20:35
Mannlegi þátturinn
Ása Baldurs og streymisveiturnar og hvað er glúten?
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Aðdáendur Sumarmála hér á Rás hafa vafalaust orðið glaðir í dag þegar Ása Baldursdóttir sneri á ný í hljóðstofu með allt það áhugaverðasta á streymisveitunum. Ný áhugaverð hlaðvörp og hvað er helst að finna sem áhugavert er að horfa á í sjónvarpi. Í dag sagði hún okkur frá óhugnalegum og spennandi hlaðvarpsþáttum á Spotify þar sem fjallað er um dularfullt hvarf heillrar fjölskyldu í Kentucky, áhugaverðum viðtölum Loix Theroux hins þekkta sjónvarpsmanns í hlaðvarpi BBC4 sem heita Grounded og svo sænskum sjónvarpsþáttunum Älska meg, sem fjalla um hversdagslífið á einkar áhugaverðan hátt.

Árið 2016 var Birna G Ásbjörnsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands með áhugaverða pistla hjá okkur hér í Mannlega þættinum varðandi þarmaflóruna. Birna stundar doktorsnám við læknadeild og matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla.Við heyrðum pistil hennar ídag þar sem hún fjallar um Glúten. Hvað er Glúten og hvaða áhrif hefur það á okkur? Hún tekur fyrir Glútenóþol og Glútennæmi. Glútenóþol fer vaxandi í heiminum og er talið að aukin notkun sýklalyfja og aukin neysla á unnum matvörum hafi þar áhrif.

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 47 mín.
e
Endurflutt.
,