06:50
Morgunvaktin
Siðferði í íþróttum, Heimsglugginn og ferðaþjónusta á Austurlandi
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Hvaða siðferðiskröfur getum við gert til íþrótta? Er hægt að halda pólitík utan við íþróttir, og er það yfirleitt æskilegt? Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst á sunnudag í Katar, og athyglin hefur verið á stjórnvöldum þar í landi, mannréttindabrotum þeirra ekki síst, ekki síður en á fótboltanum sjálfum. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræddi um pólitík og siðferði þegar kemur að íþróttum.

Bandarísk stjórnmál eru meðal þess sem Bogi Ágústsson fjallaði um í Heimsglugganum. Rúm vika er frá kosningum og þó ekki sé endanlega ljóst hvernig fór alls staðar er víst að repúblikanar náðu völdum í fulltrúadeildinni og demókratar í öldungadeildinni. Og svo er það Donald Trump, sem ætlar sér aftur í Hvíta húsið eftir tvö ár. Bogi ræddi líka um Brasilíu og um íslenskar bækur um erlend málefni, sem eru óvenju margar þetta haustið.

Böð af ýmsu tagi njóta vinsælda ferðamanna enda gott fyrir sál og líkama að hvílast í heitu vatni í fallegu umhverfi. Vök böðin í Urriðavatni á Héraði hlutu á dögunum Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Baðaðstaðan var tekin í gagnið sumarið 2019 og þar er ýmist hægt að liggja í fjörutíu og einnar gráðu heitri laug eða dýfa sér í vatnið sjálft sem getur verið ískalt. Við forvitnuðumst um Vök og spjölluðum við Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Orðin mín - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían

S.T.A.F.R.Ó.F. - Memfismafían, Óttarr Proppé og Ágústa Eva Erlendsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,