður á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum Atli Fannar Bjarkason segir okkur frá enn einu æðinu á samfélagsmiðlum.

Í morgun bauð Samorka til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar undir yfirskriftinni Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Svo virðist ekki vera miðað við það sem kom fram í máli Sólrúnar Kristjánsdóttur forstjóra Veitna í hádegisfréttum. Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku hún kemur til okkar á eftir og segir okkur betur af því sem kom fram á fundinum í morgun.

Við hringjum líka norður á Skagaströnd og heyrum af menningar - og samveruhúsi sem verður opnað þar á morgun. Eva Guðbjartsdóttir verður á línunni.

Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir þar sem hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum, sem áttu að standa fram á kvöld. Þess í stað er stefnt á að loka aftur í átt til Reykjavíkur klukkan sjö í kvöld.

Gangi það eftir er stefnt á lokun til hádegis á morgun, föstudag. Vegurinn verður þá aftur lokaður fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík og hjáleið um Krýsuvíkurveg. Eins og áður verður ávallt opið fyrir umferð frá Reykjavík í átt að flugvellinum. En hvaða hringl er þetta og hvers vegna er ekki hægt að malbika þótt hann rigni ? í símanum er

Birkir Hrafn Jóakimsson forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar og helsti malbikssérfræðingur

Var aðgengilegt til 17. nóvember 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,