Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þorgeir Arason flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Hvaða siðferðiskröfur getum við gert til íþrótta? Er hægt að halda pólitík utan við íþróttir, og er það yfirleitt æskilegt? Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst á sunnudag í Katar, og athyglin hefur verið á stjórnvöldum þar í landi, mannréttindabrotum þeirra ekki síst, ekki síður en á fótboltanum sjálfum. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði ræddi um pólitík og siðferði þegar kemur að íþróttum.
Bandarísk stjórnmál eru meðal þess sem Bogi Ágústsson fjallaði um í Heimsglugganum. Rúm vika er frá kosningum og þó ekki sé endanlega ljóst hvernig fór alls staðar er víst að repúblikanar náðu völdum í fulltrúadeildinni og demókratar í öldungadeildinni. Og svo er það Donald Trump, sem ætlar sér aftur í Hvíta húsið eftir tvö ár. Bogi ræddi líka um Brasilíu og um íslenskar bækur um erlend málefni, sem eru óvenju margar þetta haustið.
Böð af ýmsu tagi njóta vinsælda ferðamanna enda gott fyrir sál og líkama að hvílast í heitu vatni í fallegu umhverfi. Vök böðin í Urriðavatni á Héraði hlutu á dögunum Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar. Baðaðstaðan var tekin í gagnið sumarið 2019 og þar er ýmist hægt að liggja í fjörutíu og einnar gráðu heitri laug eða dýfa sér í vatnið sjálft sem getur verið ískalt. Við forvitnuðumst um Vök og spjölluðum við Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Orðin mín - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
S.T.A.F.R.Ó.F. - Memfismafían, Óttarr Proppé og Ágústa Eva Erlendsdóttir
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Álfrún Helga segir frá heimildamynd sinni Band sem segir sögu þriggja kvenna í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band. Í sameiningu ákveða þær að gefa sér eitt ár til að verða poppsjtörnur eða hætta að spila að eilífu.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag.
Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu, eru alls ekki sammala um það. Kristín Svava sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Herdís Helga Arnalds, hagfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hún stofnaði fyrirtækið Blómstru fyrir stuttu og hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu og sendir fólki meðal annars leiðbeiningar og fróðleik. Herdís Helga kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)
Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson)
Gamli góði vinur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Lifðu hægt / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur og Karl Ágúst Úlfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Sigþór U. Hallfreðsson formaður blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Tveir bílar lentu í aurskriðu sem fór yfir Grenivíkurveg snemma í morgun. Annar þeirra barst niður fyrir veg með aurnum en engin slys urðu á fólki. Hlíðin er enn mjög blaut og vegurinn gæti jafnvel verið lokaður til morguns.
Ekkert lát er á eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu. Það er farið að snjóa í Kænugarði og spáð fimbulkulda á næstu dögum.
Skerða gæti þurft heitt vatn til höfuðborgarbúa á köldum dögum í vetur. Hitaveitur víða um land eru komnar að þolmörkum að mati framkvæmdastjóra Veitna. Þörf fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu gæti tvöfaldast á næstu 40 árum.
Tekist var á um leka Íslandsbankaskýrslunnar á Alþingi í morgun. Stjórnarandstaðan segir sjálfstæðismenn sem óska eftir rannsókn vilja drepa málinu sjálfu á dreif.
Lunginn af ráðstöfunartekjum öryrkja sem eru á almennum leigumarkaði fer í húsnæði. Þetta leiðir rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ljós.
Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þótt enn sé eftir að ljúka talningu í nokkrum kjördæmum. Erfiðara verður fyrir forsetann að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.
Allt bendir til þess að stofn íslensku sumargotssíldarinnar við landið sé að styrkjast mikið. Sýking, sem lengi hefur herjað á stofninn, virðist horfin.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér sæti á einni sterkustu mótaröð heims í golfi, Evrópumótaröðinni. Hann er annar íslenski karlkylfingurinn sem nær þeim árangri.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Við dýfum okkur ofan í rafmyntir í þætti dagsins. Hugtak sem flest hafa heyrt um en færri kannski skilja hvað er. Það virðist vera skollinn á eins konar rafmyntavetur eftir ágætisgóðæri. Bitcoin, konungur þessa fyrirbæris, hefur fallið um 75% í verði á einu ári og næst stærsta rafmyntakauphöllin, FTX, fór nýverið á hausinn. Rafmyntir koma í ýmsum útfærslum, en Bitcoin er sú stærsta, verðmætasta og vinsælasta, stafrænt gull segja sumir, en það þarf sko að grafa eftir rafmyntum - rétt eins og gulli. Margir hafa orðið ævintýralega ríkir á þessari nýju tækni, aðrir glatað öllu, en eftir mikinn uppgang árið 2021 hefur þó farið að halla undan fæti. Snorri Rafn Hallsson sem fer yfir málið og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðing þar sem þeir ætla að svara spurningum eins og hvað er Bitcoin? Hvernig virkar það og til hvers er það?
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Það er stundum sagt enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta á við um dagsbirtuna, hún er að hverfa og söknurinn að sliga marga, held mér að sé óhætt að segja. En eitt er að missa af birtu fyrir náttúrulegar sakir, það er bara þannig á Íslandi, annað og verra er að hanna birtuna í burt - sem er því miður eitthvað sem er alltof oft gert þegar kemur að skipulagi byggðar og íverurýma. Við ræðum við Önnu Sigríði Jóhannsdóttur arkitekt sem hefur sérhæft sig í dagsbirtu í íbúabyggð.
Við ætlum að heimsækja eldisfyrirtækið Sæbýli í Grindavík. Þar er starfrækt ungviðaeldisstöð fyrir sæeyru, sem mörgum þykir herramannsmatur. Við ræðum þar við Ásgeir Guðnason sem er frumkvöðull í slíku eldi. Við tölum líka við Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóra Auðlindagarðs HS-Orku, en hugmyndir eru uppi um samstarf þeirra á milli um umfangsmikið áframeldi á sæeyrum.
Ruslarabb
Við fáum svo umhverfispistil frá Stefáni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður fjallað um tónverk sem samin eru með norðurljósin í huga. Þar á meðal eru „Norðurljós“ eftir Atla Heimi Sveinsson, „Kaleidoscope in the frozen sky“ eftir Misti Þorkelsdóttur og „Northern Lights“ eftir Eriks Esenvalds. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Halla Harðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Í desember síðast liðnum var haldinn kynningarfundur í Ráðhúsinu um Grænt húsnæði framtíðarinnar. Verkefnið er leitt af Reykjavíkurborg, hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu á vistvænni byggingum þar sem lágt kolefnisspor er haft að leiðarljósi í gegnum allt þróunar-, hönnunar- og byggingarferlið. Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg Hilmar Hildar Magnúsarson og Hulda Hallgrímsdóttir leiða teymið fyrir hönd skrifstofu borgarstjóra.
Húsnæðismál eru án efa eitt mikilvægasta verkefni samtímans en mikil og nauðsynleg uppbygging íbúðarhúsnæðis skilur á sama tíma eftir sig djúpt kolefnisfótspor. Reykjavíkurborg hefur því efnt til samkeppni um uppbyggingu á grænu húsnæði framtíðarinnar.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Mótettukórinn og Listvinafélagið í Reykjavík fagna saman 40 ára afmæli í ár og af því tilefni er efnt til glæsilegra hátíðartónleika í Eldborg, Hörpu, næstkomandi sunnudag, þar sem kórinn flytur óratóríuna Messías eftir Georg Friedrich Händel, ásamt Alþjóðlegu barokksveitin í Reykjavík og fjórum framúrskarandi einsöngvurum. Víðsjá fær til sín góða gesti í tilefni stórafmælisins, þau Hörð Áskellsson, stjórnanda Mótettukórsins, Ingu Rósu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Listvinafélagsins og Ragnheiði Þórdísi Gylfadóttur, formann stjórnar Mótettukórsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Saknaðarilm, nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur.
Að leggjast í grasið og búa til myndir úr skýjunum er eitthvað sem sennilega hvert mannsbarn á jarðkringlunni hefur gert. En getur þessi ljóðræna athöfn verið einungis saklaus og hrein á tímum mannaldar? Það er spurning sem danshöfundurinn Andrea Gunnlaugsdóttir tekst á við í dansverkinu Cumulus. Reykjavík Dance festival hófst í gær og stendur fram á sunnudag, og Cumulus er eitt þeirra fjölmörgu verka sem sýnd verða á hátíðinni. Höfundurinn verður gestur okkar í dag, segir okkur frá verkinu og danssenunni í Vínarborg þar sem hún býr og starfar.
"Ég skil ekki tungumálið sem þú talar, en þegar við höfum sungið saman í tvo klukkutíma þá get ég fundið og skilið sameiginlegar tilfinningar okkar. Í gegnum tónlistina getum við skilið hvert annað betur". Þetta segir stjórnandi Szeczecin Vocal Project, sem er sönghópur frá Póllandi. Þessa dagana stendur yfir fyrsti hluti tveggja ára tónlistarsamstarfs hópsins og tveggja hópa frá Íslandi, Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Dúó Funa. Tilgangur samtstarfsins er að kanna þjóðlega tónlistarhefð hvors lands fyrir sig og þá samtímatónlist sem sprottin er úr þeim þjóðlega jarðvegi. Við fáum þau Bára Grímsdóttur, formann Iðunnar, og Pawel Osuchowski, stjórnanda Szeczecin Vocal Project, til okkar hér í síðari hluta þáttar.
Umsjónarkonur: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Lestin Mathöll hefur opnað. Við kynnnum okkur sögu mathallar-fyrirbærisins á Íslandi. Við ræðum við einn stofnanda mathallarinnar á Hlemmi, sem opnaði á Menningarnótt 2017, sagnfræðiprófessor í Háskóla Íslands sem hefur rannsakað neysluhætti og matarsögu íslendinga, kokk sem hefur rekið veitingastað í mathöll og arkitekt. Við veltum þessu fyrirbæri fyrir okkur útfrá hugmyndum um almenningsrými, millistéttarvæðingu og matarmenningu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nancy Pelosi ætlar að hætta sem leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en sitja áfram á þingi. Tap Demókrata í þingkosningum og árás á eiginmann hennar eru taldar helstu ástæðurnar.
16 ára drengur var fjóra daga í einangrun vegna gruns um að hann væri viðriðinn kókaínsmygl sem faðir hans er grunaður um. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldið úr gildi þar sem gögn málsins renndu ekki stoðum undir þann grun lögreglunnar.
Hatursglæpir færast í aukana samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra. Talið er að slíkir glæpir séu fleiri en tilkynningar til lögreglu segja til um.
Það reynir á gestrisni Katara þegar augu fjölmiðla beinast að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst á sunnudag. Fjölmiðlamenn hafa nú þegar lent í útistöðum við yfirvöld í landinu.
Læknanemar sem læra erlendis eiga margir erfitt með að ná endum saman. Þeir bera sjálfir hitann og þungann af skólagjöldum.
---
Stærsti íþróttaviðburður heims er handan við hornið. Á sunnudag verður flautað til leiks á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Gestgjafarnir eru umdeildir. Mannréttindi og aðbúnaður fólks sem reisti gríðarstóra leikvanga hafa verið í brennidepli.
Og nú streyma lið og fylgdarlið til olíuríkisins og því fylgir fjölmiðlafólk alls staðar að úr veröldinni. Og þá verða árekstrar. Frelsi fjölmiðla í landinu er ekki mikið. Á lista Samtaka blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla situr Katar í sæti 110. Fjölmiðlafólki sem sækir landið heim þessa dagana er sniðinn stakkur eftir hentisemi yfirvalda í Katar, til að mynda var fréttamönnum TV2 í Danmörku meinað að mynda á ákveðnum stöðum og reynt að koma í veg fyrir beina útsendingu þeirra nema undir ströngu eftirliti. Við skulum heyra í Rasmus Tantholdt fréttamanni TV2 sem staddur er í Katar og hvernig öryggisverðir brugðust við þegar hann ætlaði að fara í beina útsendingu við hringtorg á víðavangi fyrr í vikunni. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Í morgun féll aurskriða úr hlíðinni ofan við Grenivíkurveg, sunnan við Fagrabæ. Tveir bílar lentu í skriðunni og annar hreifst með niður fyrir veginn eins Ægir Jóhannsson lýsti í hádegisfréttum. Ægir var á leiðinni í vinnuna árla morguns þegar hann ók fram á skriðuna. Stórt sár er fyrir ofan veginn og mögulega hreyfing enn á vatnsósa hlíðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðing á Veðurstofunni.
Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf í dag hátt í sex þúsund föngum upp sakir, þar á meðal nokkrum útlendingum sem var vísað úr landi. Stjórnvöld í landinu hafa alþjóðasáttmála um mannréttindi að engu. Fjöldi fólks
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Við höldum okkur áfram við Norðurlöndum í þessum þætti og kynnumst Öskubuskuævintýri frá Noregi sem heitir Kari Næfrastakkur
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Lesarar í þættinum: Guðni Tómasson, Kristján Guðjónsson og Karitas M. Bjarkadóttir.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hlustendum veitt innsýn í efnisskrá tónleika kvöldsins.
Beinar útsendingar frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
*Yfirráðandi kyrrð eftir Pál Ragnar Pálsson.
*Konsert fyrir fiðlu, selló og bajan eftir Sofiu Gubaidulinu.
*Sinfónískir dansar eftir Sergej Rakhmanínov.
Einleikarar: Baiba Skride fiðluleikari, Harriet Krijgh sellóleikair og Martynas Levickis á bajan.
Stjórnandi: Olari Elts.
Kynnir: Guðni Tómasson.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Háskólakennarar á eftirlaunum með langa reynslu af starfi með alkóhólistum og rannsóknum, skrifuðu saman bók sem byggir á 50 viðtölum við alkóhólista sem höfðu verið án vímu í 5 ár eða lengur. Viðmælendur bókarinnar voru spurðir hvað þeir hefðu gert til að takast að vera vímulausir svo lengi. Svörin voru tekin í þemu og niðurstöðurnar, sem voru mjög afgerandi, eru birtar í bókinni Sigurinn liggur í uppgjöfinni. Sigurlína Davíðsdóttir, doktor í félagssálfræði er annar höfunda bókarinnar og hún kom í þáttinn í dag.
Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi í næstu viku undir yfirskriftinni Er sagnfræði siðleg? Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur heldur þar erindi sem nefnist Að segja sögur og nefna nöfn. Í erindinu veltir hún fyrir sér hvernig nálgast á viðkvæm viðfangsefni og hvaða stíl á að tileinka sér þegar fjallað er um fólk og persónuleg málefni þeirra. Hvenær á að nafngreina fólk í söguskoðun, því sagnfræðingar sem vinna með viðkvæm málefni, t.d. á sviði heilbrigðissögu, eru alls ekki sammala um það. Kristín Svava sagði okkur betur frá þessu í þættinum.
Herdís Helga Arnalds, hagfræðingur og tölvunarfræðingur, hefur haft óbilandi áhuga á trjárækt og plöntulífríkinu frá barnæsku. Hún stofnaði fyrirtækið Blómstru fyrir stuttu og hjálpar hún þúsundum viðskiptavina við að halda lífi í plöntunum sínum í gegnum plöntuáskriftarþjónustu og sendir fólki meðal annars leiðbeiningar og fróðleik. Herdís Helga kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)
Dag eftir dag / Múgsefjun (Eva Hafsteinsdóttir og Hjalti Þorkelsson)
Gamli góði vinur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Lifðu hægt / Hildur Vala Einarsdóttir (Svavar Knútur og Karl Ágúst Úlfsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Lestin Mathöll hefur opnað. Við kynnnum okkur sögu mathallar-fyrirbærisins á Íslandi. Við ræðum við einn stofnanda mathallarinnar á Hlemmi, sem opnaði á Menningarnótt 2017, sagnfræðiprófessor í Háskóla Íslands sem hefur rannsakað neysluhætti og matarsögu íslendinga, kokk sem hefur rekið veitingastað í mathöll og arkitekt. Við veltum þessu fyrirbæri fyrir okkur útfrá hugmyndum um almenningsrými, millistéttarvæðingu og matarmenningu.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Færst hefur í aukana að fólk fái sér jóladagatöl af annarri gerð en þeirri sem bara geymir súkkulaði. Nú hafa íslenskir smáframleiðendur matvæla um land allt tekið sig saman og búið til alíslenskt sælkera dagatal og við fengum Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistari til að kíkja til okkar og segja okkur meira af þessu girnilega framtaki og íslensku matarhandverki.
Við höfum aðeins rædd breytingar á Twitter og flótta notenda þaðan og um daginn ræddum við Mastodon sem hugsanlegan arftaka Twitter, þar sem fólk tútar í stað þess að tvíta. Í dag höldum við áfram og fræðumst um Vivaldi Social miðilinn sem er hluti af dreifhýsta samfélagsnetinu sem keyrt er af Mastodon og opnar dyrnar að öruggum samskiptum á netinu. Guðmundur Már Gunnarsson frá Vivaldi kom til okkar og útskýrir betur.
Forsvarskonur Rótinnar, hafa áhyggjur af því að ekki eigi að rannsaka önnur meðferðarheimili þar sem börn hafa verið vistuð á vegum barnaverndarnefnda í ljósi dökkrar skýrslu um málefni meðferðarheimilisins Laugalands/Varpholts þar sem fjöldi ungra kvenna greindi frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi í meðferð sem var líka stýrt með stífum trúarboðskap. Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri og talskona Rótarinnar kom til okkar.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað inn umsögn við nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra þar sem það lýsir yfir áhyggjum af því að nýjar reglur muni aðeins velta vandanum yfir á sveitarfélögin, auka heimilisleysi og hættuna á mansali. Við ræddum málið við Heiðu Björg Hilmisdóttur formann sambandsins.
Doktorsneminn María Jónasdóttir hefur undanfarin ár rannsakað áhrif styttingar framhaldsskólans á starf háskólanna og m.a. komist að því að í sumum greinum séu nemendurnir verr undirbúnir undir háskólanám en áður. Hún sagði okkur frá niðurstöðum sínum.
Það eru bókstaflega allir með flensu og við fengum sóttvarnarlækni, Guðrúnu Aspelund, til að ræða þessa flensutíð við okkur, en einnig evrópska sýklalyfjadaginn sem er á morgun en vaxandi sýklalyfjaónæmi ógnar heilsu mannkyns um þessar mundir.
Í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg og af því tilefni er boðið upp á málþing í Vídalínskirkju kl. hálfeitt. Þar verður rætt um sorg barna og bjargráð í uppeldi barna í sorg t.d. Séra Matthildur Bjarnadóttir er ein þeirra sem að þessu standa og hún kom til okkar og segir okkur nánar frá.
Tónlist:
Karl Orgeltríó - Bréfbátar.
Warmland - Want it now.
Dido - Warmland.
Krassasig - Hlýtt í hjartanu (ft. JóiPé).
John Grant - God's gonna cut you down.
Amy Winehouse - Love is a losing game.
Ed Sheeran - Celestial.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 17. nóvember 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Ríó tríó - Romm og Kóka kóla
Cornershop - Brimful of asha
Joji - Glimpes of us
Biggi Maus - Please don?t go Ft. Rósa Björk
Maneskin - The Loneliest
Hurts - Stay
Lay Low - By and by
Depeche Mode - Enjoy the silence
Superserious - Bye bye honey
Yello - The Race
Kristín Sesselja - Rectangulara bathroom tiles
GDRN - Áður en dagur rís Ft. Birnir
10:00
Emilía Torrini - Right here
St. Germaine - Rose rouge
Sebastian Tellier - Divine
Teskey Brothers - This will be our year
TOTO - Rosanna
JóiPé og Valdimar Guð - Herbergið
Sálin - Getur verið
Madness - It must be love
Lúpína Við tvö
Red hot chili peppers - Scar tissue
Caroline Polacheck - SunsetJónas Sig - Faðir
Ásdís - Dirty dancing Ft. Glockenbach
Markús - Ébisst assökunar
Unnsteinn - Andandi
11:00
Jónas Sig - Faðir
Familjen - Det snurrar i min skalle
Björgvin Halldórs - Sönn ást
Blur - There?s no other way
Tilbury - Feel this
Kári - Something better
Sister Sledge - Thinking of you
Kusk - Morgun Ft. Óviti
Gugusar - Leið á þessu (Plata vikunnar)
Gibson brothers - Que sera mi vida
Marxist love disco ensemble - 1905
12:00
Tara Mobee - For now
Coboy Junkies - Sweet jane
Bríet - Dýrð í dauðaþögn
Michael Kiwanuka - Cold little heart
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Tveir bílar lentu í aurskriðu sem fór yfir Grenivíkurveg snemma í morgun. Annar þeirra barst niður fyrir veg með aurnum en engin slys urðu á fólki. Hlíðin er enn mjög blaut og vegurinn gæti jafnvel verið lokaður til morguns.
Ekkert lát er á eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu. Það er farið að snjóa í Kænugarði og spáð fimbulkulda á næstu dögum.
Skerða gæti þurft heitt vatn til höfuðborgarbúa á köldum dögum í vetur. Hitaveitur víða um land eru komnar að þolmörkum að mati framkvæmdastjóra Veitna. Þörf fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu gæti tvöfaldast á næstu 40 árum.
Tekist var á um leka Íslandsbankaskýrslunnar á Alþingi í morgun. Stjórnarandstaðan segir sjálfstæðismenn sem óska eftir rannsókn vilja drepa málinu sjálfu á dreif.
Lunginn af ráðstöfunartekjum öryrkja sem eru á almennum leigumarkaði fer í húsnæði. Þetta leiðir rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ljós.
Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þótt enn sé eftir að ljúka talningu í nokkrum kjördæmum. Erfiðara verður fyrir forsetann að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.
Allt bendir til þess að stofn íslensku sumargotssíldarinnar við landið sé að styrkjast mikið. Sýking, sem lengi hefur herjað á stofninn, virðist horfin.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér sæti á einni sterkustu mótaröð heims í golfi, Evrópumótaröðinni. Hann er annar íslenski karlkylfingurinn sem nær þeim árangri.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi Gunnars stýrði fjölbreyttu og skemmtilegu Poppland í dag á Rás 2.
12.40 til 14.00
Benni Hemm Hemm & Urður & Kött Grá Pjé - Á óvart
Stereophonics - Have A Nice Day
Krassasig - Þráðlaus
Ed Sheeran - Celestial
Jawny - Adios
Bruce Springstein - Streets of Philadelphia
Coldplay - Every Teardrop Is A Waterfall
Led Zeppelin - D'yer Mak'er
Corinne Bailey Rae - Put Your Records On
Bob Marley - Three Little Birds
Adele - I Drink Wine
Gugusar - Aleinn
14.00 til 15.00
Emmsjé Gauti - HVAÐ ER AÐ FRÉTTA?
Ragnhildur Gísladóttir - Fegurðardrottning
Rihanna - Lift Me Up
Pale Moon - Dopamine
Tame Impala - The Less I Know The Better
Una Torfa - Fyrrverandi (Lifandi flutningur í Stúdíó RÚV)
Gabriels - Angels and Queens
Marlena Shaw - California Soul
Gotye - Somebody That I Used To Know
Sophie Elleis Bextor - Murder On The Dancefloor
The Feeling - Sewn
Måneskin - The Loneliest
15.00 til 16.00
Unnsteinn - Andandi
King Harvest - Dancing In The Moonlight
Sigrún Stella - Circles
Dopamine Machine - Hanagal
Jamie Cullum - Don't Stop The Music
Jungle - Don't Stop The Music
Vök - Headlights
The Rolling Stones - She's a Rainbow
Tom Odell - Can't Pretend
Elín Hall - Komdu til baka
Pink - Never Gonna Not Dance Again
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Eins og kunnungt er hefur félagið Heidelberg Materials ehf., sem er hluti af einum stærsta steypuframleiðanda heims, HeidelbergCement, sótt um að fá úthlutað allnokkrum lóðum undir verksmiðju og tengda starfsemi í Þorlákshöfn. Málið hefur vakið mikla athygli og hafa margir íbúar í Þorlákshöfn og nágrenni mótmælt þessum áformum bæði á íbúafundi og á undirskriftalistum. Við ræddum í gær við Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-listans sem er afar gagnrýnin á þessi áform. En hvaða fyrirtæki er þetta sem um ræðir, hvað er það nákvæmlega sem þarna verður framleitt og á hvaða stigi er málið statt ? Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials kemur til okkar hérna rétt á eftir.
Á morgun rennur upp dagurinn sem margir hafa beðið eftir en þá snýr Vera Illugadóttir aftur með í ljósi sögunnar. Vera kemur til okkar á eftir og segir okkur frá því hvað hún hefur verið að bauka síðustu mánuði og fer yfir það sem verður boðið upp á í ljósi sögunnar á morgun.
Meme vikunnar verður á sínum stað eins og alltaf á fimmtudögum Atli Fannar Bjarkason segir okkur frá enn einu æðinu á samfélagsmiðlum.
Í morgun bauð Samorka til opins fundar um stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar undir yfirskriftinni Hugum að hitaveitunni: Er alltaf nóg til? Svo virðist ekki vera miðað við það sem kom fram í máli Sólrúnar Kristjánsdóttur forstjóra Veitna í hádegisfréttum. Lovísa Árnadóttir er upplýsingafulltrúi Samorku hún kemur til okkar á eftir og segir okkur betur af því sem kom fram á fundinum í morgun.
Við hringjum líka norður á Skagaströnd og heyrum af menningar - og samveruhúsi sem verður opnað þar á morgun. Eva Guðbjartsdóttir verður á línunni.
Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir þar sem hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum, sem áttu að standa fram á kvöld. Þess í stað er stefnt á að loka aftur í átt til Reykjavíkur klukkan sjö í kvöld.
Gangi það eftir er stefnt á lokun til hádegis á morgun, föstudag. Vegurinn verður þá aftur lokaður fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík og hjáleið um Krýsuvíkurveg. Eins og áður verður ávallt opið fyrir umferð frá Reykjavík í átt að flugvellinum. En hvaða hringl er þetta og hvers vegna er ekki hægt að malbika þótt hann rigni ? í símanum er
Birkir Hrafn Jóakimsson forstöðumaður stoðdeildar Vegagerðarinnar og helsti malbikssérfræðingur
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nancy Pelosi ætlar að hætta sem leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en sitja áfram á þingi. Tap Demókrata í þingkosningum og árás á eiginmann hennar eru taldar helstu ástæðurnar.
16 ára drengur var fjóra daga í einangrun vegna gruns um að hann væri viðriðinn kókaínsmygl sem faðir hans er grunaður um. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldið úr gildi þar sem gögn málsins renndu ekki stoðum undir þann grun lögreglunnar.
Hatursglæpir færast í aukana samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra. Talið er að slíkir glæpir séu fleiri en tilkynningar til lögreglu segja til um.
Það reynir á gestrisni Katara þegar augu fjölmiðla beinast að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst á sunnudag. Fjölmiðlamenn hafa nú þegar lent í útistöðum við yfirvöld í landinu.
Læknanemar sem læra erlendis eiga margir erfitt með að ná endum saman. Þeir bera sjálfir hitann og þungann af skólagjöldum.
---
Stærsti íþróttaviðburður heims er handan við hornið. Á sunnudag verður flautað til leiks á Heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Gestgjafarnir eru umdeildir. Mannréttindi og aðbúnaður fólks sem reisti gríðarstóra leikvanga hafa verið í brennidepli.
Og nú streyma lið og fylgdarlið til olíuríkisins og því fylgir fjölmiðlafólk alls staðar að úr veröldinni. Og þá verða árekstrar. Frelsi fjölmiðla í landinu er ekki mikið. Á lista Samtaka blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla situr Katar í sæti 110. Fjölmiðlafólki sem sækir landið heim þessa dagana er sniðinn stakkur eftir hentisemi yfirvalda í Katar, til að mynda var fréttamönnum TV2 í Danmörku meinað að mynda á ákveðnum stöðum og reynt að koma í veg fyrir beina útsendingu þeirra nema undir ströngu eftirliti. Við skulum heyra í Rasmus Tantholdt fréttamanni TV2 sem staddur er í Katar og hvernig öryggisverðir brugðust við þegar hann ætlaði að fara í beina útsendingu við hringtorg á víðavangi fyrr í vikunni. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Í morgun féll aurskriða úr hlíðinni ofan við Grenivíkurveg, sunnan við Fagrabæ. Tveir bílar lentu í skriðunni og annar hreifst með niður fyrir veginn eins Ægir Jóhannsson lýsti í hádegisfréttum. Ægir var á leiðinni í vinnuna árla morguns þegar hann ók fram á skriðuna. Stórt sár er fyrir ofan veginn og mögulega hreyfing enn á vatnsósa hlíðinni. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Esther Hlíðar Jensen, skriðusérfræðing á Veðurstofunni.
Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf í dag hátt í sex þúsund föngum upp sakir, þar á meðal nokkrum útlendingum sem var vísað úr landi. Stjórnvöld í landinu hafa alþjóðasáttmála um mannréttindi að engu. Fjöldi fólks
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er unga fólkið sem tekur sviðið og er í aðalhlutverki í Undiröldu kvöldsins á Rás 2 þar sem er boðið upp á nýja tónlist frá Kusk og Óvita, Lottó, Andra Má, Gugusar, Dodda ásamt N3dek, Linus Orri og Helgu Dýrfinnu.
Lagalistinn
Kusk x Óviti - Morgun
Lottó - Call Me
Andri Már - Perlur
Gugusar - Annan séns
Doddi x N3dek - Love Yourself
Linus Orri - Supine
Helga Dýrfinna - Bergmálið
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Sólskinið er okkur hugleikið í Kvöldvaktinni að þessu sinni, eins og oft vill verða á þessum árstíma þegar það verður æ sjaldséðara. Við heyrum glænýtt lag frá hljómsveitinni Dopamine Machine, sem sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á morgun, en tökum jafnframt púlsinn á Unu Torfa, H. Hawkline, BSÍ, Fucales, Jónasi Sig og fleirum.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Lúpína - Við tvö
Prince - It?s Gonna Be Lonely
Unnsteinn - Andandi
Beyoncé - CUFF IT
Sault - Let Me Go
Gorillaz - Baby Queen
Una Torfa - Fyrrverandi
Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pjé - Á óvart
Tame Impala - No Choice
Dopamine Machine - Farvel ungfrú sólskin
Roy Ayers Ubiquity - Everybody Loves The Sunshine
Jónas Sig, Lúðrasveit Þorlákshafnar - Faðir
Sharon Van Etten - When I Die
MGMT - When You Die
H. Hawkline - Milk For Flowers
Dwight Twilley Band - Looking For The Magic
Bruce Springsteen - Do I Love You (Indeed I Do)
ESG - Dance
BSÍ - Jelly Belly
Fucales - Cream
Wombo - Snakey
Ólafur Kram - Gullinsnið
13 Year Cicada - Copy
Bo Milli - How It Is
Omar Apollo - Evergreen (You Didn?t Deserve Me At All)
Special-K - Date Me I?m Bored
Maston - Infinite Bliss
Eydís Kvaran - Horfðá mig
TSS - Þér ég ann
King Gizzard And The Lizard Wizard - Hate Dancin?
Milkhouse - Komdu út
Aldous Harding - Fever
Eunice Collins - At The Hotel
Blood Orange - Something You Know
Elín Hall - Vinir
Stina Nordenstam - When Debbie?s Back From Texas
Pascal Pinon - Kertið
asdfhg. - Martröð mín, að nóttu til
Linda Perhacs - Hey Who Really Cares
Arthur Russell - Words of Love
Robert Lester Folsom - Ease My Mind
Robert Lester Folsom - Sunshine Only Sometimes
Stirnir - Mörgæsir elska sólina
Útvarpsfréttir.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.