23:05
Lestin
Handboltarokk, Sunneva Weisshappel, blóðugur Sunnudagur
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efnilega landslið heillað þjóðina og langt síðan að íslendingar hafa verið jafn spenntir fyrir stórmóti í handbolta. Í upphafi aldarinnar var handboltinn hins vegar vinsælasta íþróttin, svo vinsæl að ein tegund tónlistar var kennd við hann. Við kynnum okkur fyrirbærið Handboltarokk í Lest dagsins

Listakonan Sunneva Ása Weisshappel veitir sjaldan viðtöl en hún mætir um borð í Lestina í dag og ræðir við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur um myndlist á tímum pólitísks rétttrúnaðar, heimspeki, boxamenningu, sviðsetta góðmennsku og margt fleira.

Nú á sunnudag eru 50 ár liðin frá sunnudeginum blóðuga, Bloody Sunday, þar sem breskir hermenn skutu fjölda óbreyttra borgara til bana í kröfugöngu í Derry í Norður-Írlandi. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur fór af því tilefni til Norður Írlands ásamt

dagskrárgerðarmanninum Gunnari Hanssyni og tók viðtöl, meðal annars við aðstandendur hinna látnu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,