Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Friðrik talar um Hættuleg samband,en bókin sem kom út í Paris árið 1782 vakti mikla athygli og hún hefur síðan þá heillað og hneykslað lesendur út um allan heim. Friðrik segir frá þeirri vinnu að þýða þetta verk og að sjálfsögðu var rætt örlítið um óbærilegan léttleika tilverunnar.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Guðný Hallgrímsdóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði frá helstu söluvöru heimsins í dag - persónuupplýsingar þeirra sem eru á samfélagsmiðlum og leita upplýsinga í leitarvélum á borð við Google. Miðlar þar sem þú skráir þig án kostnaðar en gjaldið eru upplýsingar um það sem þú gerir á netinu. Má þar nefna færslur sem þú líkar við, það sem þú leitar að í leitarvélum og margt fleira. Helga bendir á ýmsa lokaða hópa á samfélagsmiðlum, svo sem hópa tengda börnum þar sem persónurekjanlegar upplýsingar eru veittar af foreldrum um börn sín til annarra í hópnum. Upplýsingar sem fylgja viðkomandi barni alla tíð, til að mynda ef það sækir um háskólanám í Bandaríkjunum í framtíðinni. Íslensk börn eru mjög virk á TikTok en sá miðill er í kínverskri eigu og þar gilda engin lög um persónuvernd einstaklinga.
Vera Illugadóttir fjallaði um nýja höfuðborg Indónesíu en gert er ráð fyrir að Nusantara taki við sem höfuðborg af Jakarta árið 2024. Helsta ástæðan er sú að óttast er að hluti Jakarta sökkvi í sæ og það innan örfárra áratuga. Hún sagði hlustendum frá fleiri nýjum höfuðborgum í heiminum, til að mynda í Egyptalandi.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, ræddi minnkandi áhuga á þátttöku í sveitarstjórnarmálum við Óðinn Svan Óðinsson fréttamann RÚV á Akureyri. Grétar segir að meðal þess sem væntanlega er að hafa áhrif á fólk er sú staðreynd að það getur átt von á að fjölskyldur þeirra þurfi að lesa óhróður um það á samfélagsmiðlum. Eins er þátttaka í sveitarstjórnum tímafrek og margt fleira sem veldur því að fólk hefur ekki áhuga á að taka þátt.
Tónlist:
Somethin?stupid - Frank og Nancy Sinatra
After the gold rush - Neil Young
Sunny road - Emilíana Torrini.
Umsjón:
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Guðmundur er alin upp í sveit og segist vera sérlega fjárglöggur og ætlaði alltaf að vera bóndi. Hann hafði einnig áhuga á leiklist og fór í klaustur.
Guðmundur rifjar upp þegar hann tók ábyrgði á eigin líðan aðeins níu ára gamall og hefur síðan þá gert það.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Aðdáendur Sumarmála hér á Rás hafa vafalaust orðið glaðir í dag þegar Ása Baldursdóttir sneri á ný í hljóðstofu með allt það áhugaverðasta á streymisveitunum. Ný áhugaverð hlaðvörp og hvað er helst að finna sem áhugavert er að horfa á í sjónvarpi. Í dag sagði hún okkur frá óhugnalegum og spennandi hlaðvarpsþáttum á Spotify þar sem fjallað er um dularfullt hvarf heillrar fjölskyldu í Kentucky, áhugaverðum viðtölum Loix Theroux hins þekkta sjónvarpsmanns í hlaðvarpi BBC4 sem heita Grounded og svo sænskum sjónvarpsþáttunum Älska meg, sem fjalla um hversdagslífið á einkar áhugaverðan hátt.
Árið 2016 var Birna G Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands með áhugaverða pistla hjá okkur hér í Mannlega þættinum varðandi þarmaflóruna. Birna stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.Við heyrðum pistil hennar ídag þar sem hún fjallar um Glúten. Hvað er Glúten og hvaða áhrif hefur það á okkur? Hún tekur fyrir Glútenóþol og Glútennæmi. Glútenóþol fer vaxandi í heiminum og er talið að aukin notkun sýklalyfja og aukin neysla á unnum matvörum hafi þar áhrif.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Auðkýfingurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, geimferðafyrirtækisins SpaceX, manneskja ársins í fyrra samkvæmt Bandaríska tímaritinu Time og jafnframt ríkasti maður heims, er kominn vel á veg með nýjasta verkefni sitt. Hann hefur að undanförnu verið að þróa rafkubba með vélvit til að græða í fólk, sem eiga að verða alls konar meina bót. Við fjöllum um fyrirhugaðar tilraunir með ígræðslu örflögunnar í menn í fyrri hluta þáttarins.
Nú á dögum eru margir orðnir talsvert meðvitaðri um umhverfis-og loftslagsmálin. Jafnvel farnir að leggja meira á sig í þeim efnum, vanda neyslu, breyta lifnaðarháttum og ákvarðanatöku: flokka meira og betur, hjóla í vinnuna, jafnvel kolefnisjafna Teneflugið með trjákaupum. En hvað með veigamiklar ákvarðanir eins og til að mynda fasteignakaup og leigutöku- og sölu. Er hægt að huga að umhverfinu og sjálfbærni í þeim efnum? Í seinni hluta þáttarins kemur Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG, til okkar og fræðir okkur um það.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Talið er að allt að tvöfalt fleiri hafi smitast af covid hér á landi en opinberar tölur gefa til kynna. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að um 80 prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni um miðjan mars.
Yfirlæknir á Vogi segir að starfsmaður SÁÁ sem sakaður hefur verið um að brjóta á þáverandi skjólstæðingi hafi gengist við brotinu. Mál hans er til skoðunar en niðurstaða liggur ekki fyrir.
Börn öryrkja og einstæðra foreldra eru líklegri til að hætta í námi en önnur, segir í nýrri skýrslu um brotthvarf úr skólum. Niðurstöðurnar benda til þess að menntun foreldra hafi líka sitt að segja.
Forsætisráðherra hefur afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréfasamskipti hennar og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, vegna úrskurðar Persónuverndar. Bréfin verða gerð opinber.
Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að það eigi eftir að hafa þveröfug áhrif ef vesturveldin beita Vladimír Pútín forseta refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar.
Útlit er fyrir fjögurra komma sjö prósenta hagvöxt og áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs á árinu, segir í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka.
Örlög íslenska karlalandsliðsins í handbolta ráðast í dag. Liðið mætir Svartfjallalandi klukkan hálf þrjú í dag og verður að vinna svo að vonin lifi.
Dánarfregnir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Jasmina Vajzovi? Crnac nýráðin leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykajvíkurborgar: Teymið hennar ber ábyrgð á þjónustu við fólk af erlendum uppruna, flóttafólk og hælisleitendur - Jasmina þekkir þennan málaflokk mjög vel því hún flúði sjálf stríð í heimalandi sínu Bosníu Hersegóvínu - kom hingað til Íslands sextán ára gömul um miðjan tíunda áratuginn - og það er áhugavert að ræða þessi málefni við manneskju sem þekkir þau svo vel á eigin skinni - hafandi sjálf verið á flótta og þurft að setjast að og skapa sér líf í ókunnugu landi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað að frá og með árinu 2023 verði urðun lífbrjótanlegs úrgangs ólögleg með öllu. Ruslaflokkun er í dag afar mismunandi eftir sveitarfélögum og ýmsar aðferðir í boði þegar kemur að meðferð lífræns úrgangs. Björk Brynjarsdóttir verkefnastjóri Jarðgerðarfélagsins kemur í heimsókn til okkar á eftir en hún stofnaði félagið ásamt Juliu Brenner jarðvegsfræðingi og hafa þær síðastliðin tvö ár meðal annars unnið að því að stækka Bokashi aðferðina til moltugerðar svo hún nýtist heilu sveitarfélagi. Þær leggja áherslu á laga aðferðina að þörfum íbúa og taka mið af upplifun þeirra. Við fáum að fræðast betur um Bokashi moltugerð með hjálp Björk Brynjarsdóttur.
Málfarsmínúta.
Edda Olgudóttir vísindaspjall: ct gildi í PCR prófum
Útvarpsfréttir.
Fjallað er um þetta mikla land, Afganistan; sögu og menningu landsins og þjóðina sem þar býr. Þættirnir eru fimm talsins og byggja á viðtölum við Íslendinga og Afgana og frásögn umsjónarmanns af veru sinni í landinu.
Umsjón hefur Brynja Dögg Friðrikisdóttir en um framleiðslu sér Guðni Tómasson.
Fjallað er um þetta mikla land, Afganistan; sögu og menningu landsins og þjóðina sem þar býr. Þættirnir eru fimm talsins og byggja á viðtölum við Íslendinga og Afgana og frásögn umsjónarmanns af veru sinni í landinu.
Umsjón hefur Brynja Dögg Friðrikisdóttir en um framleiðslu sér Guðni Tómasson.
Viðmælendur í þessum þætti:
Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, blaðakona og rithöfundur.
Ali Reza Matin, svefnmælingafræðingur á Landspítalanum
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum
Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Gestur þáttarins er Fríða Ísberg, rithöfundur. Fríða sendi frá sér skáldsöguna Merkningu fyrir jól en hún hefur áður vakið athygli fyrir ljóðabækurnar Slitförin og Leðurjakkaveður og smásagnasafnið Kláða sem tilnefnt var til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Rætt er við Fríðu um skrif hennar en hún er líka spurð út í bókmenntir á 21. öld, fagurfræði, umfjöllunarefni skáldskaparins, áhrifavalda hennar, lestur og aðra menningarneyslu.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Rætt við Brynju Cortez Andrésdóttur Sælureit agans eftir svissneska rithöfundinn Fleur Jeaggy.
Hlustendur heyra ræður verðlaunahafa á íslensku bókmenntaverðlaunum sem afhent voru á Bessastöðum í gærkvöld.
Hlustendur heyra jafnfram brot úr þætti þætti Guðbergs Bergssonar um Málfríði Einarsdóttur sem hét "Í þessu herbergi hefur búið doktor" og var sendur út árið 1989 en nú er skáldsaga Málfríðar, Samanstaður í tilverunni, kvöldsaga sem hlustendur geta notið á síðkvöldum á Rás 1.
Umsjón: Guðni Tómasson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efnilega landslið heillað þjóðina og langt síðan að íslendingar hafa verið jafn spenntir fyrir stórmóti í handbolta. Í upphafi aldarinnar var handboltinn hins vegar vinsælasta íþróttin, svo vinsæl að ein tegund tónlistar var kennd við hann. Við kynnum okkur fyrirbærið Handboltarokk í Lest dagsins
Listakonan Sunneva Ása Weisshappel veitir sjaldan viðtöl en hún mætir um borð í Lestina í dag og ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur um myndlist á tímum pólitísks rétttrúnaðar, heimspeki, boxamenningu, sviðsetta góðmennsku og margt fleira.
Nú á sunnudag eru 50 ár liðin frá sunnudeginum blóðuga, Bloody Sunday, þar sem breskir hermenn skutu fjölda óbreyttra borgara til bana í kröfugöngu í Derry í Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur fór af því tilefni til Norður Írlands ásamt
dagskrárgerðarmanninum Gunnari Hanssyni og tók viðtöl, meðal annars við aðstandendur hinna látnu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 26. janúar 2022
Umsjón: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Sóttvarnalæknir segir hægt að sleppa veirunni lausri því afleiðingar smita séu miklu minni en áður. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir áhættu tekna, en ávinningurinn verði þess virði.
Hingað og ekki lengra, meirihluti og minnihluti verða að taka höndum saman og tryggja 350 þúsund króna laun skatta- og skerðingarlaus. Þetta sagði Tómas A. Tómasson á Alþingi síðdegis í umræðu um tillögu Flokks fólksins .
Handboltalandsliðið vann stórsigur á Svartfellingum í dag og liggur nú á bæn um að Danir vinni Frakka í kvöld svo liðið komist í undanúrslit.
Þingmenn á ítalska þinginu hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Þriðja atkvæðagreiðslan fór fram í dag. Fjórir af hverjum tíu skiluðu auðu.
Lengri umfjöllun:
Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um sóttkví. Nú þurfa eingöngu þeir sem eru útsettir á heimili sínu að fara í sóttkví. Sem fyrr varir sóttkví í fimm daga og PCR-próf þarf til að losna. Þríbólusettir fara hins vegar eingöngu í smitgát sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi.
Hins vegar þurfa þeir sem eru útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki að fara sóttkví heldur að viðhafa smitgát. Ekki er þörf á sýnatöku lengur til að losna úr smitgát og börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát nema smit sé inni á heimili. Bjarni Rúnarsson ræddi við Magnús Gottfreðsson, lækni og prófessor í smitsjúkdómum.
Um fjórðungur þeirra sem hefja nám í íslenskum framhaldsskólum hefur ekki lokið því fjórum árum síðar. Brotthvarf hér er nokkuð mikið í alþjóðlegu samhengi segir Helgi Eiríkur Eyjólfsson, annar höfunda nýrrar skýrslu þar sem efnahagslegur og félagslegur bakgrunnur þeirra sem hverfa frá námi er kannaður og brotthvarfið talið sýna ójöfn tækifæri fólks. Nú er það svo að nærri allir skrá sig í framhaldsskóla eftir grunnskólann. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helga og Kolbein Stefánsson
Mjög er umdeilt hvort Norðmenn hafi gert rétt í að bjóða fulltrúum Talibana frá Afganistan viðræðna í Osló. Er þetta viðurkenning á stjórn ofbeldismanna? Er þessum mönnum treystandi? Núna eru þeir farnir heim tómhentir en á kostnað norska ríkisins ? en reikna má með framhaldi á viðræðum. Gísli Kristjánsson fjallar um heimsókn Talibana.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Sagan af Kolrössu krókríðandi (Ísland)
Drekarnir fjórir (Kína)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir
Hekla Egilsdóttir
Jóhannes Ólafsson
Karl Pálsson
Mikael Emil Kaaber
Ragnar Eyþórsson
Sigyn Blöndal
Sturla Holm SKúlason
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum West-Eastern Divan hljómsveitarinnar á Salzborgar-hátíðinni í ágúst s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og César Franck.
Einleikarar: Michael Barenboim fiðluleikari og Kian Soltani sellóleikari.
Stjórnandi: Daniel Barenboim.
Umsjón: Rakel Edda Guðmundsdóttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Aðdáendur Sumarmála hér á Rás hafa vafalaust orðið glaðir í dag þegar Ása Baldursdóttir sneri á ný í hljóðstofu með allt það áhugaverðasta á streymisveitunum. Ný áhugaverð hlaðvörp og hvað er helst að finna sem áhugavert er að horfa á í sjónvarpi. Í dag sagði hún okkur frá óhugnalegum og spennandi hlaðvarpsþáttum á Spotify þar sem fjallað er um dularfullt hvarf heillrar fjölskyldu í Kentucky, áhugaverðum viðtölum Loix Theroux hins þekkta sjónvarpsmanns í hlaðvarpi BBC4 sem heita Grounded og svo sænskum sjónvarpsþáttunum Älska meg, sem fjalla um hversdagslífið á einkar áhugaverðan hátt.
Árið 2016 var Birna G Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands með áhugaverða pistla hjá okkur hér í Mannlega þættinum varðandi þarmaflóruna. Birna stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.Við heyrðum pistil hennar ídag þar sem hún fjallar um Glúten. Hvað er Glúten og hvaða áhrif hefur það á okkur? Hún tekur fyrir Glútenóþol og Glútennæmi. Glútenóþol fer vaxandi í heiminum og er talið að aukin notkun sýklalyfja og aukin neysla á unnum matvörum hafi þar áhrif.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
eftir Málfríði Einarsdóttur.
Steinunn Sigurðardóttir les.
(Áður á dagskrá árið 1990)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Jasmina Vajzovi? Crnac nýráðin leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykajvíkurborgar: Teymið hennar ber ábyrgð á þjónustu við fólk af erlendum uppruna, flóttafólk og hælisleitendur - Jasmina þekkir þennan málaflokk mjög vel því hún flúði sjálf stríð í heimalandi sínu Bosníu Hersegóvínu - kom hingað til Íslands sextán ára gömul um miðjan tíunda áratuginn - og það er áhugavert að ræða þessi málefni við manneskju sem þekkir þau svo vel á eigin skinni - hafandi sjálf verið á flótta og þurft að setjast að og skapa sér líf í ókunnugu landi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað að frá og með árinu 2023 verði urðun lífbrjótanlegs úrgangs ólögleg með öllu. Ruslaflokkun er í dag afar mismunandi eftir sveitarfélögum og ýmsar aðferðir í boði þegar kemur að meðferð lífræns úrgangs. Björk Brynjarsdóttir verkefnastjóri Jarðgerðarfélagsins kemur í heimsókn til okkar á eftir en hún stofnaði félagið ásamt Juliu Brenner jarðvegsfræðingi og hafa þær síðastliðin tvö ár meðal annars unnið að því að stækka Bokashi aðferðina til moltugerðar svo hún nýtist heilu sveitarfélagi. Þær leggja áherslu á laga aðferðina að þörfum íbúa og taka mið af upplifun þeirra. Við fáum að fræðast betur um Bokashi moltugerð með hjálp Björk Brynjarsdóttur.
Málfarsmínúta.
Edda Olgudóttir vísindaspjall: ct gildi í PCR prófum
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efnilega landslið heillað þjóðina og langt síðan að íslendingar hafa verið jafn spenntir fyrir stórmóti í handbolta. Í upphafi aldarinnar var handboltinn hins vegar vinsælasta íþróttin, svo vinsæl að ein tegund tónlistar var kennd við hann. Við kynnum okkur fyrirbærið Handboltarokk í Lest dagsins
Listakonan Sunneva Ása Weisshappel veitir sjaldan viðtöl en hún mætir um borð í Lestina í dag og ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur um myndlist á tímum pólitísks rétttrúnaðar, heimspeki, boxamenningu, sviðsetta góðmennsku og margt fleira.
Nú á sunnudag eru 50 ár liðin frá sunnudeginum blóðuga, Bloody Sunday, þar sem breskir hermenn skutu fjölda óbreyttra borgara til bana í kröfugöngu í Derry í Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur fór af því tilefni til Norður Írlands ásamt
dagskrárgerðarmanninum Gunnari Hanssyni og tók viðtöl, meðal annars við aðstandendur hinna látnu.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þrátt fyrir umræðu um vaxandi enskunotkun á tímum alþjóðavæðingar og örra tæknibreytinga er hlutfall ensku einungis rúmlega þrjú prósent af heildarorðaforða framhaldsskólanema samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Við röbbuðum við Finn Friðriksson, dósent í íslensku við Kennaradeild HA, sem stóð fyrir rannsókninni.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er búið að margsanna sig á Evrópumeistaramótinu þessa dagana en góður árangur í íþróttum verður ekki til í neinu tómarúmi. Það hefur lengi verið talað um að ekki sé búið nógu vel um hnútana hjá íslensku afreksíþróttafólki. Við heyrðum í Ásmundi Einari Daðasyni sem er ráðherra íþróttamála.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fyrir jólin tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga að lífslíkutöflum og þannig verður í fyrsta sinn farið að reikna lífeyrisréttindi fólks út frá því að meðalævin lengist næstu ár og áratugi. Sú breyting hefur mikil áhrif á útreikninga lífeyrissjóða á skuldbindingum sínum en einnig á mat kostnaðar ríkisins vegna almannatrygginga og lífeyrisskuldbindinga. Við ræddum við Ástu Ásgeirsdóttur, hagfræðing hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hafa lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna á Alþingi. Halldóra Mogensen þingkona Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hún hefur áður lagt fram sambærilegt frumvarp. Halldóra kom til okkar en einnig Rafn M Jónsson verkefnisstjóri, áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni en embættið hefur ekki beinlínis tekið frumvörpum í þessa veru fagnandi.
Embættismenn frá Rússlandi og Úkraínu halda til Parísar í dag til viðræðna við franska og þýska embættismenn þar sem þess verður freistað að lægja öldurnar vegna ástandsins sem þar hefur skapast. Við spjölluðum við Jón Ólafsson, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands, um stöðuna.
Veðrið lék þorra landsmanna grátt í gær. Að þessu sinni sköpuðust veðuraðstæður sem kallast stingröst - orð sem fæstir hljóta að þekkja. Og það á við um fleiri orð sem einkenna íslenskt veðurfar þessi dægrin. Þau kíktu til okkar, Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til að rabba um skemmtileg og skrýtin veðurorð.
Tónlist:
Like the Movies - Laufey Lín
Leave the Door open - silk sonic
Nothing Compares to you - Sinead O'connor
Sagt er - GDRN
No More - Glowie og Stony
Mér er drull - Flott
Oh My God - Adele
Rocket Man - Elton John
Þá kemur Þú - Elton John
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 26. janúar 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Sálin - Á nýjum stað
BLur - Parklife
Dolly Parton - Here you come again
Vök - Stadium
Kacey Musgraves - Space cowboy
GDRN, Flóni & Sinfó - Lætur mig
Green Day - Boulevard of broken dreams
Hreimur - Gegnum tárin
Lay Low - Little by little
Alanis Morissette - You oghta know
Tame Impala - No choice
Magnús Þór - Sólr+un
10:00
Stjórnin - Allt í einu
Hipsumhaps & Dr. Gunni - Góður á því
Nick Cave - Into my arms
Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum
Sycamore Tree - La flamme
Gayle - abcde (forget you)
Handboltalandsliðið - Gerum okkar besta
Karl Orgeltríó - Bréfbátar
George Thorogood - Bad to the bone
Box Tops - The letter
Sigrún Stella - Baby blue
11:00
Karitas - All the things you said
Krummi, KK & ragnheiður Gröndal - harvest moon
Todmobile - The Riddle Ft. Nik Kershaw
Kælan Mikla - Hvítir sandar (Plata vikunnar)
Klaxons - Golden skans
12:00
Bríet - Sólblóm
Ómar Ragnarsson - Áfram Ísland (Nú göngum við einbeittir og ákveðnir inn)
Erla og Gréta - Ég á heiminn með þér
Bakar - Hell n back
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Talið er að allt að tvöfalt fleiri hafi smitast af covid hér á landi en opinberar tölur gefa til kynna. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að um 80 prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni um miðjan mars.
Yfirlæknir á Vogi segir að starfsmaður SÁÁ sem sakaður hefur verið um að brjóta á þáverandi skjólstæðingi hafi gengist við brotinu. Mál hans er til skoðunar en niðurstaða liggur ekki fyrir.
Börn öryrkja og einstæðra foreldra eru líklegri til að hætta í námi en önnur, segir í nýrri skýrslu um brotthvarf úr skólum. Niðurstöðurnar benda til þess að menntun foreldra hafi líka sitt að segja.
Forsætisráðherra hefur afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréfasamskipti hennar og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, vegna úrskurðar Persónuverndar. Bréfin verða gerð opinber.
Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að það eigi eftir að hafa þveröfug áhrif ef vesturveldin beita Vladimír Pútín forseta refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar.
Útlit er fyrir fjögurra komma sjö prósenta hagvöxt og áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs á árinu, segir í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka.
Örlög íslenska karlalandsliðsins í handbolta ráðast í dag. Liðið mætir Svartfjallalandi klukkan hálf þrjú í dag og verður að vinna svo að vonin lifi.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut Kristjánsdóttir
Alls konar skemmtileg tónlist í Popplandi þennan mánudaginn, alls konar nýtt og gamalt efni í bland, plata vikunnar á sínum stað sem er nýjasta plata Kælunnar Miklu, Undir Köldum Norðurljósum. Leikur Íslands og Svartfjallalands í beinni útsendingu.
Kaktus Einarsson - Ocean?s Heart
Páll Óskar & Casino - Up Up And Away
GDRN - Sagt Er
Kate Bush - Running Up That Hill
Hjálmar - Kona ft. Kári Stefánsson
Árný Margrét - Akureyri
Daníel Ágúst - Dansarinn
Red Hot Chili Peppers - Scar Tissue
Popparoft - Gimme/Gemmér
Kælan Mikla - Örlögin
Badly Drawn Boy - Silent Sigh
Teitur Magnússon - Skrýtið
Rúnar Þór - Speglun
Mimra - Easy To Choose
Mitski - The Only Heartbreaker
The Weeknd - Sacrifice
Stuðmenn - Hveitibjörn
Ásgeir Trausti - Leyndarmál
Adele - Oh My God
Cell7 - City Lights
Alesso & Katy Perry - When I?m Gone
Moses Hightower - Stutt Skref
Emilíana Torrini - Jungle Drum
Dikta - Just Getting Started
Útvarpsfréttir.
Bein lýsing frá leikjum Íslands á EM karla í handbolta 2022.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur varðandi sóttkví og smitgát. Eitthvað virðast þær þó flækjast fyrir fólki enda getur verið snúið að læra sífellt nýjar reglur í baráttunni. Við heyrðum í Víði Reynissyni og fengum hann til að einfalda þetta eins og hægt er fyrir okkur.
Og þessu tengt. Vegna afléttinganna sem urðu á sóttkví miðnætti mættu þúsundir skólabarna aftur í skólann í dag. Kennarar hafa áhyggjur af stöðunni enda ljóst að sóttkví var sett á til að vernda þá sem ekki eru útsettir fyrir covid-smiti. Við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni, næsta formanni Kennarasambandsins sem tekur við í apríl, en hann verður nýstiginn út af fundi þar sem farið var yfir stöðuna hjá skólunum.
Í gær sendi ráð Rótarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars Rótin segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁA hefur lýst að Einar Hermannsson hafi valdið henni og segja brotið gegn konunni vera nöturlega valdamisnotkun stjórnarmans í frjálsum félagasamtökum sem stjórnvöld hafa í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda. Í þeim hópi sé margt af jaðarsettasta fólki landsins. Rótin hefur í nærri áratug látið í sér heyra varðandi þörf á úrbótum í stefnu og meðferð kvenna innan SÁA. Við fengum til okkar Kristínu I. Pálsdóttur framkvæmdastjóra Rótarinnar.
Í dag er Skákdagur Íslands en daginn ber ávallt upp á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, skákmeistara, sem er 87 ára í dag. Haldin verða mót fyrir yngri kynslóðina og í kvöld verður haldin undankeppni fyrir Reykjavíkurhraðskákmótið sem fer fram á laugardaginn. Til okkar kom Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, og sagði okkur nánar frá þessu.
Stúdentaráð vill beina sjónum fólks að húsnæðismálum stúdenta og lét gera fyrir sig skýrslu um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einungis um 15% stúdenta búi á stúdentagörðum og biðlistarnir séu langir ásamt því að stór hluti námsmanna greiði húsnæðiskostnað sem nálgist eða teljist vera íþyngjandi mv. framfærslu. Við fengum til okkar Isabel Alejandra Díaz forseta stúdentaráðs til að ræða húsnæðismál stúdenta.
Akranes heldur uppá 80 ára afmælið í dag. Við heyrðum í Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra, og forvitnumst um afmælisbarnið.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 26. janúar 2022
Umsjón: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar frétta: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Sóttvarnalæknir segir hægt að sleppa veirunni lausri því afleiðingar smita séu miklu minni en áður. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir áhættu tekna, en ávinningurinn verði þess virði.
Hingað og ekki lengra, meirihluti og minnihluti verða að taka höndum saman og tryggja 350 þúsund króna laun skatta- og skerðingarlaus. Þetta sagði Tómas A. Tómasson á Alþingi síðdegis í umræðu um tillögu Flokks fólksins .
Handboltalandsliðið vann stórsigur á Svartfellingum í dag og liggur nú á bæn um að Danir vinni Frakka í kvöld svo liðið komist í undanúrslit.
Þingmenn á ítalska þinginu hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Þriðja atkvæðagreiðslan fór fram í dag. Fjórir af hverjum tíu skiluðu auðu.
Lengri umfjöllun:
Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur um sóttkví. Nú þurfa eingöngu þeir sem eru útsettir á heimili sínu að fara í sóttkví. Sem fyrr varir sóttkví í fimm daga og PCR-próf þarf til að losna. Þríbólusettir fara hins vegar eingöngu í smitgát sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi.
Hins vegar þurfa þeir sem eru útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki að fara sóttkví heldur að viðhafa smitgát. Ekki er þörf á sýnatöku lengur til að losna úr smitgát og börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát nema smit sé inni á heimili. Bjarni Rúnarsson ræddi við Magnús Gottfreðsson, lækni og prófessor í smitsjúkdómum.
Um fjórðungur þeirra sem hefja nám í íslenskum framhaldsskólum hefur ekki lokið því fjórum árum síðar. Brotthvarf hér er nokkuð mikið í alþjóðlegu samhengi segir Helgi Eiríkur Eyjólfsson, annar höfunda nýrrar skýrslu þar sem efnahagslegur og félagslegur bakgrunnur þeirra sem hverfa frá námi er kannaður og brotthvarfið talið sýna ójöfn tækifæri fólks. Nú er það svo að nærri allir skrá sig í framhaldsskóla eftir grunnskólann. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Helga og Kolbein Stefánsson
Mjög er umdeilt hvort Norðmenn hafi gert rétt í að bjóða fulltrúum Talibana frá Afganistan viðræðna í Osló. Er þetta viðurkenning á stjórn ofbeldismanna? Er þessum mönnum treystandi? Núna eru þeir farnir heim tómhentir en á kostnað norska ríkisins ? en reikna má með framhaldi á viðræðum. Gísli Kristjánsson fjallar um heimsókn Talibana.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nau nau kominn litli laugardagur og því verður fangað með nýrri tónlist frá Bríet, Jack White, Sycamore Tree, Khruangbin and Leon Bridges, Trentemöller, Crosses, Hipsumhaps og Dr Gunna, Aldous Harding og fleirum.
Lagalistinn
Bríet - Cold Feet
MGMT - Little Dark Age
Hipsumhaps og Dr Gunni - Góður á því
Tame Impala - No Choice
Khruangbin, Leon Bridges - B-Side
Júníus Meyvant - Ástarsæla
Sycamore Tree - La Flamme
Charlotte Gainsburgh - Deadly Valentine
Beach House - Once Twice Melody
Trentemöller - No More Kissing In the Rain
Chic - Good Times
Parcels - Famous
Daft Punk - Aerodynamic
Weeknd - Sacrifice
Crosses - Goodbye Horses
LCD Soundsystem - North American Scum
Disclosure - In My Arms
Honey Dijon - Downtown (Remix)
St Vincent - New York
Placebo - Try Better Next Time
Weezer - The Good Life
Beabadoobie - Cologne
Fontaines D.C. - Jackie Down the Line
Vampire Weekend - Oxford Comma
Wet Leg - Too Late Now
Damon Albarn - Royal Morning Blue
David Bowie - Lady Stardust
Sigrún Stella - Baby Blue
Big Thief - No Reason
Mac DeMarco - Nobody
Father John Misty - Funny Girl
Aldous Harding - Lawn
DJ Shadow ft Mos Def - Six Days
Jenny Lee ft Dave Gahan - Stop Speaking
Röyksopp - The Ladder
Berndsen - Maximum Emergency
Bonobo ft Jordan Rakei - Shadows
Maceo Plex & Program 2 ft. Giovanni - Revision
Orbital - The Box
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.