15:03
Flakk
24022022 - Flakk - Fjallað um grænt húsnæði framtíðarinnar
Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Í desember síðast liðnum var haldinn kynningarfundur í Ráðhúsinu um Grænt húsnæði framtíðarinnar. Verkefnið er leitt af Reykjavíkurborg, hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu á vistvænni byggingum þar sem lágt kolefnisspor er haft að leiðarljósi í gegnum allt þróunar-, hönnunar- og byggingarferlið. Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg Hilmar Hildar Magnúsarson og Hulda Hallgrímsdóttir leiða teymið fyrir hönd skrifstofu borgarstjóra.

Húsnæðismál eru án efa eitt mikilvægasta verkefni samtímans en mikil og nauðsynleg uppbygging íbúðarhúsnæðis skilur á sama tíma eftir sig djúpt kolefnisfótspor. Reykjavíkurborg hefur því efnt til samkeppni um uppbyggingu á grænu húsnæði framtíðarinnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 47 mín.
e
Endurflutt.
,