12:42
Þetta helst
Rafmyntavetur í kortunum eftir gósentíð
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Við dýfum okkur ofan í rafmyntir í þætti dagsins. Hugtak sem flest hafa heyrt um en færri kannski skilja hvað er. Það virðist vera skollinn á eins konar rafmyntavetur eftir ágætisgóðæri. Bitcoin, konungur þessa fyrirbæris, hefur fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn. Rafmyntir koma í ýmsum útfærslum, en Bitcoin er sú stærsta, verðmætasta og vinsælasta, stafrænt gull segja sumir, en það þarf sko að grafa eftir rafmyntum - rétt eins og gulli. Margir hafa orðið ævintýralega ríkir á þessari nýju tækni, aðrir glatað öllu, en eftir mikinn uppgang árið 2021 hefur þó farið að halla undan fæti. Snorri Rafn Hallsson sem fer yfir málið og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðing þar sem þeir ætla að svara spurningum eins og hvað er Bitcoin? Hvernig virkar það og til hvers er það?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
,