22:10
Samfélagið
Alþjóðateymi, jarðgerðarfélagið, málfar og ct gildi
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Jasmina Vajzovi? Crnac nýráðin leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykajvíkurborgar: Teymið hennar ber ábyrgð á þjónustu við fólk af erlendum uppruna, flóttafólk og hælisleitendur - Jasmina þekkir þennan málaflokk mjög vel því hún flúði sjálf stríð í heimalandi sínu Bosníu Hersegóvínu - kom hingað til Íslands sextán ára gömul um miðjan tíunda áratuginn - og það er áhugavert að ræða þessi málefni við manneskju sem þekkir þau svo vel á eigin skinni - hafandi sjálf verið á flótta og þurft að setjast að og skapa sér líf í ókunnugu landi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur boðað að frá og með árinu 2023 verði urðun lífbrjótanlegs úrgangs ólögleg með öllu. Ruslaflokkun er í dag afar mismunandi eftir sveitarfélögum og ýmsar aðferðir í boði þegar kemur að meðferð lífræns úrgangs. Björk Brynjarsdóttir verkefnastjóri Jarðgerðarfélagsins kemur í heimsókn til okkar á eftir en hún stofnaði félagið ásamt Juliu Brenner jarðvegsfræðingi og hafa þær síðastliðin tvö ár meðal annars unnið að því að stækka Bokashi aðferðina til moltugerðar svo hún nýtist heilu sveitarfélagi. Þær leggja áherslu á laga aðferðina að þörfum íbúa og taka mið af upplifun þeirra. Við fáum að fræðast betur um Bokashi moltugerð með hjálp Björk Brynjarsdóttur.

Málfarsmínúta.

Edda Olgudóttir vísindaspjall: ct gildi í PCR prófum

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,