13:00
Samfélagið
Dagsbirta byggðar, sæeyrnaeldi, ruslarabb og jólagjafakaup
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Það er stundum sagt enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta á við um dagsbirtuna, hún er að hverfa og söknurinn að sliga marga, held mér að sé óhætt að segja. En eitt er að missa af birtu fyrir náttúrulegar sakir, það er bara þannig á Íslandi, annað og verra er að hanna birtuna í burt - sem er því miður eitthvað sem er alltof oft gert þegar kemur að skipulagi byggðar og íverurýma. Við ræðum við Önnu Sigríði Jóhannsdóttur arkitekt sem hefur sérhæft sig í dagsbirtu í íbúabyggð.

Við ætlum að heimsækja eldisfyrirtækið Sæbýli í Grindavík. Þar er starfrækt ungviðaeldisstöð fyrir sæeyru, sem mörgum þykir herramannsmatur. Við ræðum þar við Ásgeir Guðnason sem er frumkvöðull í slíku eldi. Við tölum líka við Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóra Auðlindagarðs HS-Orku, en hugmyndir eru uppi um samstarf þeirra á milli um umfangsmikið áframeldi á sæeyrum.

Ruslarabb

Við fáum svo umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,